Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Khedr-fjölskyldan ekki flutt úr landi

Fjöl­skyld­an fannst ekki þeg­ar stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hugð­ist fram­kvæma brott­vís­un.

Khedr-fjölskyldan ekki flutt úr landi
Ekki flutt úr landi Khedr-fjölskyldan fannst ekki þegar átti að flytja hana nauðuga úr landi í morgun. Mynd: Sema Erla Serdar

Ekki tókst að vísa egypsku Khedr-fjölskyldunni úr landi í morgun. Fjölskyldumeðlimir reyndust ekki vera á fyrirfram ákveðnum stað þegar stoðdeild ríkislögerglustjóra hugðist flytja þau úr landi. Í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra segir að ekki sé vitað um dvalarstað fjölskyldunnar en málið sé enn á borði stoðdeildar. Ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið.

Til stóð að flytja fjölskylduna úr landi í morgun, með flugi Icelandair til Amsterdam. Sú flugvél fór í loftið klukkan 7:31 í morgun, án fjölskyldunnar. 

Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús D. Norðdal, lýsti því í samtali við Stundina fyrr í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við fjölskylduna í allan gærdag og ekki í morgun heldur. Sömu sögu hafði Sema Erla Serdar, formaður Solaris samtakanna, sem hefur barist fyrir því að fjölskyldan fái vernd hér á landi. 

Stundin óskaði upplýsinga frá ríkislögreglustjóra í morgun, símleiðis, um stöðu mála varðandi brottvikninguna. Upplýsingafulltrúi embættisins sagðist myndi hringja til baka með upplýsingar en það hefur enn ekki gerst. Embættið sendi hins vegar tilkynningu frá sér með ofangreindum upplýsingum og þar er tiltekið að ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár