Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Allt að helmingur tekna fámennari sveitarfélaga koma frá Jöfnunarsjóði

Á sama tíma og fólki bú­settu á Ís­landi fjölg­aði fækk­aði íbú­um í sex­tán fá­menn­ari sveit­ar­fé­lög­um á land­inu. Fall­ið var frá lög­þving­aðri sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga í nýj­um sveit­ar­stjórn­ar­lög­um. Fá­menn­ari sveit­ar­fé­lög treysta í mikl­um mæli á fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga í rekstri sín­um.

Fólki búsettu hér á landi fjölgaði um 3.920 manns á tímabilinu 1. desember 2020 til 1. ágúst síðastliðinn. Á sama tíma fækkaði íbúum þó í 24 sveitarfélögum af 69. Þar af fækkaði íbúum í 16 sveitarfélögum þar sem fjöldi íbúa er undir eitt þúsund manns. Í sveitarstjórnarlögum segir að stefna skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags sé ekki undir eitt þúsund.

Fámennari sveitarfélögin á landinu eru þau sveitarfélög sem hafa hlutfallslega langhæstan hluta tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þannig hafði Skagabyggð í Austur-Húnavatnssýslu tæplega 60 prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði árið 2019. Akrahreppur í Skagafirði fékk því sem næst helming sinna tekna úr Jöfnunarsjóði sama ár og hið sama má segja um Súðavíkurhrepp á Vestfjörðum. Fjölmennari sveitarfélög bera hins vegar mun minna úr býtum í framlögum frá sjóðnum.

Í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands kemur fram að íbúum í öllum landshlutum hafi fjölgað á fyrrgreindu tímabili. Mest fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár