Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Pandóruskjölin: Efnafyrirtæki flutti pening í skattaskjól eftir mengunarslys

Gögn úr Pan­dóru­skjöl­un­um sýna að Bern­ard de Laguiche faldi eign sína í Solvay efnaris­an­um á með­an sótt var að fyr­ir­tæk­inu fyr­ir að menga grunn­vatn á Ítal­íu og í Banda­ríkj­un­um.

Pandóruskjölin: Efnafyrirtæki flutti pening í skattaskjól eftir mengunarslys
Bernard de Laguiche Stjórnandi hjá Solvay faldi hlutabréf sín í aflandsfélagi á meðan rannsókn á mengunarslysi stóð yfir.

Á köldum degi í desember árið 2005 fór Pietro Mancini, sérfræðingur á rannsóknarstofu, niður í kjallara á gamalli efnaverksmiðju í bænum Spinetta Marengo á Norður-Ítalíu þar sem hann fann nokkuð undarlegt: taum af gulu ryki á veggjunum og gólfinu, sem virtist hafa orðið eftir þegar bráðinn snjór hafði flætt þar inn.

Í geymslu í annarri byggingu fann hann leðju, sem einnig var gulleit og flæddi úr rifu á gólflista. Hann tók sýni. Eftir prófanir kom í ljós að efnið var stútfullt af sexgildu krómi, þungamálmi sem getur valdið krabbameini.

„Þeir sögðu mér að hafa ekki áhyggjur, að þetta kæmi mér ekki við“

Þegar Mancini kvartaði undan þessari ógn við heilsu starfsmannanna gerðu yfirmenn verksmiðjunnar og rannsóknarstofunnar lítið úr áhættuni, að því fram kom í máli Mancini síðar. „Þeir sögðu mér að hafa ekki áhyggjur, að þetta kæmi mér ekki við,“ sagði hann.

Í 120 ár hefur verksmiðjan framleitt alls konar eiturefni, þar á meðal litarefni og skordýraeitrið DDT. Skaðleg efni sem notuð voru í framleiðslunni voru grafin á svæðinu og láku ofan í grunnvatnið. Verksmiðjan fór í kjölfarið að framleiða flúorefni, sem einnig eru skaðleg, til að gera hitaþolið plast og minnka viðloðun efna við það, til dæmis vatnhelda húð fyrir potta og efnavöru.

Árið 2011 lofaði nýr eigandi, belgíski efnarisinn Solvay SA, að svæðið yrði hreinsað og lekar stöðvaðir. Yfirmenn sem unnu fyrir arkitekt kaupanna, Bernard de Laguiche, stjórnanda hjá Solvay, áttu að sjá um ferlið og tilkynna ítölskum stjórnvöldum um hvernig miðaði.

En þrifin og viðgerðirnar töfðust. Í stað þess að tilkynna vandamálin til yfirvalda skiluðu starfsmenn fyrirtækisins og verktakar skýrslum sem gerðu lítið úr menguninni og hættunni af henni samkvæmt framburði vitna og skjölum sem ítölsk yfirvöld fengu og voru í framhaldinu skoðuð af alþjóðlegum samtökum rannsóknarblaðamanna, International Consortium of Investigative Journalists (ICIJ).

Árið 2008, næstum þremur árum eftir að Mancini komst að því hver staðan væri í geymslunni, fundu skoðunarmenn sexgilt króm í brunnum við verksmiðjuna í 40-földu magni miðað við það sem löglegt er. Yfirvöld á staðnum lýstu yfir neyðarástandi.

Ítalskir saksóknarar ákærðu loks á þriðja tug manns, þar á meðal yfirmenn hjá Solvay og fyrrum yfirmann verksmiðjunnar, og sögðu það viljandi gert að grunnvatnið hafi verið eitrað og svæðið ekki hreinsað upp.

Á meðal þeirra ákærðu voru de Laguiche, sem er af einni af stofnfjölskyldum Solvay. Hann hafði staðið fyrir kaupunum á verksmiðjunni og fleirum í Evrópu og Bandaríkjunum sem notuðu flúorefni með það fyrir augum að Solvay keppti við risann DuPont sem framleiðir Teflon vörurnar. Kaupin á verksmiðjunum höfðu ýtt undir velgengni fyrirtækisins.

Stuttu áður en ákærurnar voru lagðar fram og svo aftur skömmu á eftir fluttu de Laguiche og nánustu fjölskyldumeðlimir hann andvirði rúmlega 50 milljóna Bandaríkjadala í sjóði á Singapúr og Nýja-Sjálandi með aðstoð fjármálaþjónustu með aflandsreikninga og svissneskra ráðgjafa, að því fram kemur í trúnaðargögnum.

