Gamlar ógnir í nýrri mynd blasa við heimsbyggðinni. Vladimir Pútín hótar notkun kjarnorkuvopna og dregur í land á víxl. Ríkin við Persaflóa hjálpuðu Rússum að framkalla orkuskort.
Fréttir
1
Níddist á fjölskyldum myrtra barna
Hinn alræmdi sjónvarpsmaður Alex Jones var á dögunum dæmdur til að greiða tæpan milljarð dollara í skaðabætur fyrir ummæli sín um fórnarlömb fjöldamorða. Árum saman hélt hann því fram að fjöldamorðin í Sandy Hook barnaskólanum hafi verið sviðsett af yfirvöldum. Jones segist ekki taka mark á dómnum en lagaspekingar telja að sektin muni hækka og Jones verði hundeltur vegna þeirra ævina á enda.
Fréttir
2
Eru safnmunir þýfi?
Rannsókn á munum, sem sýndir eru á hollenskum söfnum, sýnir stóran hluta þeirra vera þýfi frá nýlendutímanum. Yfirvöld í Indónesíu krefjast þess að menningararfi þeirra verði skilað. Mörg höfuðsöfn evrópskra stórborga eru einnig full af menningarverðmætum þjóða sem nú gætu gert sömu kröfur. Fræðimenn eru ósammála um lausn og benda sumir á óstöðugt ástand margra landa, til að mynda í Írak þar sem þúsundum muna var stolið af söfnum í ringulreiðinni eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003.
Fréttir
Slæður brenna og klerkar skjálfa í Íran
Konur hafa sést brenna slæður í mótmælum gegn ríkisstjórn Íran sem staðið hafa yfir frá því að baráttukona fyrir réttindum kvenna lést í varðhaldi lögreglu. Búið er að loka fyrir aðgang að internetinu að mestu til að reyna að torvelda skipulag mótmælanna. Fréttaskýrendur segja klerkastjórnina óttast að kvenréttindabaráttan geti haft dómínó-áhrif um allt samfélagið.
Fréttir
Talíbanar einangraðir en líta hýru auga til austurs
Rétt rúmt ár er nú liðið frá því að bandarískt herlið yfirgaf Afganistan og talíbanar tóku völdin á ný eftir tveggja áratuga skæruhernað gegn innrásarliðinu. Þeir hafa ekki staðið við stór orð um breytta stjórnarhætti og eru með öllu einangraðir frá alþjóðasamfélaginu, en leita bandamanna í austri.
Fréttir
Eru endalok al Kaída að nálgast?
Ayman al-Zawahiri, sem var bæði lærifaðir og arftaki Osama bin Laden sem leiðtogi al Kaída, féll í dróna-árás í Kabúl á dögunum. Árásin vekur fjölda spurninga um stöðu og framtíð samtakanna, sem hafa mátt muna fífil sinn fegurri. Margir sérfræðingar telja að al Kaída sé í raun ekki lengur til.
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
FréttirÚkraínustríðið
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
Rússar tilkynntu á dögunum að þeir myndu draga sig út úr alþjóðlegu samstarfi um geimferðir innan tveggja ára. Stór hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, er í eigu Rússa og framtíð hennar er því skyndilega í uppnámi. Önnur samstarfsríki töldu rekstur stöðvarinnar tryggðan til ársins 2030 en meira en áratugur er í að ný geimstöð verði tilbúin til notkunar.
Erlent
2
Pelosi fylgir hjartanu í púðurtunnuna
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lýsir stuðningi við Taívan með heimsókn sem kallar fram reiði kínverskra stjórnvalda og snertir á mestu mögulegu átökum sem geta orðið á heimsvísu.
FréttirÚkraínustríðið
Munu Kínverjar bjarga Pútín?
Kínverjar juku olíukaup sín frá Rússlandi um minnst 50% eftir að refsiaðgerðir Vesturlanda skullu á í kjölfar innrásar Pútíns í Úkraínu. Rétt fyrir innrásina hittust leiðtogar ríkjanna og lýstu yfir órjúfanlegri samstöðu og skuldbindingum til efnahagssamstarfs. Kínverjar hafa kosið með Rússum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en hversu langt nær samstarfið og getur Pútín treyst á stuðning frá Peking þegar á reynir?
Fréttir
Sterk viðbrögð við morðinu á japanska stjórnmálaleiðtoganum
Japanska þjóðin er í áfalli eftir að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra og sá þaulsetnasti í sögu landsins, var ráðinn af dögum á kosningafundi með heimagerðu skotvopni. Slíkir glæpir eru nánast óþekktir í Japan vegna strangrar skotvopnalöggjafar. Á meðan vara fréttaskýrendur við að upphefja embættistíð hans, sem hafi verið umdeild, og kínverskir netverjar fagna morðinu ákaft á samfélagsmiðlum án þess að yfirvöld þar ritskoði slík skilaboð.
Greining
3
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Ellefu ríki Bandaríkjanna, undir forystu Repúblikana, hafa þegar bannað þungunarrof og allt að tólf til viðbótar gætu gert það á næstu dögum. Íhaldsmenn eru með yfirburðarstöðu í hæstarétti í fyrsta sinn í áratugi eftir þrjár skipanir á forsetatíð Trumps. Skipanir dómara við réttinn hafa ítrekað breytt sögu og samfélagi Bandaríkjanna eftir að rétturinn tók sér sjálfur einvald til að túlka stjórnarskrá landsins.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
Fréttir
1
Ísland tekur þátt í hernaði: Flytur og hýsir vopn og framleiðir hráefni
Ísland er oft kallað herlaust land en á þó aðild að hernaðarbandalagi og tekur með óbeinum hætti þátt í átökum í Úkraínu og víðar. Íslensk stjórnvöld hafa borgað meira en hundrað og tuttugu milljónir til að flytja hergögn til þessa eina lands og ál frá Íslandi er nánast örugglega notað til að framleiða herþotur, flugskeyti og aðrar sprengjur sem bæði Rússar og Úkraínumenn nota.
Erlent
Dauðinn situr á atómbombu
„Ég er orðinn dauðinn sjálfur, sá sem eyðir veröldum,“ sagði J. Robert Oppenheimer, sem oft er nefndur faðir atómsprengjunnar, þegar hann sá fyrstu tilraunina. Ekkert ríki í heiminum býr yfir jafn mörgum kjarnaoddum og Rússar.
Fréttir
Repúblikanar búa sig undir að banna þungunarrof
Samkvæmt lekinni skýrslu er meirihluti núverandi dómara fylgjandi því að banna þungunarrof með öllu eða mestu leyti. Það eru straumhvörf í bandarískri pólitík.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.