Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum

Gyð­inga­hat­ar­ar, nýnas­ist­ar, stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verða með­al ræðu­manna á ráð­stefnu í Sví­þjóð sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­hópa.

Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Kynntur til leiks Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður meðal ræðumanna á Sænsku bóka- og fjölmiðlamessunni 20. ágúst.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er auglýstur sem ræðumaður á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af sænskum þjóðernisöfgamönnum. Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum eða samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu. Sumir ræðumanna hafa afneitað því opinberlega að Helförin hafi átt sér stað, lofað Adolf Hitler eða jafnvel starfað innan nýnasistahreyfinga.

Þetta hefur rannsókn Stundarinnar í sam­starfi við sænska fjöl­mið­il­inn Expo leitt í ljós.

Ráðstefnan ber nafnið Svenska Bok- & Mediemässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan, og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst næstkomandi. Er hún opinberlega kynnt sem ráðstefna um tjáningarfrelsi, en er í raun skipulögð af samtökum sem hafa það að markmiði að tengja saman aðila með ólíkar áherslur innan þjóðernisöfgahreyfingar Svíþjóðar og efla hana.

Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir

„Sigmundur er einn af ræðumönnum á stærstu messu ársins um tjáningarfrelsið,“ segir í færslu skipuleggjenda á samfélagsmiðlum til að auglýsa komu hans.

„Sigmundur er einn af ræðumönnum á stærstu messu ársins um tjáningarfrelsið“

Sigmundur Davíð, sem var forsætisráðherra frá 2013 til 2016 þegar hann sagði af sér vegna umfjöllunar um leynifélag hans Wintris sem kom fram í Panamaskjölunum, hefur undanfarin ár beitt þjóðernissinnaðri orðræðu. Hann hefur sagt uppljóstrun um nafn sitt í skjölunum hafa verið samsæri sem George Soros auðjöfur og alþjóðlegir fjölmiðlar stóðu fyrir. Flokkur hans, Miðflokkurinn, hefur hvatt til harðari stefnu í innflytjendamálum og þá sagði hann Black Lives Matter hreyfinguna „endurvekja rasisma“ og tortíma kjarnafjölskyldunni. Árið 2019 hitti hann Douglas Murray, breskan afturhaldsmann sem var fluttur til Íslands af þjóðernishyggjusamtökum.

Ræðumaður hætti við

Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa fjallað um tengsl bæði skipuleggjenda ráðstefnunnar og ræðumanna við hægri-öfgahópa. Einn ræðumanna, Jan Emanuel Johansson, fyrrverandi þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, hætti við að koma fram á ráðstefnunni eftir að dagblaðið Expressen hafði samband við hann vegna málsins. Sagði hann að honum hefði verið boðið að koma á ráðstefnuna til að ræða tjáningarfrelsi.

„Þegar ég skoða málið nánar sé ég að bæði skipuleggjandinn og margir þátttakendur eru hægri öfgamenn“
Jan Emanuel Johansson
um ráðstefnuna

„Þegar ég skoða málið nánar sé ég að bæði skipuleggjandinn og margir þátttakendur eru hægri öfgamenn,“ sagði Johansson við Expressen. „Það eru engir sem ég vil láta tengja mig við. Ég hefði átt að skoða bakgrunn þeirra betur áður en ég samþykkti.“

Skipulögð af neti kynþáttahatara

Tor PaulssonForsprakki Nätverket er nú þekktur sem Tor Änglasjö, en einnig sem Tobbe Larsson.

Ráðstefnan er ein af mörgum viðburðum og félögum sem notuð eru sem yfirvarp fyrir samtökin Nätverket. Forsprakki Nätverket er Tor Paulsson, sem kallar sig Tor Änglasjö og Tobbe Larsson í dag. Hann starfaði um tíma innan þjóðernisflokksins Svíþjóðademókrata, en færði sig yfir í róttækara klofningsframboð, Þjóðlega lýðræðissinna (ND). Hann hætti þátttöku í flokknum eftir að hann var dæmdur í fangelsi fyrir að beita sambýliskonu sína ofbeldi. Þegar hann losnaði hóf hann að skipuleggja Nätverket, tengdi sig við netmiðla sem breiða út kynþáttahatur og síðar stjórnmálaflokkinn Alternativ för Sverige.

