Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands

Rétt­ar­höld yf­ir Pau­lo Macchi­ar­ini, ít­alska skurð­lækn­in­um sem græddi plast­barka í þrjá sjúk­linga á Karol­inska-sjúkra­hús­inu í Sví­þjóð eru haf­in þar í landi. Tóm­as Guð­bjarts­son brjóst­hols­skurð­lækn­ir er vitni ákæru­valds­ins í mál­inu og á að segja frá blekk­ing­um Macchi­ar­in­is. Plast­barka­mál­ið teng­ist Ís­landi með margs kon­ar hætti.

Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands
Þegar aðgerðin var hyllt Árið 2012 var haldið málþing um aðgerðina á Andemariam Beyene, fyrsta plastbarkaþegann, í Háskóla Íslands. Þá var sagan um aðgerðina þannig að hún hefði heppnast vel. Andemariam Beyene sést hér á tali við Paulo Macchiarini í húsakynnum Háskóla Íslands en á milli þeirra er starfsmaður fyrirtækisins sem sá um að framleiða plastbarkana.

Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir á Landspítalanum er eitt af vitnunum í máli ákæruvaldisins í Svíþjóð gegn ítalska skurðlækninum Paulo Macchiarini. Réttarhöldin hófust þar í landi í gær. Macchiarini var viðstaddur réttarhöldin íklæddur „dökkbláum jakkafötum og með hárið í tagli“ samkvæmt sænska dagblaðinu Dagens Nyheter 

Ákæran gegn Macchiarini var gefin út í Svíþjóð í lok september árið 2020.  Macchiarini neitar því að hafa framið lögbrot. 

Ákærður fyrir þrjár grófar líkamsárásir

Macchiarini er ákærður fyrir grófar líkamsárásir fyrir að hafa grætt plastbarka í þrjá sjúklinga í Svíþjóð. Þetta voru þau Andemariam Beyene, sem búsettur var á Íslandi, Bandaríkjamanninum Christopher Lyles og tyrknesku stúlkunni Yeşim Çetirin. Öll dóu þau í kjölfar aðgerðanna og virkuðu plastbarkarnir aldrei sem skyldi enda höfðu þeir aldrei verið prófaðir vísindalega á neinum lifandi verum áður en Macchiarini prófaði að græða þá í menn. 

Í ákærunni segir  saksóknarinn Mikael Björk að brot Macchiarinis hafi verið gróf og að hann hafi valdið sjúklingunum þremur alvarlegu líkamstjóni og miklum kvölum. „Með þessu hefur Paulo Macchiarini sýns af sér einstakt tillitsleysi og kaldlyndi,“ stendur þar. 

Ári eftir aðgerðinaMálþing um aðgerðina á Andemariam var haldið í Háskóla Íslands ári eftir aðgerðina, árið 2012. Hann sést hér meðal annars með Paulo Macchiarini og Tómasi Guðbjartssyni á málþinginu.

Tengslin við Ísland

Plastbarkamálið er eitt stærsta hneykslismál nútímalæknavísinda og hefur það skekið sænskt samfélag svo um munar á síðustu árum. Málið leiddi til þess á sínum tíma að rektor Karonlinska-háskólans, þar sem Paulo Macchiarini var með rannsóknarstöðu, sagði af sér og olli málið álitshnekki fyrir bæði skólann og Karolinska-sjúkrahúsið.

Tvær rannsóknarskýrslur voru gerðar um málið í Svíþjóð og ein á Íslandi.

Plastbarkamálið tengist Íslandi þannig að Andemariam Beyene, fyrsti plastbarkaþeginn, var búsettur á Íslandi þar sem hann lagði stund á jarðfræði. Hann greindist með krabbamein í hálsi á Landspítalanum og fór í aðgerð.

Vorið 2011 var hann sendur til Svíþjóðar til meðferðar eftir að krabbameinið hafði tekið sig upp aftur og læknir hans hér á landi, Tómas Guðbjartsson, vildi athuga hvaða meðferðarúrræði væru fyrir hendi í Svíþjóð. Tómas átti svo eftir að taka þátt í aðgerðinni þar sem plastbarkinn var græddur í Andemariam auk þess sem hann skrifaði vísindagrein um aðgerðatæknina með Macchiarini og fleiri aðilum. 

Stjarnan Macchiarini

Í ákærunni segir að Tómas muni meðal annars bera vitni um það að Macchiarini hafi haldið upplýsingum um aðgerðatæknina og virkni hennar leyndum og að hann hafi hafi vitað að hún „virkaði ekki“. 

„Í mínum kreðsum var hann eins konar Ronaldo“
Tómas Guðbjartsson
um Macchiarini

Í vitnaskýrslu yfir Tómasi, sem er hluti af rannsóknargögnum í málinu, lýsir hann því hvernig það gerðist að hann tók þátt í aðgerðinni með Paulo Macchiarini jafnvel þó ekki að lægju fyrir neinar sannanir á því að aðgerðatæknin virkaði: Það er að segja að ljóst væri að hægt væri að græða plastbarka í menn með þessum hætti. Meðal  þess sem Tómas segir um Macchiarini í vitnaskýrsluni er hversu hissa hann hefði verið þegar hann áttaði sig á því að Macchiarni var starfandi á Karolinska-sjúkrahúsinu: „… ég vissi hver Macchiarini var. Ég var ótrúlega hissa á því að hann væri í Stokkhólmi. Í mínum kreðsum var hann eins konar Ronaldo.“

Á öðrum stað í vitnaskýrslunni segir Tómas að það að framkvæma aðgerðina á Andemariam með Macchiarini hefði verið eins og að hafa „eins konar Jesúm Krist“ á skurðstofunni. 

Lýsingar Tómasar benda því til að það hafi hjálpað Macchiarini mjög að vera stjarna í læknaheiminum á þessum tíma og að vegna þessa hafi ekki vaknað eins miklar efasemdir um hann og aðgerðir hans og hefði átt að vera. 

Auk þessara tengsla Tómasar við málið þá var Birgir Jakobsson, sem síðar varð landlæknir á Íslandi, forstjóri Karolinska sjúkrahússins þegar Paulo Macchiarini var ráðinn þangað árið 2010. Birgir skrifaði undir ráðningarsamning Macchiarinis á þeim tíma en endurnýjaði hins vegar ekki samninginn eftir að ítalski skurðlæknirinn hafði framkvæmt aðgerðirnar þrjár sem hann er nú ákærður fyrir.  Ástæðan fyrir því að Birgir endurnýjaði ekki ráðningarsamning Macchiarinis í nóvember 2013 var að skömmu áður hafði verið ákveðið að hann fengi ekki að gera fleiri aðgerðir á spítalanum þar sem hann hafði ekki sinnt þessum þremur sjúklingum sem skyldi eftir að hann græddi í þá plastbarka. 

Andemariam lést svo nokkrum mánuðum síðar, í ársbyrjun 2012. 

Ber vitniMehrawit Tefaslase, ekkja Andemariam Beyene, ber vitni gegn Paulo Macchiarini.

 Eiginkonan ber einnig vitni

Annar aðili sem ber vitni í málinu gegn Macchiarini er ekkja Andemariams Beyene, Mehrawit Tefaslase. Hún bjó með honum á Íslandi ásamt börnum þeirra tveimur.

Mehrawit hefur sagt í vitnsskýrslu sem er hluti af rannsóknargöngum málsins að Macchiarini hafi sagt við Andemariam að hann þyrfti að fara í aðgerðina til að lifa af. Þegar Macchiarini sagði þetta við Andemariam hafði aðgerðatæknin ekki verið prófuð á mönnum eða dýrum. Læknir sem var hluti af rannsóknarteymi Macchiarinis um tíma hefur sagt að hann hafi prófað aðgerðatæknina á rottum eftir að plastbarkinn var græddur í Andemariam. Læknirinn, Oscar Simonson, hefur sagt að tæknin hafi ekki virkað þegar hún var prófuð á rottum.

Um sannfæringartilraunir Macchiarinis segir Mehrawit í vitnaskýrslunni: „Ég segi frá því sem maðurinn minn sagði við mig og hann talaði við þennan lækni [Macchiarini] um aðgerðina. Hann sagði við hann að hann hefði ekki notað þessa aðgerðatækni á manneskjum áður og spurði af hverju hann vildi nota hana á sér […] en þessi læknir sagði að það væri öruggt að plastbarkinn myndi virka í átta til tíu ár og hann sagði líka við manninn minn að það væri séns á því að hann gæti fengið að sjá fallegu börnin sín vaxa úr grasi og það var þess vegna sem maðurinn sagði ok,“ segir hún. 

Eftir að Andemariam lést flutti Mehrawit frá Íslandi til smábæjar í Dalarna í Svíþjóð ásamt börnum þeirra. 

Ákæruna í Macchiarini-málinu má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
    Fókusinn í þessum réttarhöldum er, eins og vænta mátti, á starfsemi Macchiarinis á KS, ekki á KI.

    En ekki verður séð að þeirri spurningu sé velt upp hvernig Macchiarini gat framkvæmt þarna ósamþykktar aðgerðir með ósamþykktu plasti og án allra úrskurða frá vísindasiðanefndum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Landspítalinn skilur að ekkja plastbarkaþegans telji sig eiga rétt á skaðabótum
FréttirPlastbarkamálið

Land­spít­al­inn skil­ur að ekkja plast­barka­þeg­ans telji sig eiga rétt á skaða­bót­um

Land­spít­ali-há­skóla­sjúkra­hús harm­ar að­komu stofn­un­ar­inn­ar að plast­barka­mál­inu svo­kall­aða. Í júní var ít­alski skurð­lækn­ir­inn Pau­lo Macchi­ar­ini dæmd­ur í tveggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir að hafa grætt plast­barka í þrjá ein­stak­linga í Sví­þjóð. Einn þeirra var And­emariam Beyene sem send­ur var frá Land­spít­al­an­um til Sví­þjóð­ar þar sem hann var not­að­ur sem til­rauna­dýr í að­gerð sem ekki voru lækn­is­fræði­leg­ar for­send­ur fyr­ir.
Dómurinn yfir plastbarkalækninum: „Þessi fjölskylda var eyðilögð“
SkýringPlastbarkamálið

Dóm­ur­inn yf­ir plast­barka­lækn­in­um: „Þessi fjöl­skylda var eyði­lögð“

Ít­alski skurð­lækn­ir­inn Pau­lo Macchi­ar­ini var dæmd­ur fyr­ir all­ar að­gerð­irn­ar þrjár sem hann gerði á Karol­inska-sjúkra­hús­inu. Blaða­mað­ur­inn sem af­hjúp­aði mál­ið, Bosse Lindqvist, seg­ir að dóm­ur­inn hafi af­leið­ing­ar á skaða­bóta­kröf­ur ekkju And­emariams Beyene því nú liggi fyr­ir dómsnið­ur­staða um að að­gerð­in á hon­um hafi ver­ið ólög­leg.

Mest lesið

María Rut Kristinsdóttir
2
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Forvarnargjaldið gæti verið notað í önnur verkefni en í varnargarða
7
FréttirJarðhræringar við Grindavík

For­varn­ar­gjald­ið gæti ver­ið not­að í önn­ur verk­efni en í varn­ar­garða

Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna nýs tíma­bund­ins skatts sem lagð­ur er á fast­eigna­eig­end­ur til að fjár­magna varn­ar­garða í Svartsengi geta nýst í önn­ur verk­efni. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins seg­ir að út­gjöld rík­is­ins vegna „jarð­hrær­inga og mögu­legra elds­um­brota verða um­tals­vert meiri en sem nem­ur kostn­aði við varn­ar­garð­inn“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
1
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
2
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra
3
Fréttir

Guð­björg fær­ir eign­ar­hluti í Ís­fé­lag­inu yf­ir á syni sína fjóra

Fjór­ir syn­ir Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur í Ís­fé­lag­inu eru nú orðn­ir stærstu eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar. Með þessu fet­ar Guð­björg í fót­spor eig­enda Sam­herja en stofn­end­ur þess fé­lags færðu stærst­an hluta bréfa sinn yf­ir á börn­in sín fyr­ir nokkr­um ár­um. Fjöl­skylda Guð­bjarg­ar ætl­ar að selja bréf í Ís­fé­lag­inu fyr­ir 9,4 millj­arða við skrán­ingu fé­lags­ins á hluta­bréfa­mark­að.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Allir fiskarnir sárugir eða dauðir hjá Arctic Fish: „Það hefur enginn séð svona áður“
2
VettvangurLaxeldi

All­ir fisk­arn­ir sárug­ir eða dauð­ir hjá Arctic Fish: „Það hef­ur eng­inn séð svona áð­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir, kaj­akræð­ari og nátt­úru­vernd­arsinni, tók mynd­bönd af lús- og bakt­eríuétn­um löx­um í sjókví­um Arctic Fish í Tálkna­firði. Hún vissi ekki hvernig ástand­ið í kví­un­um væri þeg­ar hún byrj­aði að mynda við­brögð Arctic Fish við laxal­úsafar­aldri í firð­in­um nú í haust. Karl Stein­ar Ósk­ars­son, hjá MAST seg­ir sam­bæri­leg­ar að­stæð­ur aldrei hafa kom­ið upp í ís­lensku sjókvía­eldi.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár