Vextir húsnæðislána eru orðnir hærri en yfirdráttarvextir voru fyrir skömmu síðan. Tölurnar sýna að Seðlabankinn blés upp verðbólguna og olli óstöðugleika sem hann á lögbundið að fyrirbyggja.
Fréttir
Gildi lét bóka „verulegar athugasemdir“ við sérstakan kaupauka til stjórnenda Símans
Æðstu stjórnendur Símans fengu sex mánaða kaupauka til viðbótar við hámarkskaupauka í fyrra fyrir að selja Mílu. Alls fékk hópurinn, sem telur sex manns, 114 milljónir króna í kaupauka á síðasta ári. Gildi telur að umfang launakjara stjórnendanna sé með þeim hætti að ekkert tilefni hafi verið til svo umfangsmikilla greiðslna.
Fréttir
Síldarvinnslan hagnaðist um 10,2 milljarða en borgaði undir milljarð í veiðigjald
Kvótinn sem Síldarvinnslan keypti af Vísi í fyrra er metinn á næstum 30 milljarða króna. Til stendur að greiða hluthöfum um 3,4 milljarða króna í arð. Væntanleg arðgreiðsla útgerðarrisans til stærsta hluthafa síns, Samherja hf., er rúmlega einn milljarður króna, eða meira en Síldarvinnslan greiddi í veiðigjöld á árinu 2022.
Fréttir
1
Jón Ásgeir segir íslensku krónuna versta óvin atvinnulífsins og fólksins í landinu
Stjórnarformaður SKEL segir það enn vera tilraun hvort hægt sé að vera með fjárfestingafélag skráð á markaði á Íslandi. Krónan sé versti óvinurinn. Meirihluti hefur mælst fyrir því að ganga í Evrópusambandið í könnunum síðastliðið ár.
Fréttir
4
Segir launakjör forstjóra „úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi“
Framkvæmdastjóri Gildis segir lífeyrissjóðinn oftast vera eina fjárfestinn á markaði sem mótmælir starfskjarastefnum skráðra fyrirtækja. Reynslan hagi sýnt að sífellt sé verið að bæta við kaupaukum í ýmsu formi til stjórnenda án þess að það komi niður á háum föstum launum.
Skýring
Segir Elon Musk hafa hlegið að sér og spyr hvort hann muni ekki borga samkvæmt samningi
Haraldur Þorleifsson seldi fyrirtækið sitt til Twitter fyrir rúmum tveimur árum. Hann fór fram á að fá greitt sem launatekjur og greiða af þeim skatta á Íslandi. Fyrir vikið var hann næst launahæsti Íslendingurinn í fyrra. Honum hefur nú verið sagt upp hjá Twitter og veltir fyrir sér hvort Elon Musk, einn ríkasti maður í heimi, muni reyna að komast undan því að borga honum það sem eftir stendur af samningi hans.
Greining
Töpuðu 70 milljörðum en borguðu forstjóranum 300 milljónir í laun og starfslokakostnað
Alvotech tapaði næstum 70 milljörðum króna í fyrra og átti laust fé upp á 9,5 milljarða króna um síðustu áramót. Íslenskir fjárfestar, meðal annars lífeyrissjóðir, keyptu í félaginu fyrr á þessu ári. Stjórnunarkostnaður Alvotech á árinu 2022 var 25,3 milljarðar króna í fyrra en tekjur félagsins voru 11,5 milljarðar króna. Þær dugðu því fyrir tæplega helmingnum af stjórnunarkostnaðinum. Róbert Wessman fékk 100 milljónir króna í laun sem stjórnarformaður.
Úttekt
7
Meðallaun 15 forstjóra í Kauphöll voru 7,1 milljón króna í fyrra
Há laun, umfangsmikil mótframlög í lífeyrissjóði, kaupaukar og kaupréttir eru allt hluti af veruleika forstjóra íslenskra stórfyrirtækja. Sá sem fékk mest á mánuði í fyrra var með næstum 19 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Meðallaun 15 forstjóra í skráðum fyrirtækjum hækkuðu um 22 prósent milli ára og hafa hækkað um rúmlega þriðjung á tveimur árum.
Úttekt
4
Ætla ekki að fara að skiptast á ermahnöppum við fínt fólk í háhýsum
Indó ætlar að breyta íslensku bankakerfi með því að bjóða einfaldar vörur, sleppa því að rukka óþarfa gjöld og vera ekki fávitar.Árangurinn velti á því hvort fólk treysti því. Indó sé venjulegt fólk að tala við venjulegt fólk.
Mikið var um dýrðir þegar viðskiptaverðlaun Innherja og velgjörðarfélagsins 1881 voru veitt í lok árs 2021. Samkvæmt Þórhalli Gunnarssyni framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn er ekki búið að ákveða hvort verðlaunin verði veitt aftur. Hann segir að þau hafi verið umfangsmeiri en marga óraði fyrir og ef niðurstaða þeirra verður sú að efna til þeirra aftur þá sé klárt að þau verði bæði einfaldari og smærri í sniðum.
Skýring
1
Fjögur þúsund milljarða hagnaður
Skipafélagið A.P. Møller-Mærsk birti í síðustu viku uppgjör sitt fyrir árið 2022. Hagnaður fyrirtækisins á sér ekki hliðstæðu í Danmörku. Sérstök skattalög gera að verkum að Mærsk borgar sáralítinn skatt í heimalandinu.
Greining
PLAY hefur tapað næstum tíu milljörðum á tveimur árum
PLAY ætlaði ekki í hlutafjáraukningu á árinu 2022 og lýsti því yfir að félagið gerði ráð fyrir rekstrarhagnaði á síðari hluta þess árs. Það gekk ekki eftir og PLAY þurfti að sækja 2,3 milljarða króna í nýtt hlutafé í lok síðasta árs. Handbært fé um áramót er mun minna en tap síðasta árs.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.