Gunnar Hrafn Jónsson

Blekkingarleikur á loftslagsráðstefnu
Erlent

Blekk­ing­ar­leik­ur á lofts­lags­ráð­stefnu

Jafn­vel þó að stað­ið yrði við há­leit markmið ný­af­stað­inn­ar lofts­lags­ráð­stefnu myndi það ekki duga til að koma í veg fyr­ir ham­far­ir af völd­um lofts­lags­breyt­inga. Nýj­ar rann­sókn­ir sýna að mann­kyn­ið er að tapa kapp­hlaupi við tím­ann og óaft­ur­kræf­ar breyt­ing­ar eru þeg­ar að eiga sér stað. Keðju­verk­andi áhrif gera út­lit­ið enn svart­ara.
Hrun Líbanons sagt ógna Evrópu
Erlent

Hrun Líb­anons sagt ógna Evr­ópu

Líb­anska rík­ið er að hruni kom­ið eft­ir röð áfalla og skot­b­ar­dag­ar sjást á göt­um höf­uð­borg­ar­inn­ar í fyrsta sinn í meira en þrjá ára­tugi. Leið­tog­ar ESB ríkj­anna ótt­ast að millj­ón­ir flótta­manna leggi land und­ir fót og stefni vest­ur. Efna­hags­hrun, land­læg spill­ing, risa­vax­in spreng­ing í höf­uð­borg­inni og end­ur­nýj­uð átök vopn­aðra trú­ar­hópa hafa graf­ið und­an öll­um von­um Líb­ana um betri tíma.
Talíbanar komnir til að vera
Erlent

Talíban­ar komn­ir til að vera

Talíban­ar hafa aft­ur söls­að und­ir sig öll völd í Af­gan­ist­an, 20 ár­um eft­ir að inn­rás­arlið Banda­ríkj­anna setti stjórn þeirra af. Frétta­rit­ar­ar segja allt með kyrr­um kjör­um í höf­uð­borg­inni Kabúl, þrátt fyr­ir upp­lausn­ar­ástand á flug­vell­in­um skammt frá þar sem fjöldi fólks reyn­ir af ör­vænt­ingu að kom­ast úr landi. Leið­tog­ar Talíbana lofa hóf­sam­ari stjórn en áð­ur og segj­ast ekki ætla að skipta sér af mennt­un kvenna eða trúar­iðk­un minni­hluta­hópa en rík­ar ástæð­ur eru til að ef­ast um heil­indi þeirra.
Menningarstríð í kennslustofunni
Erlent

Menn­ing­ar­stríð í kennslu­stof­unni

Þús­und­ir fræðimanna hafa skrif­að und­ir op­ið bréf þar sem dönsk stjórn­völd eru for­dæmd fyr­ir árás á aka­demískt frelsi. Yf­ir­lýs­ing­in bein­ist að ný­legri þings­álykt­un­ar­til­lögu sem gagn­rýn­ir há­skóla­sam­fé­lag­ið fyr­ir af­skipti af póli­tísk­um deilu­mál­um á borð við rétt­indi trans­fólks og flótta­manna. Svip­uð átök eiga sér stað víða á Vest­ur­lönd­um og eru hluti af því sem hef­ur ver­ið kall­að menn­ing­ar­stríð 21. ald­ar­inn­ar.

Mest lesið undanfarið ár