Gögnin eru kölluð Pandóruskjölin og þeim var lekið til ICIJ sem deildi þeim með hópi alþjóðlegra fjölmiðla. Stundin er samstarfsaðili ICIJ á Ísland. Gögnin sýna gríðarlegt flæði peninga til skattaskjóla af hálfu ríks og valdamikils fólks, sem kemur því þannig undan skattheimtumönnum og yfirvöldum og fordæmalausar upplýsingar um fagmennina sem hjálpa þeim.

Úr gögnunum má lesa að meðal þeirra sem flytja peninga sína í aflandsfélög og -sjóði eru stjórnendur efnafyrirtækja sem sökuð hafa verið um meiriháttarbrot á umhverfisverndarlöggjöf. Á meðal þeirra eru Jai og Vikram Shroff hjá UPL Ltd., indverskum framleiðanda skordýraeiturs sem hefur verið sektaður af þarlendum dómstól fyrir að fara á svig við umhverfisreglugerðir, og Vladimir og Sergei Makhlai, sem stýrðu heimsins stærsta ammóníaksframleiðanda áður en þeir voru báðir sakfelldir fyrir svik í Rússlandi árið 2019.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Pandóruskjölin

Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Icelandair gat þess aldrei að félagið stundaði viðskipti í gegnum Tortólu
FréttirPandóruskjölin

Icelanda­ir gat þess aldrei að fé­lag­ið stund­aði við­skipti í gegn­um Tor­tólu

Flug­fé­lag­ið Icelanda­ir lét þess aldrei get­ið op­in­ber­lega að fé­lag­ið hefði fjár­fest í þrem­ur Boeing-þot­um í gegn­um Tor­tóla-fé­lag. Við­skipti fé­lags­ins í gegn­um Tor­tólu komu fram í Pandópru­skjöl­un­um. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir að hlut­ur Icelanda­ir í fé­lög­un­um sem héldu ut­an um þot­urn­ar hafi ver­ið seld­ur með tapi.
Úkraínski sígarettukóngurinn sem fór með konu í stríð
ÚttektPandóruskjölin

Úkraínski síga­rettu­kóng­ur­inn sem fór með konu í stríð

Pan­dóru­skjöl­in sýna hvernig úkraínsk­ur með­fram­leið­andi ís­lensku verð­launa­mynd­ar­inn­ar Kona fer í stríð sæk­ir í af­l­ands­sjóð til að fjár­magna kvik­mynda­verk­efni sín. Upp­runi pen­inga hans er gríð­ar­stórt síga­rettu­veldi í Úkraínu. Fram­leið­andi mynd­ar­inn­ar full­yrð­ir þó að þeir pen­ing­ar hafi ekki ver­ið not­að­ir við gerð ís­lensku mynd­ar­inn­ar.
Aflandshýsing í aflandsfélagi hýsir klám og nýnasistaáróður á Íslandi
AfhjúpunPandóruskjölin

Af­l­ands­hýs­ing í af­l­ands­fé­lagi hýs­ir klám og nýnas­ista­áróð­ur á Ís­landi

Ís­lend­ing­ur bú­sett­ur í Taílandi er pott­ur­inn og pann­an í rekstri um­deilds vef­hýs­ing­ar­fyr­ir­tæk­is sem ger­ir út á tján­ing­ar­frels­isákvæði ís­lenskra laga. Klám, nýnas­ista­áróð­ur og nafn­laust níð er hýst á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. „Ég hef ekk­ert að fela,“ seg­ir mað­ur­inn, sem er einn þeirra sem af­hjúp­að­ir eru í Pan­dóru­skjöl­un­um.
Jón segir að verið sé að færa eignarhaldsfélag fjölskyldunnar frá Tortóla til Hong Kong
FréttirPandóruskjölin

Jón seg­ir að ver­ið sé að færa eign­ar­halds­fé­lag fjöl­skyld­unn­ar frá Tor­tóla til Hong Kong

Jón Ólafs­son, fjár­fest­ir og stofn­andi vatns­verk­smiðj­unn­ar Icelandic Glacial í Ölfusi, seg­ir að brátt muni hann og fjöl­skylda ekki eiga fé­lag á Tor­tóla. Hann seg­ir að hann hafi hætt að nota Tor­tóla­fé­lög eft­ir að hann lenti í skatta­máli við ís­lenska skatt­inn sem var vís­að frá á end­an­um.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu