Einn af þeim fimmtán sem brottvísað var til Grikklands í síðustu viku var Nour Ahmad, afganskur strákur sem kom hingað fylgdarlaus í lok árs 2021, þá sautján ára og því barn í skilningi laga. Hann er nú í Aþenu, óttasleginn, hjálparvana og heimilislaus og segist þrá að koma aftur til Íslands og ganga í skóla „eins og íslensk börn“.
Fréttir
1
Engar ráðstafanir gerðar fyrir fylgdarlaus börn á jólunum
Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar fyrir þau fylgdarlausu börn sem dvelja í búsetuúrræði Útlendingastofnunnar fyrir jólin. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi stofnunarinnar. Í svörum frá stofnuninni segir að börnin fái desemberuppbót upp á 5 þúsund krónur. Flest þessara barna þurfa að undirgangast aldursgreiningu og sá sem framkvæmir hana fær 260 þúsund krónur fyrir hverja greiningu.
Viðtal
Flóttafólk verr sett með vernd í Grikklandi
Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir að Útlendingastofnun eigi að hætta brottflutningi hælisleitenda til Grikklands. Ísland standi sig nokkuð vel í málaflokknum, en evrópska kerfið sé „handónýtt“. Rauði krossinn hvetur fólk til að gerast Leiðsöguvinir nýkominna hælisleitenda.
Reynsla
Hallgrímur Helgason
Ótrúleg ferðasaga flóttamanns
Hvernig Uhunoma frá Benin City endaði á stoppistöð í Hafnarfirði.
Aðsent
Bréf til ráðherra: „Bjargið Uhunoma“
Synjun um alþjóðlega vernd var staðfest á föstudag og nú skrifa vinir Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore bréf „með von í hjarta“ þar sem þeir skora á dómsmálaráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnina alla að veita honum landvistarleyfi hér á landi. Áfallið við úrskurð nefndarinnar varð til þess að leggja þurfti Uhunoma inn á bráðageðdeild um helgina.
Fréttir
Stór hluti Íslendinga óttast hryðjuverk fjölgi múslimum
Meirihluti aðspurðra Íslendinga vill taka við fleiri flóttamönnum og ekki takmarka fjölda múslima meðal þeirra. 44 prósent telja þó að líkur á hryðjuverkum aukist með fleiri múslimum þrátt fyrir að rannsóknir sýni ekki fram á slík tengsl.
Fréttir
„Óhugnanlegt að búa í landi þar sem hagsmunir barna vega ekki meira“
Að óbreyttu verður fjögurra manna fjölskyldu, hjón og tvær dætur, sem búið hefur hér í tæp sjö ár vísað úr landi. Dæturnar, sem eru sex og þriggja ára, eru fæddar hér og uppaldar. Brynja Björg Kristjánsdóttir, sem kynntist eldri stúlkunni á leikskólanum Langholti, segir að það sé óhugnanlegt að búa í slíku þjóðfélagi.
Fréttir
Segir Sjálfstæðisflokkinn skorta festu til að fækka komum hælisleitenda
Í grein um hælisleitendur segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, að stjórnmálin hlaupist undan „merkjum réttarríkisins af ótta við háværan minnihluta.“ Hann vill auglýsa „strangt reglurverk“ og varar við þúsundum umsókna um vernd á fáeinum vikum.
Fréttir
Skora á Persónuvernd að hefja rannsókn á Útlendingastofnun
Hjálparsamtökin Solaris hafa sent áskorun til Umboðsmanns Alþingis, Umboðsmanns barna og Persónuverndar um að taka miðlun Útlendingastofnunar á persónuupplýsingum Khedr-fjölskyldunnar til athugunar.
StreymiMenning á miðvikudögum
Á flótta undan stríði
Jasmina Crnac, verkefnastjóri fjölmenningar, segir frá reynslu sinni af stríði og flótta. Jasmina fæddist í Bosníu og Hersegóvínu og sem bjó þarlendis sem barn á meðan stríðið geisaði í landinu á árunum 1992-1995.
Aðsent
Magnús D. Norðdahl
Útlendingastofnun afhjúpar sig
Magnús D. Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar egypsku, segir Útlendingastofnun hafa afhjúpað hroðvirknisleg vinnubrögð sín. Stofnunin leggi ábyrgð á herðar tíu ára gamallar stúlku, sem sé stofnunarinnar að axla samkvæmt rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar.
Fréttir
Gera stólpagrín að lögreglunni og flykkjast Khedr-fjölskyldunni til varnar
Fjöldi fólks hefur sent stoðdeild ríkislögreglustjóra uppdiktaðar ábendingar um dvalarstað og ferðir egypsku fjölskyldunnar sem nú er í felum. „Mér skilst að þau séu tekin við rekstri Shell-skálans“
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.