Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
ÚttektPandóruskjölin
Fasteignakaup Blair-hjóna, konungs Jórdaníu og forsætisráðherra Tékklands
Pandóruskjölin sýna hvernig stjórnmálamenn og ríkt fólk nýtir sér aflandsfélög til að fela slóð viðskipta sinna og oft sleppa við að borga skatta.
FréttirPandóruskjölin
Pandóruskjölin: Efnafyrirtæki flutti pening í skattaskjól eftir mengunarslys
Gögn úr Pandóruskjölunum sýna að Bernard de Laguiche faldi eign sína í Solvay efnarisanum á meðan sótt var að fyrirtækinu fyrir að menga grunnvatn á Ítalíu og í Bandaríkjunum.
FréttirPandóruskjölin
Pandóruskjölin: „Milljónamæringar Krists“ reka fólk af heimilum sínum
Pandóruskjölin sýna að kaþólsk kirkjudeild sem varð alræmd fyrir barnaníð hefur leynilega dælt gríðarstórum fjárhæðum í íbúðahúsnæði. Leigjendur voru bornir út á meðan faraldurinn geisaði.
FréttirPandóruskjölin
Pandóruskjölin: Fimm aflandstrikk sem fræga fólkið notar
Julio Iglesias, Sir Elton John og Ángel Di María nota allir ólíkar leiðir til að hagnast með aðstoð aflandsfélaga. Fræga fólkið dælir fasteignaviðskiptum, ímyndarréttum og tekjum af listsköpun í gegnum félögin til að fela eignarhald og forðast eftirlit og skattgreiðslur.
Fréttir
Allt að helmingur tekna fámennari sveitarfélaga koma frá Jöfnunarsjóði
Á sama tíma og fólki búsettu á Íslandi fjölgaði fækkaði íbúum í sextán fámennari sveitarfélögum á landinu. Fallið var frá lögþvingaðri sameiningu sveitarfélaga í nýjum sveitarstjórnarlögum. Fámennari sveitarfélög treysta í miklum mæli á framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í rekstri sínum.
Fréttir
Eign lífeyrissjóðanna í kísilverinu á Bakka rýrnar enn
Félag í eigu lífeyrissjóðanna og Íslandsbanka færði niður eign sína í kísilveri PCC á Bakka um 11,6 milljarða. Forgangshlutafé þess í verinu er metið á 0 krónur og virði skuldabréfs lækkaði um þriðjung. Kísilverið hefur hafið störf aftur, en verulegur vafi ríkir gangi áætlanir ekki eftir.
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi
Misheppnað „töfrabragð“ Sorpu
Molta, framleidd í nýrri stöð Sorpu, reyndist plastmenguð og stóðst ekki kröfur, eins og sérfræðingar ítrekað vöruðu við. Upplýsingunum var haldið frá almenningi og moltan sögð „lofa góðu“. Ísland endurvinnur sorp minnst allra Norðurlanda.
Fréttir
Formenn VR og Hagsmunasamtaka heimilanna: Bankarnir eru blóðsuga á samfélaginu
Ragnar Þór Ingólfsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir segja gríðarlegan hagnað bankanna tekinn úr vasa almennings og íslenskt fjármálakerfi sé risastór baggi á samfélaginu. Skrúfa þurfi fyrir sjálftöku bankanna úr vösum landsmanna.
Fréttir
Pressumál Björns Inga á enda: „Lífið heldur áfram“
Björn Ingi Hrafnsson þarf að greiða 80 milljónir króna í þrotabú fjölmiðlafyrirtækisins sem hann rak. Áralöng dómsmál tóku við eftir viðskiptin og Björgólfur Thor Björgólfsson fjármagnaði DV leynilega í kjölfarið.
Fréttir
Ríkið rukkað um verðmætin sem voru færð Auðkenni
Viðræður um kaup ríkisins á Auðkenni, sem sinnir rafrænum skilríkjum, stranda mögulega á háu kaupverði, að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Stjórnvöld beindu almenningi í viðskipti við Auðkenni í tengslum við skuldaleiðréttinguna.
Fréttir
Gríðarlegt tap á rekstri Reykjavíkurborgar
Borgin var rekin með þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári. Eiginfjárhlutfall er komið niður fyrir fimmtíu prósent. Kórónuveirufaraldurinn stærsti áhrifaþátturinn.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.