Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Útlendingastofnun kom í veg fyrir að Alþingi gæti veitt ríkisborgararétt

Út­lend­inga­stofn­un skil­aði þing­nefnd ekki um­sókn­um fólks sem sótti um veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar með lög­um. Um­sókn­ar­frest­ur þar um rann út 1. októ­ber og stofn­un­in hef­ur því haft hátt í þrjá mán­uði til að sinna skyld­um sín­um. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, seg­ir stofn­un­ina brjóta lög. Óboð­legt sé að und­ir­stofn­un komi í veg fyr­ir að Al­þingi sinni laga­legri skyldu sinni.

Útlendingastofnun kom í veg fyrir að Alþingi gæti veitt ríkisborgararétt
Útlendingastofnun skilaði ekki gögnum Útlendingastofnun skilaði Alþingi ekki umsóknum 178 manns sem sóttu um veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Kristín Völundardóttir er forstjóri Útelndingastofnunar. Mynd: Skjáskot

Alþingi veitti engum umsækjanda ríkisborgararétt með lögum fyrir frestun þingfundar 28. desember, eins og áralöng hefð hefur verið fyrir að gert sé. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun skilaði ekki umsóknum þar um, alls 178 talsins, til þingsins. Þingmaður Pírata sem situr í nefnd þingsins sem fara á yfir umsóknirnar segir Útlendingastofnun vísvitandi draga lappirnar í málinu. Með því sé stofnunin að brjóta lög og óþolandi sé að undirstofnun sé með þessum hætti að koma í veg fyrir að þingið geti sinnt lagalegri skyldu sinni.

Löng hefð er fyrir því að Alþingi veiti ríkisborgararétt með lögum tvisvar á ári, fyrir frestun þingfunda að sumri og fyrir áramót. Um nokkurt skeið hefur verið til umræðu að nauðsynlegt sé að breyta verklagi við veitingu ríkisborgararéttar þar eð töluverð fjölgun hefur orðið á umsóknum til Alþingis sem telja má eðlilegt að færu hefðbundna leið, það er að Útlendingastofnun tæki afstöðu til þeirra og veitti ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun. Engu að síður hefur ekki verið gerð breyting á því verklagi sem tíðkast hefur hingað til.

Tryggt að engum verði vísað úr landi meðan beðið er

Í morgun birtist á vef Alþingis tilynning þess efnis að tafir yrðu á veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Þar kemur fram að allsherjar- og menntamálanefnd skipi undirnefnd til að fara yfir umsóknir um veitingu ríkisborgararéttar. Umsóknir skuli afhentar undirnefndinni að lokinni forvinnslu Útlendingastofnunar. „Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hafa henni borist 178 umsóknir sem beint er til Alþingis en umrædd gögn hafa ekki borist Alþingi,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að allsherjar- og menntamálanefnd hafi farið fram á að allar umsóknir ásamt fylgigögnum verði afhentar nefndinni eigi síðar en 1. febrúar næstkomandi. Hyggst nefndin leggja fram frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar í kjölfarið. Undirnefndin hafi þá fengið staðfest að frestun á afgreiðslu frumvarpsins verði ekki til þess að staða umsækjenda breytist á meðan á málsmeðferð stendur yfir. Með öðrum orðum, tryggt er að engum umsækjanda til alþingis um ríkisborgararétt verður vísað úr landi áður en nefndin hefur lokið störfum.

„Það er algjörlega óboðlegt að undirstofnun stýri vinnu Alþingis með þessum hætti og komi í veg fyrir að þingið sinni lagalegri skyldu sinni“
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
þingkona Pírata

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, á sæti í umræddri undirnefnd. Hún segir vinnubrögð Útlendingastofnunar algjörlega óboðleg. „Útlendingastofnun er að mínu mati að kúga Alþingi með þessu til að ræða um að tekið verði upp nýtt verklag, vegna þess að stofnunin er á móti þessu ferli, það er að segja að fólk geti beint umsóknum um ríkisborgararétt til Alþingis beint. Fólk getur haft ýmsar skoðanir á því að þessi leið sé til staðar, en hún er bundin í lög, meira að segja í stjórnarskrá. Ég get alveg samþykkt að það séu vankantar á þessari leið og það sé þarft að endurskoða verklagið en það er algjörlega óboðlegt að undirstofnun stýri vinnu Alþingis með þessum hætti og komi í veg fyrir að þingið sinni lagalegri skyldu sinni.“

Ekki Útlendingastofnunar að breyta verklagi AlþingisArndís Anna segir framgöngu Útlendingastofnunar óþolandi.

Einhliða ákvörðun Útlendingastofnunar

Umsóknarfrestur til að sækja um veitingu ríkisborgararéttar frá Alþingi rann út 1. október, fyrir þetta misseri. Þar af leiðandi hafa allar slíkar umsóknir borist Útlendingastofnun í síðasta lagi í september, og mögulega einhverjar fyrr. Arndís Anna segir að í raun hafi Útlendingastofnun neitað að afhenda Alþingi umrædd gögn. „Þau sögðu við okkur að því sem næst engar umsóknir væru tilbúnar, það væru þrjár umsóknir tilbúnar. Stofnunin hefur haft hátt í þrjá mánuði til þess fara yfir umsóknirnar. Enn fremur eru á bilinu 30 til 40 börn meðal umsækjenda og það þarf ekki að fara yfir þeirra umsóknir sérstaklega þar sem farið er yfir umsóknir foreldra þeirra. Svo þetta eru kannski á bilinu 130 til 140 umsóknir sem þarf að yfirfara. Það sér hver sem er að svona skýringar halda ekki vatni.“

Hlutverk Útlendingastofnunar, að því er Arndís útskýrir, í því ferli sem lýtur að umsóknum til Alþingis um ríkisborgararétt, er að flokka umsóknir með því að merkja við hvaða skilyrði umsækjandi uppfyllir til að hljóta ríkisborgararétt. Það verklag hafi verið hugsað til að spara undirnefndinni vinnu. Auk þess er það hlutverk stofnunarinnar að afla umsagnar lögreglustjóra á dvalarstað umsækjenda, eins og kemur fram í lögum um íslenskan ríkisborgararétt. „Útlendingastofnun ákvað einhliða að, eins og stofnunin orðar það, að forgangsraða þessum umsóknum ekki umfram aðrar, venjulegar umsóknir um ríkisborgararétt sem stofnuninni ber að afgreiða. Biðtími eftir afgreiðslu á slíkri umsókn eru margir mánuðir, ég held það séu átta til tólf mánuðir. Þetta nýja verklag Útlendingastofnunar, og ég vil setja verklag innan gæsalappa því það er fullkomið yfirskin, myndi því þýða að Alþingi væri að fá þessar umsóknir til sín einhvern tíma í júlí, ágúst, jafnvel september á næsta ári. Umsóknir sem að áttu að berast og vera teknar til afgreiðslu fyrir jólin núna, eins og hefur alltaf verið gert.

„Það er ekki Útlendingastofnunar að breyta einhliða verklagi Alþingis, þetta er bara galið, þetta er óþolandi“
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
þingkona Pírata

Útlendingastofnun á ekki að sinna neinni gagnaöflun í þessum tilvikum, fólki er frjálst að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis án nokkurra gagna eða skilyrða. Þetta er því ekki veruleg vinna fyrir stofnunina en þrátt fyrir það vill Útlendingastofnun meina að langur málsmeðferðartími á öðrum umsóknum sé meðal annars þessu verkefni að kenna, af stofnunin sé svo upptekin af því að fara yfir umsóknir fyrir Alþingi. Þetta stenst auðvitað enga skoðun, að 178 umsóknir til Alþingis þar sem bara þarf að tékka í box og kalla eftir umsögn lögreglustjóra tefji málsmeðferð annarra umsókna. Hvernig fær Útlendingastofnun það út að setja þessar umsóknir allar í hefðbundið stjórnsýslulegt ferli, þar sem stofnunin er bundin af stjórnsýslulögum og ber að fylgja mjög ströngu ferli um gagnaöflun, leiðbeiningaskyldu og andmælarétt, hvernig fær stofnunin það út að slík breyting myndi spara tíma og stytta málsmeðferðartíma. Þetta nær engu máli.“

Segir um yfirskyn að ræða hjá stofnuninni

Arndís segir að Útlendingastofnun hafi svarað nefndinni því að hægt væri að afhenda þær umsóknir sem ekki uppfylltu skilyrði laga um veitingu ríkisborgararétt. Það þýði hins vegar að stofnunin hafi yfirfarið umsóknirnar, en það sé ekki hlutverk stofnunarinnar. „Ég held að þetta sé yfirskin. Ég tel að stofnunin vilji ekki að fólk sem uppfyllir skilyrði laga um veitingu ríkisborgararétts leyti til Alþingis til að stytta biðtíma sinn. Ég er í praxís sammála því en stofnuninni kemur hins vegar ekkert við þó fólk grípi til þess ráðs. Vandamálið er hversu langur málsmeðferðartími Útlendingastofnunar er.“

Spurð hvort að Útlendingastofnun sé með þessari háttsemi sinni að brjóta lög svarar Arndís því játandi. „Já, ég myndi segja það. Stofnunin er ekki að sinna lagaskyldu sinni. Það stendur í lögum um ríkisborgararétt að Útlendingastofnun skuli gefa umsögn um umsóknirnar og afla gagna frá lögreglustjóra, þetta er áralöng framkvæmd að Alþingi veiti ríkisborgararétt tvisvar á ári. Það er ekki Útlendingastofnunar að breyta einhliða verklagi Alþingis, þetta er bara galið, þetta er óþolandi.“

Stundin kallaði eftir viðbrögðum Útlendingastofnunar vegna málsins en þau höfðu ekki borist þegar fréttin var birt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Gretarsson skrifaði
    Þetta ætti að svara sumu af þessu, enn ekki öllu.
    https://utl.is/index.php/um-utlendingastofnun/frettir/1228-vegna-tilkynningar-althingis-um-tafir-a-veitingu-rikisborgararettar
    0
  • Matthildur Jóhannsdóttir skrifaði
    Hver er the Dick í útlendinga stofnun? Hver er ofar lýðræði?
    Hver er hin siðblindi sem er sama um óþægindi annara? Mig er farið að langa til að vita það.
    0
  • Efast einhver um annarleg viðhorf starfsfólks ÚTL?
    Þjóðernishyggja, rasismi og persónulegar skopanir eiga ekkert erindi að störfum stofnunarinnar, hvað þá augljós lögbrot og skemmdarstarfssemi á stjórnsýslunni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
2
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
5
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
9
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár