Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Milljónamæringar Krists“ reka fólk af heimilum sínum

Pan­dóru­skjöl­in sýna að kaþ­ólsk kirkju­deild sem varð al­ræmd fyr­ir barn­aníð hef­ur leyni­lega dælt gríð­ar­stór­um fjár­hæð­um í íbúða­hús­næði. Leigj­end­ur voru born­ir út á með­an far­ald­ur­inn geis­aði.

„Milljónamæringar Krists“ reka fólk af heimilum sínum
Marcial Maciel Presturinn leiddi kaþólsku regluna Legion of Christ þar til upp komst um kynferðisbrot hans. Reglan hefur síðar fjárfest leynilega í íbúðahúsnæði þar sem leigjendum var vísað út í miðjum faraldri.

Carlos Lomena, vörubílstjóri í úthverfi Miami sem hafði misst starfið sitt í faraldri kórónaveiru, grátbað dómara um að stöðva leigusala sem vildi úthýsa honum af heimili sínu í janúar.

Hinn 37 ára gamli Lomena vonaðist til að fá sanngjarna niðurstöðu fyrir dómstólum. Hann hafði flutt frá Venesúela að lokinni skólagöngu með þá trú að í Bandaríkjunum væri réttarkerfið sanngjarnara.

Í bréfi til dómarans í Flórída benti hann á að nýlega hefði verið framlengt bann við því að fólki yrði úthýst af heimilum sínum vegna faraldursins og bað um meiri tíma til að borga leiguna sem hann skuldaði.

„Ég hef í engin hús að venda,“ skrifaði Lomena, „og ekki peninginn til að flytja í nýja íbúð.“

Leigusalinn hans, eignarhaldsfélag stofnað af fasteignafélögum í Miami og Iowa-ríki, tók fálega í beiðnina. Fjárfestarnir þurftu að vera sáttir. Félagið þrýsti á dómstólinn að vísa honum út og í byrjun febrúar komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að Lomena hefði ekki fyllt út rétta eyðublaðið til að stöðva ferlið. Innan fárra daga, á meðan faraldurinn stóð sem hæst, setti sýslumaður stóra tilkynningu með rauðum feitletruðum texta á útidyrahurðina hans sem skipaði Lomean að yfirgefa heimili sitt innan sólahrings, ellegar yrði hann handtekinn.

Lomena er ekki sá eini.

Leigjendur um öll Bandaríkin hafa sætt ágengni frá ört vaxandi hópi risastórra leigufélaga sem eru fjármögnum af ríkum fjárfestum víðs vegar að úr heiminum.

Carlos LomenaLomena er einn þeirra leigjanda sem þurfti að yfirgefa heimili sitt á meðan faraldurinn geisaði.

Gagnaleki sem alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna, International Consortium of Investigative Journalists (ICIJ), hefur yfirfarið í samstarfi við 150 fjölmiðla, þar á meðal Stundina og Reykjavík Media á Íslandi, gefur einstaka sýn á alþjóðlegar fjármagnshreyfingar sem breyta leigugreiðslum í mikinn hagnað sem oftast er falinn á reikningum í eigu skúffufyrirtæka sem nafnlausir fjárfestar stýra.

Á meðal fjárfestanna sem koma í ljós í skjölunum sem var lekið eru aflandssjóðir sem geyma hundruð milljóna Bandaríkjadala fyrir Legion of Christ, auðuga reglu Kaþólsku kirkjunnar sem beðið hefur hnekki vegna uppljóstrana um barnaníð.

Trúnaðarskjölin sýna að sjóðirnir urðu leynilegur aðili í eignarhaldsfléttu íbúðakjarnans sem Lomena bjó í og fjárfesti með leigusalanum fyrir 2 milljónir dala árið 2015. Sjóðirnir lögðu til milljónir til viðbótar í öðrum slíkum fjölbýlishúsum í ríkjunum Flórída, Texas, Iowa, Indiana og Illinois.

Skömmu eftir að Vatíkanið tilkynnti árið 2010 að starfsemi reglunnar yrði stöðvuð og ný rannsókn færi af stað fóru hátt settir meðlimir Legion of Christ að setja í laumi á laggirnar einn af þeim þremur sjóðum sem heldur utan um fé fyrir regluna á Nýja-Sjálandi, eftir því sem kemur fram í lekanum.

Tveir af sjóðunum, sem stofnaðir voru skömmu síðar, fluttu leynilega milljónir dala um allan heim. Meðal annars fóru 14 milljónir dala í fjárfestingar í íbúðakjörnum sem Pensam Capital, fyrirtækið sem á bygginguna sem Lomena bjó í, keypti víðs vegar um Bandaríkin. Í svari við fyrirspurn ICIJ sagði Pensam að fyrirtækið hefði ekki fengið upplýsingar um að fjárfestingin kæmi frá Legion of Christ.

Tveir þessara sjóða áttu eftir að halda utan um nærri 300 milljóna virði af eignum fyrir Legion of Christ, samkvæmt gögnum sem var lekið, á sama tíma og þolendur kynferðisbrota presta reyndu að fá greiðslur frá reglunni með málaferlum og í gegnum sérstaka nefnd á vegum Vatíkansins.

Í svari við spurningum ICIJ um hvort Legion of Christ hafi tilkynnt Vatíkaninu um sjóðina sagði reglan að „trúfélög beri ekki skylda til að senda ítarlegar upplýsingar til Vatíkansins varðandi fjárhagslegar ákvarðanir sínar eða skipulag“.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

„Það er nýtt Ísland að vaxa þarna undir“
Úttekt

„Það er nýtt Ís­land að vaxa þarna und­ir“

Stjórn­andi hjá vísi­sjóði seg­ir að ef þeir sem stýra mál­um í fyr­ir­tækja­heim­in­um fari ekki að átta sig á því að eins­leit teymi séu ekki rétta leið­in, þá muni þeir senni­lega tapa. Þetta sé ein­fald­lega ekki góð­ur bis­ness.
Þvöl depurð nýhyggjunar
GagnrýniLónið

Þvöl dep­urð ný­hyggj­un­ar

„Heim­ur versn­andi fer en nýja kyn­slóð­in vek­ur von.“ Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í leik­verk­ið Lón­ið í Tjarn­ar­bíói.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Stórkostlegt verkefni tónlistarfólks, nema og fólks í endurhæfingu
Gagnrýni

Stór­kost­legt verk­efni tón­listar­fólks, nema og fólks í end­ur­hæf­ingu

Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir skrif­ar um Kor­du Sam­fón­íu sem er skip­uð fag­legu tón­listar­fólki, nem­end­um úr Lista­há­skóla Ís­lands og fólki sem lent hef­ur í ým­iss kon­ar áföll­um og er á mis­mun­andi stöð­um í end­ur­hæf­ing­ar­ferli.
Dómari reif í sig málatilbúnað í umsáturseineltismáli Örnu McClure
Fréttir

Dóm­ari reif í sig mála­til­bún­að í umsát­ur­seinelt­is­máli Örnu McClure

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Páls Stein­gríms­son­ar, úr Skæru­liða­deild Sam­herja, var sýkn­uð af því að hafa beitt Örnu McClure, einnig úr Skæru­liða­deild Sam­herja, umsát­urs­ástandi. Dóm­ari í mál­inu átaldi lög­reglu fyr­ir rann­sókn­ina og sagði grun­semd­ir um að kon­an hefði byrl­að Páli ólyfjan „get­gát­ur“ hans og Örnu. Dóm­ur­inn var ekki birt­ur fyrr en 23 dög­um eft­ir að hann féll og þá eft­ir fyr­ir­spurn­ir Heim­ild­ar­inn­ar.
Mun mannkynið tortíma sjálfu sér?
Guðmundur Guðmundsson
Aðsent

Guðmundur Guðmundsson

Mun mann­kyn­ið tor­tíma sjálfu sér?

Guð­mund­ur Guð­munds­son fer yf­ir þró­un­ina í lofts­lags­breyt­ing­um og verk­efn­in fram und­an. „Ef ná skal sett­um, al­þjóð­leg­um mark­mið­um í lofts­lags­mál­um verða fjár­veit­ing­ar til hvoru­tveggja að­lög­un­ar­að­gerða og for­varna að aukast marg­falt.“
„Hvert erum við að stefna í loftslags- og umhverfismálum?“
Fréttir

„Hvert er­um við að stefna í lofts­lags- og um­hverf­is­mál­um?“

Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra svar­aði fyr­ir­spurn þing­manns í dag er varð­ar stöðu Ís­lands í um­hverf­is­mál­um. Guð­laug­ur Þór Þórs­son sagði að enn væri mik­ið verk að vinna.
Utanríkisráðherra segir að tollfrelsi á úkraínskar vörur verði ekki framlengt
Fréttir

Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur verði ekki fram­lengt

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra sagði á Al­þingi í dag að ekki væri mik­ill sómi að því að bráða­birgði­á­kvæði um toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur yrði ekki fram­lengt fyr­ir þinglok. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn furða sig á full­yrð­ing­um ráð­herra um að ekki tak­ist að af­greiða mál­ið út úr efna­hags- og við­skipta­nefnd.
Talsmaður flóttafólks segir orð dómsmálaráðherra „ófagleg“ og „ómannúðleg“
FréttirFlóttamenn frá Venesúela

Tals­mað­ur flótta­fólks seg­ir orð dóms­mála­ráð­herra „ófag­leg“ og „ómann­úð­leg“

Dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, sit­ur í ráð­herra­nefnd um mál­efni flótta­fólks og inn­flytj­enda sem fékk kynn­ingu á gögn­um um mikla at­vinnu­þátt­töku Venesúela­búa á Ís­landi haust­ið 2022. Hann hef­ur samt hald­ið því fram að þetta fólk vilji setj­ast upp á vel­ferð­ar­kerf­ið hér.
Svipti sig lífi eftir að hafa verið vísað frá neyðarskýli að kröfu Hafnarfjarðarbæjar
Fréttir

Svipti sig lífi eft­ir að hafa ver­ið vís­að frá neyð­ar­skýli að kröfu Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar

Heim­il­is­laus karl­mað­ur svipti sig lífi eft­ir að hafa ver­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík. Ástæða frá­vís­un­ar­inn­ar var krafa Hafna­fjarð­ar­bæj­ar þar sem mað­ur­inn var með lög­heim­ili. Gistinátta­gjald í neyð­ar­skýl­um Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir fólk með lög­heim­ili ut­an borg­ar­inn­ar hækk­aði þann 1. maí úr 21 þús­und krón­um í 46 þús­und. „Bróð­ir minn þurfti að fara þessa leið út af pen­ing­um,“ seg­ir syst­ir manns­ins en lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lag greið­ir gistinátta­gjald­ið.
Með börnin heima fram í ágúst ef ekki semst
FréttirKjarabaráttan

Með börn­in heima fram í ág­úst ef ekki semst

„Mamma, er leik­skóli í dag?“ spyr fjög­urra ára göm­ul dótt­ir Sól­veig­ar Gylfa­dótt­ur á hverj­um morgni. Í um fjór­ar vik­ur hef­ur starf­semi leik­skól­ans henn­ar í Mos­fells­bæ ver­ið skert vegna verk­falla starfs­fólks og nú er þar al­veg lok­að.
Verkalýðsforingjar haldi útifundi til að mótmæla afleiðingum gjörða sinna
Fréttir

Verka­lýðs­for­ingj­ar haldi úti­fundi til að mót­mæla af­leið­ing­um gjörða sinna

Seðla­banka­stjóri seg­ir að með­virkni sé til stað­ar gagn­vart verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Hún hafi með­al ann­ars birst í því að rík­is­sátta­semj­ari hafi reynt að fá Seðla­bank­ann til að hækka ekki vexti og hætta að tjá sig „af því að formað­ur VR væri ekki stöð­ug­ur í skapi.“

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Þóra Dungal fallin frá
    5
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.