Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ísland tekur þátt í hernaði: Flytur og hýsir vopn og framleiðir hráefni

Ís­land er oft kall­að herlaust land en á þó að­ild að hern­að­ar­banda­lagi og tek­ur með óbein­um hætti þátt í átök­um í Úkraínu og víð­ar. Ís­lensk stjórn­völd hafa borg­að meira en hundrað og tutt­ugu millj­ón­ir til að flytja her­gögn til þessa eina lands og ál frá Ís­landi er nán­ast ör­ugg­lega not­að til að fram­leiða her­þot­ur, flug­skeyti og aðr­ar sprengj­ur sem bæði Rúss­ar og Úkraínu­menn nota.

Ísland tekur þátt í hernaði: Flytur og hýsir vopn og framleiðir hráefni
Sprenging í Mariupol í Úkraínu, þar sem Rússar herja stríð gegn nágrannaríki. Mynd: AP/Evgeniy Maloletka

Alls 29 lönd skipa Atlantshafsbandalagið, eða NATO, en þeim mun líklega fjölga um tvö þegar Finnar og Svíar fá brátt aðild. Ísland er auðvitað meðal aðildarríkja en hefur reynt að halda sig frá beinum stríðsátökum, enda oft talað um að við séum herlaust land. Það er þó ekki með öllu rétt. 

Við sendum vissulega helst sérfræðinga í að reka flugvelli og sinna almannatengslum til landa á borð við Afganistan og Írak en við búum líka yfir flota Landhelgisgæslunnar sem vinnur í nánu samstarfi við NATO og hefur sinnt hernaðarhlutverkum. Þetta eru ekki þungvopnuð skip, en vopnuð engu að síður og notuð til að auka eftirlit með Atlantshafi og víðar á vegum NATO. Þar á meðal til að koma í veg fyrir að afrískir flóttamenn komist til Evrópu.

Þar að auki eru hér hýstar fullkomnar orrustuþotur, sem undirritaður hefur meðal annars fengið að skoða að innan og utan á „varnarsvæðinu“ við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ísland tekur þátt í stríði.Það er lítil von um að svo sé ekki. Við íslendingar höfum lengi flutt út fisk til Rússlands án þess að hafa nokkuð um það að segja hvort fiskurinn er notaður til matar fyrir hermenn í stríði. Það er ekki bara ál sem er notað í hergagnaframleiðslu öll tölvuþekking skiptir máli og hver veit nema íslenskt hugvit komi að notum við þróun sjálfvirkra hergagna?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár