Þrettán ræðumenn lýst nasískum skoðunum - Sigmundur Davíð svarar ekki um þátttöku sína
Meirihluti þeirra sem deila sviði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á ráðstefnu í Svíþjóð hafa starfað með hægriöfgasamtökum, sumir í flokki sem vill senda milljón innflytjendur úr landi. Forsætisráðherrann fyrrverandi svarar ekki spurningum.
Afhjúpun
4
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
ÚttektHeilbrigðisþjónusta transbarna
3
„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“
Sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum kynþroskabælandi lyfjagjafir og hormónameðferðir til transbarna og -ungmenna undir 18 ára aldri. Meðferðirnar eru taldar vera of áhættusamar þar sem vísindalegan grundvöll fyrir þeim skorti. Ekki stendur til að breyta meðferðunum á Íslandi segir Landspítalinn, sem neitar að gefa upp fjölda þeirra barna sem hafa fengið lyfin sem um ræðir.
FréttirPlastbarkamálið
1
Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands
Réttarhöld yfir Paulo Macchiarini, ítalska skurðlækninum sem græddi plastbarka í þrjá sjúklinga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð eru hafin þar í landi. Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir er vitni ákæruvaldsins í málinu og á að segja frá blekkingum Macchiarinis. Plastbarkamálið tengist Íslandi með margs konar hætti.
Fréttir
1
Björn Zoëga með tæpar 5 milljónir á mánuði í Svíþjóð og Íslandi
Sænskt dagblað fjallar um launamál Björns Zoëga, forstjóra Karolinska-sjúkrahússins, og setur í samband við laun sænska forsætisráðherrans. Magdalenu Anderson. Björn er með helmingi hærri laun en hún. Sænska blaðið setur launin í samhengi við aukastarf Björns fyrir heilbrigðisráðherra á Íslandi sem Björn fær tæplega 1100 þúsund fyrir á mánuði samhliða forstjóralaununum. Björn segist ekki hafa verið búinn að kanna laun sín á Íslandi.
AfhjúpunPlastið fundið
6
Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð
Stundin fann allt að 1.500 tonn af íslensku plasti sem hefur legið óhreyft í um fimm ár í vöruhúsi í Svíþjóð. Allt plastið var sagt endurunnið eða endurnýtt samkvæmt tölfræði Úrvinnslusjóðs og var íslenskum endurvinnslufyrirtækjum greitt um hundrað milljónir króna fyrir að senda það í endurvinnslu. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir Úrvinnslusjóð bera ábyrgð á að íslenskt plast sé í raun endurunnið. Plastið sligar palestínska flóttamannafjölskyldu í Svíþjóð sem greiðir nú fyrir úrvinnslu á því.
Fréttir
Moskan á Íslandi lánaði múslímskum skóla í Svíþjóð 120 milljónir
Sænska ríkisútvarpið segir frá viðskiptum á milli múslímsks skóla í Svíþjóð og moskunnar í Skógarhlíð. Kenning fjölmiðilisins er að Sadi Arabía sé að fjármagna starfsemi þessa aðila á Norðurlöndunum.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Sænskur læknir telur Róbert hafa farið á bak við sig og selt eignir til skattaskjólsins Jersey án síns leyfis
Sænski þvagfæraskurðlæknirinn Essam Mansour fjárfesti fyrir rúmlega 60 milljónir króna í sænsku móðurfélagi lyfjafyrirtækisins Alvogen árið 2009. Hann segist hafa verið útilokaður frá aðkomu að félaginu frá því að hann fjárfesti í því og starfsmaður Róberts Wessman hafi komið fram fyrir hans hönd á fundum félagsins án hans umboðs. Fjárfestingarfélag Róberts neitar ásökunum Essams Mansour.
Menning
Frásögn um ástina og dauðann blönduð aulahúmor
Ólafur Teitur Guðnason hefur gefið út bók um andlát eiginkonu sinnar Engilbjartar Auðunsdóttir. Eitt af því sem er óvenjulegt við skrif Ólafs Teits er umræða hans um húmor og mikilvægi hans í jafnvel erfiðum og harmrænum aðstæðum.
FréttirCovid-19
Ísland fékk Lagerbäck, Svíar vilja Þórólf
Pistlahöfundur í Svíþjóð segir að árið 2016 og 18 hafi Svíar hafi lánað Íslendingum landsliðsþjálfara og nú vilji þeir sóttvarnalækni í staðinn.
Úttekt
Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu
Íslenska lénafyrirtækið ISNIC hækkar verð á .is-lénum um 5 prósent. Fyrirtækið er í einokunarstöðu með sölu á heimasíðum sem bera lénið og hefur Póst- og fjarskiptastofnun bent á að það sé óeðlilegt að einkafyrirtæki sé í þessari stöðu.
Úttekt
Leyndarmál Róberts Wessman og lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni
Fjárfestirinn Róbert Wessman, stofnandi Alvogen og Alvotech, boðar að fyrirtæki hans geti skapað um 20 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands innan nokkurra ára. Alvotech rekur lyfjaverksmiðju á háskólasvæðinu sem er undirfjármögnð og hefur Róbert reynt að fá lífeyrissjóðina að rekstri hennar í mörg ár en án árangurs hingað til. Rekstrarkostnaður Alvotech er um 1,3 milljarðar á mánuði. Samtímis hefur Róbert stundað það að kaupa umfjallanir um sig í erlendum fjölmiðlum og Harvard-háskóla til að styrkja ímynd sína og Alvogen og Alvotech til að auka líkurnar á því að fyrirætlanir hans erlendis og í Vatnsmýrinni gangi upp.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.