Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ertu ekki að grínast?

Grín­ist­ar ná ít­rek­að kjöri í valda­stöð­ur, eins og stefn­ir í með for­seta­embætt­ið í Úkraínu.

Gamanleikarinn og leikstjórinn Volodymyr Zelensky hlaut flest atkvæði í nýafstöðnum forsetakosningum í Úkraínu og þykir líklegur til að bera sigur úr býtum í seinni umferð kosninganna síðar í þessum mánuði. Hann er þó síður en svo fyrstur til að feta óhefðbundnar brautir frá gríni og gamanmálum í stjórnmálin.

Það þótti aðhlátursefni árið 1964 þegar Repúblikanaflokkurinn tilnefndi George Murphy, léttlyndan leikara úr dans- og söngvamyndum í Hollywood, til að taka sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þótti mörgum lágt lagst til að næla í atkvæði út á þekkt nafn og spáðu því að almenningur myndi hafna því að breyta virðulegum þingsölum í leiksýningu með þessum hætti. 

Murphy náði þó kjöri og einn fremsti grínisti þess tíma, Harvard-prófessorinn og píanósnillingurinn Tom Lehrer, gerði sér mat úr öllu saman í gamansömu lagi sem hann flutti í vikulegum sjónvarpsþætti um málefni líðandi stundar. Lehrer dró Murphy sundur og saman í háði og sagði meðal annars að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu