Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Í besta falli afbökun en í versta falli hrein lygi“

Hvorki lög­mað­ur né vin­ir Khedr-fjöl­skyld­unn­ar hafa náð í hana í síma í sól­ar­hring. Fjöl­skyld­an var að lík­ind­um flutt úr landi nauð­ug í morg­un. Lög­mað­ur seg­ir mál­flutn­ing full­trúa Út­lend­inga­stofn­un­ar lít­ilmann­leg­an í mál­inu. Lát­ið verð­ur reyna á brott­vís­un­ina fyr­ir dóm­stól­um.

„Í besta falli afbökun en í versta falli hrein lygi“
Að líkindum flutt úr landi Til stóð að flytja Khedr-fjölskylduna úr landi í morgun en ekki hefur fengist stðafest hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra að það hafi verið gert. Mynd: Sema Erla Serdar

Hvorki lögmaður né vinir Khedr-fjölskyldunnar egypsku hafa náð sambandi við hana allt frá því í gær. Svo virðist sem slökkt hafi verið á símum fjölskyldumeðlima frá því í gærmorgun hið minnsta. Því vita hvorki Magnús D. Norðdal lögmaður né vinir og stuðningsfólk fjölskyldunnar hvað á daga þeirra hefur drifið síðasta sólarhring. Til stóð að flytja fjölskylduna nauðuga úr landi í morgun og fljúga henni til Amsterdam og þaðan til Kaíró. Ekki náðist í fulltrúa stoðdeildar ríkislögreglustjóra við vinnslu fréttarinnar til að staðfesta að það hefði verið gert.

Icelandair flaug til Amsterdam í morgun og fór vélin í loftið klukkan 7:31. Magnús segist ekki þekkja málavexti en gerir ráð fyrir að Khedr-fjölskyldan hafi verið flutt um borð og sé í loftinu á þessari stundu. „Að því marki sem mér eru aðgerðir lögreglu kunnugar stóð til að sækja þau klukkan hálf sex í morgun, fara með þau út á Keflavíkurflugvöll, fljúga með þau til Amsterdam og þaðan til Kaíró.“

Magnús gagnrýnir fullyrðingar Þorsteins Gunnarssonar, sviðsstjóra hjá Útlendingastofnun, í Kastljósi í gær harðlega. Þorsteinn hélt því þar fram að ástæður þess að fjölskyldan hefði ekki verið flutt úr landi fyrr en nú hafi verið sú að vegabréf tveggja elstu barnanna, Rewidu og Abdalla, hafi runnið út og foreldrarnir ekki verið viljugir til að sækja um framlengingu þeirra. Því hafi íslensk yfirvöld þurft að sækja um ný vegabréf hjá egypskum yfirvöldum og það hafi tekið marga mánuði.

„Flóttafólk tekur ekki í gikkinn og fer sjálft úr landi, það er bara ekki þannig“

„Hann skellir skuldinni á fjölskylduna, hún hafi tafið málið og það sé ekkert við yfirvöld að sakast. Að kenna fjölskyldunni um þessar tafir er lítilmannlegt. Flóttafólk tekur ekki í gikkinn og fer sjálft úr landi, það er bara ekki þannig,“ segir Magnús.

Segir framgöngu yfirvalda skammarlega

Tvö vegabréf barnanna runnu út 28. janúar, sem fyrr segir, en fram að því var öll fjölskyldan með gild vegabréf. „Úrskurður kærunefndar útlendingamála var hins vegar kveðinn upp 14. nóvember á síðasta ári og birtur fjölskyldunni 18. nóvember. Þau höfðu þá 30 daga til að yfirgefa landið á eigin vegum og þeir 30 dagar voru liðnir 18. desember. Frá 18. desember til 28. janúar er fjölskyldan með gild ferðaskilríki. Það eru 48 dagar. Útlendingastofnun hugðist hins vegar senda þau úr landi í febrúar. Af hverju var fjölskyldan ekki flutt úr landi á þessum tæpu fimmtíu dögum þegar ferðaskilríki þeirra voru gild. Ekki getur það hafa verið vegna Covid-19 faraldursins sem ekki var orðinn að heimsfaraldri þá. Þessi málflutningur fulltrúa Útlendingastofnunar er í besta falli afbökun en í versta falli hrein lygi,“ segir Magnús

Enn er eftir að fá svar kærunefndar útlendingamála við tveimur kröfum í máli fjölskyldunnar. Nefndin hafnaði í gær frestun á réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar. Magnús segir að látið verði reyna á málið fyrir dómstólum og hann vonist til þess að Khedr-fjölskyldan geti snúið til baka til Íslands. Langan tíma getur þó tekið að reka málið fyrir dómi, ekki nema að flýtimeðferð verði samþykkt en þá gæti mögulega verið hægt að klára dómsmál á mánuði. „Við munum láta reyna á þessa málsmeðferð í heild sinni, frá a til ö, og þar höfum við aldeilis úr ýmsu að moða. Það verður krafist ógildingar á úrskurði Útlendingastofnunar og öllum úrskurðum kærunefndar, þeim sem hafa fallið og þeim sem enn er beðið eftir verði þeir fjölskyldunni í óhag. Þetta er ótrúlega sorglegt og framganga yfirvalda skammarleg.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
8
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
2
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
6
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
10
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu