Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Enginn barnaleikur

Tölvu­leikja­iðn­að­ur­inn velt­ir nú meira en öll kvik­mynda- og tón­listar­fram­leiðsla heims til sam­ans. Vöxt­ur síð­ustu ára hef­ur far­ið langt fram úr björt­ustu spám og fjöldi stór­fyr­ir­tækja ætl­ar sér land­vinn­inga í leikja­heim­in­um á næstu miss­er­um, þar á með­al Net­flix. Iðn­að­ur­inn á sér þó marg­ar dekkri hlið­ar.

Enginn barnaleikur
Mótmæli Starfsfólk tölvuleikjaframleiðandans Activision Blizzard mótmælir skaðlegri vinnustaðamenningu hjá fyrirtækinu. Mynd: DAVID MCNEW / AFP

Tölvuleikir voru lengi álitnir leikföng fyrir börn eða áhugamál fullorðinna sérvitringa og nörda. Fyrstu tilraunir til að selja almenningi leikjatölvur hófust á áttunda áratug síðustu aldar þegar fyrirtæki á borð við Atari voru í fararbroddi.

Þessir frumherjar glímdu við mikla byrjunarörðugleika og óstöðugar væntingar og eftirspurn. Gæðastjórnun var lítil sem engin og offramboð á fjöldaframleiddum leikjum af misjöfnum gæðum leiddi til mikilla sviptinga á markaðnum. Iðnaðurinn hrundi ítrekað með tilheyrandi gjaldþrotum, fyrst árið 1977 og svo aftur 1983. 

Það var ekki fyrr en tæpum áratug eftir seinna hrunið að tölvuleikjaframleiðsla náði aftur sömu veltu og hún hafði haft tíu árum áður. Markaðssetningin var enn þá miðuð við að um barnaleikföng væri að ræða en það fór að breytast hratt skömmu fyrir aldamót.

Leikjakynslóðin vex úr grasi

Árið 1995 kom fyrsta Sony Playstation tölvan á markað en hún var kynnt til leiks sem leikjatölva sem höfðaði til breiðari aldurshóps en t.d. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár