Saga mannsins sem lifði Auschwitz af en dó undir stiganum sínum
Íslensk þýðing á einni þekktustu endurminningabókinni um helförina er komin út hjá Forlaginu. Þetta er bókin Ef þetta er maður eftir ítalska gyðinginn Primo Levi. Bókin er köld og vísindaleg lýsing á hryllingi fangabúðanna Auschwitz þar sem Levi dvaldi í eitt ár í lok seinni heimsstyrjaldarinnar.
FréttirPlastbarkamálið
1
Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands
Réttarhöld yfir Paulo Macchiarini, ítalska skurðlækninum sem græddi plastbarka í þrjá sjúklinga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð eru hafin þar í landi. Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir er vitni ákæruvaldsins í málinu og á að segja frá blekkingum Macchiarinis. Plastbarkamálið tengist Íslandi með margs konar hætti.
ErlentPandóruskjölin
Pandóruskjölin: Efnafyrirtæki flutti pening í skattaskjól eftir mengunarslys
Gögn úr Pandóruskjölunum sýna að Bernard de Laguiche faldi eign sína í Solvay efnarisanum á meðan sótt var að fyrirtækinu fyrir að menga grunnvatn á Ítalíu og í Bandaríkjunum.
FréttirCovid-19
Covid-19 getur gert lungun nær óþekkjanleg
Vísindamenn hafa áhyggjur af niðurstöðum krufninga þeirra sem létust eftir langa baráttu við Covid-19 á Ítalíu. „Arkitektúr lungnanna brotnar algjörlega niður,“ segir prófessor.
ErlentCovid-19
Skeyti frá Feneyjum: Gondólarnir eru hættir að sigla
Í Feneyjum er skelfingarástand vegna kórónaveirunnar og borgarbúar óttast að ferðamannaiðnaðurinn, lífæð borgarinnar, muni aldrei ná sér. Blaðamennirnir Gabriele Catania og Valentina Saini ræddu við borgarbúa fyrir Stundina, meðal annars mann sem smitaðist af kórónaveirunni og segist hafa hágrátið og liðið vítiskvalir í veikindunum.
FréttirFlóttamenn
Sótt til saka fyrir að hjálpa fólki á flótta
Þeim sem aðstoða flóttafólk og sýna því samstöðu er mætt af síaukinni hörku í ríkjum Evrópu. Dæmi eru um að fólk sem bjargaði hundruðum mannslífa sé sótt til saka fyrir svokallaða samstöðuglæpi. Í nýlegri skýrslu samtaka sem berjast gegn rasisma er fjallað ítarlega um þessa uggvænlegu þróun og meðal annars vísað í nýlegt dæmi frá Íslandi.
ViðtalHamfarahlýnun
„Ef þú ert ekki skíthæll ertu velkominn um borð“
Bragi Páll Sigurðarson sá viðskiptatækifæri í að kaupa skútu fyrir ferðamenn, sem gæti einnig komið að góðum notum þegar loftslagsbreytingar skella á. Nú er hann því búinn að smala saman hópi manna úr ólíkum áttum til að sigla skútunni frá Sikiley til Reykjavíkur. Tveir úr áhöfninni hafa aldrei komið nálægt sjó eða siglingum, en með í för eru þeir Almar Atlason í kassanum, Frank Arthur Blöndahl Cassata og Sigurður Páll Jónsson alþingismaður.
Erlent
Ertu ekki að grínast?
Grínistar ná ítrekað kjöri í valdastöður, eins og stefnir í með forsetaembættið í Úkraínu.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
Formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fékk að sjá klúr bréf Jóns Baldvins Hannibalssonar áður en þau urðu opinber. Jón Baldvin kenndi áfram námskeið á vegum félagsins.
Fréttir
Sextíu milljónir í loftrýmisgæslu í andstöðu við stefnu VG
Forsætisráðherra lagði í stjórnarandstöðu fram þingsályktunartillögu til að leggja niður loftrýmisgæslu NATO. Ítalski herinn sinnir gæslunni fram í október og hefur hún kostað ríkið yfir 62 milljónir á árinu.
FréttirHvalárvirkjun
Ítalski baróninn svarar ekki bréfi Bergsveins um Hvalárvirkjun
Ítalski baróininn Felix Von Longo Liebensteinn, eigandi vatnsréttinda Hvalárvirkjunar á Ströndum, hefur ekki svarað bréfi Bergsveins Birgissonar rithöfundar um umhverfisáhrif virkjunarinnar. Talsmaður barónsins segir hann náttúruunnanda og Íslandsvin.
Flækjusagan
Illugi Jökulsson
Klunnalegur dólgur eða úthugsaður morðvargur?
Illugi Jökulsson gluggar í heimildir um hver hafi í raun verið voðaverk ítalskra fasista undir stjórn Benito Mussolinis
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.