Margir af ræðumönnum ráðstefnunnar eru tengdir við Alternativ för Sverige, sem þykir svo utarlega á hægri væng sænskra stjórnmála að Svíþjóðademókratar hafa fordæmt flokkinn. Flokkurinn hefur það númer eitt á stefnuskrá sinni að senda eina milljón innflytjenda úr landi. Talsmaður ráðstefnunnar er Lennart Matikainen, sem hefur boðið sig fram fyrir flokkinn, en flokkurinn varð til þegar leiðtogar hans voru reknir úr Svíþjóðardemókrötum fyrir meint tengsl við hægri-öfgahópa og gengu tveir þingmenn Svíþjóðardemókrata, Olle Felten og Jeff Ahl, í kjölfarið í Alternativ för Sverige. Eru þeir báðir á meðal ræðumanna á ráðstefnunni ásamt Sigmundi Davíð. Flokkurinn hefur ekki náð árangri í þingkosningum, en á þrjú sæti á sænska kirkjuþinginu.

Annar ræðumaður er þingmaðurinn Roger Richthoff, sem þurfti nýverið að yfirgefa Svíþjóðademókrata fyrir að hafa dreift myndbandi á samfélagsmiðlum þar sem Rússum er þakkað fyrir að hafa ráðist inn í Úkraínu. Í myndbandinu er því haldið fram að George Soros noti úkraínskar tilraunastofur í slagtogi við Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að útrýma kristnu fólki.

Nýnasistar á meðal viðstaddra

Sænska bóka- og fjölmiðlamessan er þannig ein af mörgum leiðum sem Nätverket notar sem yfirvarp til að koma boðskap sínum fram í dagsljósið. Á síðustu ráðstefnu, sem fram fór í október í fyrra, voru nokkrir þjóðþekktir Svíar ræðumenn í bland við mikinn meirihluta lítt þekktra þjóðernissinna. Í einum af básunum seldi liðsmaður Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar áróðursrit. Skemmst er þess að minnast að Norræna mótstöðuhreyfingin birtist á Íslandi í september 2019 og dreifðu meðlimir hennar áróðri á Lækjartorgi.

Einn af ræðumönnunum í ár, Jonas Nilsson, starfaði áður með sænska armi Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar og sótti ráðstefnuna í fyrra til að sýna heimildarmynd sína um hættuna sem hann telur stafa af gyðingum. Þá gekk einn skipuleggjenda ráðstefnunnar, Theodor Stiebel sem nú gengur undir nafninu Alexander Johansson, í göngu mótstöðuhreyfingarinnar árið 2016. Aðrir ræðumenn hafa stutt nasíska hugmyndafræði í orði, meðal annars lofað Adolf Hitler eða afneitað því að nasistar hafi framið fjöldamorð á gyðingum í Seinni heimsstyrjöldinni.

Sameina öfgamenn undir hatti tjáningarfrelsis

Önnur leið sem Nätverket hefur notað til að breiða út boðskap sinn er í gegnum fyrir fyrirlestrafélag sitt Education4Future. Hefur félagið selt bækur og hampað rithöfundum og fyrirlesurum sem tala opinskátt um kynþáttahatur sitt og kalla gyðinga sinn helsta óvin. Á öðrum væng Nätverket er félagið Marketing4Future, sem sonur Tor stýrir ásamt Arne Weinz, en hann hefur opinberlega kallað eftir þjóðarmorði á múslimum og segir fjölgun þeirra í Svíþjóð vera afleiðing af samsæri gyðinga. „Annað hvort munu múslimar útrýma okkur eða við útrýma þeim. Ég kýs það síðara,“ hefur verið haft eftir Weinz.

Margir af ræðumönnum á ráðstefnunni hafa einnig dreift samsæriskenningum um Covid-19 faraldurinn og hefur Nätverket tengt sig vel inn í slíka hópa. Þannig hafa samtökin notað ýmis tækifæri til að tengja ólíka þræði hægri-öfgastefnu, allt frá popúlisma yfir í nýnasisma, og markaðssett þannig dreifingu á kynþáttahatri sem baráttu fyrir tjáningarfrelsi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KM
    Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Allir meiga hafa sínar skoðanir í friði fyrir mér það talar hvort sem er enginn við mig sem telur sig með fullu viti hvorki um eitt eða neitt og fegin er ég og því er best að halda sínu fyrir sig eina
    0
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    "stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu"

    Hverjir ætli það séu? Svo er það nú þannig að ný-nasistar eru líklegri til að styðja Úkraínumenn í stríðinu við Rússa, enda bókstaflega ný-nasista hersveitir eins og Azov að berjast fyrir Úkraínska herinn. Og svo var það þannig í seinni heimtyrjöldinni að nasistar litu á Rússa ("Slava") sem sinn erkióvin (ásamt Gyðingum), og úkraínskir þjóðernissinnar ("collaborators") börðust með nasistum gegn Rússum (Sovétmönnum). Þess vegna eru nasistar nú á dögum líklegri til að styðja Úkraínu, og þú finnur ekki marga nasista sem eru hliðhollir Rússum. Enda væri Hitler að veltast um í gröfinni ef það væru nasistar að styðja Rússa.
    -6
    • Tjörvi Schiöth skrifaði
      Það er meðal annars fjallað um þetta hér:
      https://www.washingtonpost.com/outlook/2022/03/14/neo-nazi-ukraine-war/
      0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Hann leinir sinu insta eðli með heimsókn sinna braeðra í svíðjóð Annsi vafa samr alþingismaður og vonandi að Miðflokkurin þurkist út svo loasna meigi við þessa svo haetulega óvaeru .

    Þeta mannskripi er bara ótindur rasisti og fasisti sem heimurin þarf að losana við sem fyrst svo ríki friður meðal manna .
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
1
Fréttir

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
Safna fyrir dóttur Þóru Dungal: „Við höldum áfram í minningu mömmu“
2
Fréttir

Safna fyr­ir dótt­ur Þóru Dungal: „Við höld­um áfram í minn­ingu mömmu“

„Mamma mín var breysk eins og við öll,“ seg­ir Max Sól, eldri dótt­ir Þóru Dungal heit­inn­ar. „Hún hafði upp­lif­að sinn skerf af áföll­um og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja leng­ur.“ Max þarf nú að vinna úr áskor­un­um síð­ustu ára sem barn for­eldr­is með fíkni­vanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti henn­ar hafi ræst og hún kom­ið að móð­ur sinni lát­inni.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
3
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Leituðu að öruggasta stað í heimi og fundu hann á Íslandi
4
Viðtal

Leit­uðu að ör­ugg­asta stað í heimi og fundu hann á Ís­landi

„Þetta er ekki leik­ur. Að rífa sig upp með rót­um og yf­ir­gefa heima­land­ið ger­ir eng­inn nema af nauð­syn,“ seg­ir Ab­ir, sem flúði frá Sýr­landi til Ís­lands ásamt bróð­ur sín­um, Tarek. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur synj­að þeim um vernd en leit aldrei til að­stæðna í Sýr­landi í um­fjöll­un sinni held­ur í Venesúela, þar sem systkin­in eru fædd en flúðu frá fyr­ir mörg­um ár­um.
Yngvi Sighvatsson
5
Aðsent

Yngvi Sighvatsson

Hvert er um­boð Þor­steins Víg­lunds­son­ar?

Vara­formað­ur leigj­enda­sam­tak­anna spyr af hverju manni, sem er í for­svari fyr­ir bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki, sé veitt­ur vett­vang­ur til að út­varpa áróðri sín­um sem fyrr­um þing­manni og ráð­herra í stað þess sem hann raun­veru­lega er?
Lífeyrissjóðurinn treystir því að stjórnendur Alvotech falli ekki í freistni
6
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn treyst­ir því að stjórn­end­ur Al­votech falli ekki í freistni

Tvær lög­manns­stof­ur í Banda­ríkj­un­um rann­saka nú meint lög­brot í starf­semi Al­votech. Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið gef­ur lít­ið fyr­ir rann­sókn­irn­ar og seg­ir þær ein­fald­lega til­raun til að búa sér til tekj­ur.
Atvinnuþátttaka flóttamanna frá Venesúela er meiri en Íslendinga
7
FréttirFlóttamenn frá Venesúela

At­vinnu­þátt­taka flótta­manna frá Venesúela er meiri en Ís­lend­inga

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hef­ur sagt að flótta­menn frá Venesúela komi með­al ann­ars til Ís­lands til að setj­ast upp á vel­ferð­ar­kerf­ið. Þing­mað­ur­inn Birg­ir Þór­ar­ins­son hef­ur einnig sagt þetta. Gögn frá fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu sýna hins veg­ar að at­vinnu­þátt­taka flótta­manna frá Venesúela er 86,5 pró­sent.

Mest lesið

  • Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
    1
    Fréttir

    Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

    Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
  • Safna fyrir dóttur Þóru Dungal: „Við höldum áfram í minningu mömmu“
    2
    Fréttir

    Safna fyr­ir dótt­ur Þóru Dungal: „Við höld­um áfram í minn­ingu mömmu“

    „Mamma mín var breysk eins og við öll,“ seg­ir Max Sól, eldri dótt­ir Þóru Dungal heit­inn­ar. „Hún hafði upp­lif­að sinn skerf af áföll­um og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja leng­ur.“ Max þarf nú að vinna úr áskor­un­um síð­ustu ára sem barn for­eldr­is með fíkni­vanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti henn­ar hafi ræst og hún kom­ið að móð­ur sinni lát­inni.
  • Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
    3
    RannsóknFernurnar brenna

    Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

    Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
  • Leituðu að öruggasta stað í heimi og fundu hann á Íslandi
    4
    Viðtal

    Leit­uðu að ör­ugg­asta stað í heimi og fundu hann á Ís­landi

    „Þetta er ekki leik­ur. Að rífa sig upp með rót­um og yf­ir­gefa heima­land­ið ger­ir eng­inn nema af nauð­syn,“ seg­ir Ab­ir, sem flúði frá Sýr­landi til Ís­lands ásamt bróð­ur sín­um, Tarek. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur synj­að þeim um vernd en leit aldrei til að­stæðna í Sýr­landi í um­fjöll­un sinni held­ur í Venesúela, þar sem systkin­in eru fædd en flúðu frá fyr­ir mörg­um ár­um.
  • Yngvi Sighvatsson
    5
    Aðsent

    Yngvi Sighvatsson

    Hvert er um­boð Þor­steins Víg­lunds­son­ar?

    Vara­formað­ur leigj­enda­sam­tak­anna spyr af hverju manni, sem er í for­svari fyr­ir bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki, sé veitt­ur vett­vang­ur til að út­varpa áróðri sín­um sem fyrr­um þing­manni og ráð­herra í stað þess sem hann raun­veru­lega er?
  • Lífeyrissjóðurinn treystir því að stjórnendur Alvotech falli ekki í freistni
    6
    FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

    Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn treyst­ir því að stjórn­end­ur Al­votech falli ekki í freistni

    Tvær lög­manns­stof­ur í Banda­ríkj­un­um rann­saka nú meint lög­brot í starf­semi Al­votech. Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið gef­ur lít­ið fyr­ir rann­sókn­irn­ar og seg­ir þær ein­fald­lega til­raun til að búa sér til tekj­ur.
  • Atvinnuþátttaka flóttamanna frá Venesúela er meiri en Íslendinga
    7
    FréttirFlóttamenn frá Venesúela

    At­vinnu­þátt­taka flótta­manna frá Venesúela er meiri en Ís­lend­inga

    Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hef­ur sagt að flótta­menn frá Venesúela komi með­al ann­ars til Ís­lands til að setj­ast upp á vel­ferð­ar­kerf­ið. Þing­mað­ur­inn Birg­ir Þór­ar­ins­son hef­ur einnig sagt þetta. Gögn frá fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu sýna hins veg­ar að at­vinnu­þátt­taka flótta­manna frá Venesúela er 86,5 pró­sent.
  • Þórey Sigþórsdóttir
    8
    Það sem ég hef lært

    Þórey Sigþórsdóttir

    Óvænt­ur miss­ir stærsti lær­dóm­ur­inn

    Þórey Sig­þórs­dótt­ir var ný­bú­in að ferma eldra barn sitt og yngra barn henn­ar var 7 mán­aða þeg­ar móð­ir henn­ar lést langt fyr­ir ald­ur fram. Miss­ir­inn, eins erf­ið­ur og hann er, er henn­ar stærsti lær­dóm­ur. „Hann kostaði sitt, það tek­ur mörg ár að læra að lifa með sorg­inni, en hann ýtti mér líka út í and­lega veg­ferð með sjálfa mig sem er ferða­lag sem tek­ur eng­an enda.“
  • Fagnaði fertugsafmælinu með því að hækka stýrivexti
    9
    Viðtal

    Fagn­aði fer­tugsaf­mæl­inu með því að hækka stýri­vexti

    Ás­gerð­ur Ósk Pét­urs­dótt­ir hef­ur pælt í pen­ing­um frá því að hún man eft­ir sér. Ás­gerð­ur var ekki há í loft­inu þeg­ar hún spurði mömmu sína hvað­an pen­ing­arn­ir kæmu. Svar­ið var Seðla­bank­inn. „Þar ætla ég að vinna þeg­ar ég verð stór,“ sagði Ás­gerð­ur. Og við það stóð hún. Ás­gerð­ur er yngst allra sem set­ið hafa í pen­inga­stefnu­nefnd og starf seðla­banka­stjóra heill­ar.
  • „Það er allt í rugli“
    10
    Fréttir

    „Það er allt í rugli“

    Formað­ur Mið­flokks­ins legg­ur til að ráð­herr­ar haldi næt­ur­fundi og panti sér pizzu eða svið á kostn­að skatt­greið­enda til að greiða úr óvissu­ástand­inu sem rík­ir í efna­hags­mál­um. For­sæt­is­ráð­herra seg­ir rík­is­stjórn­ina vera að gera það sem þurfi að gera.

Mest lesið í vikunni

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
1
Fréttir

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Hús­verð­ir eigna sinna

Það er þrot­laus vinna að gæta eigna sinna. Því meira sem mað­ur á því lengri eru vakt­ir hús­varð­ar­ins.
Safna fyrir dóttur Þóru Dungal: „Við höldum áfram í minningu mömmu“
3
Fréttir

Safna fyr­ir dótt­ur Þóru Dungal: „Við höld­um áfram í minn­ingu mömmu“

„Mamma mín var breysk eins og við öll,“ seg­ir Max Sól, eldri dótt­ir Þóru Dungal heit­inn­ar. „Hún hafði upp­lif­að sinn skerf af áföll­um og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja leng­ur.“ Max þarf nú að vinna úr áskor­un­um síð­ustu ára sem barn for­eldr­is með fíkni­vanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti henn­ar hafi ræst og hún kom­ið að móð­ur sinni lát­inni.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
4
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Að jarða kon­ur

Á með­an kon­ur eru raun­veru­lega myrt­ar af mönn­um er áhersl­an í um­ræð­unni á meint mann­orðs­morð gegn mönn­um.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
5
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
6
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
„Ég hélt alltaf að þetta væri svo tímabundið“
7
Viðtal

„Ég hélt alltaf að þetta væri svo tíma­bund­ið“

Una Rún­ars­dótt­ir festi vext­ina á hús­næð­is­lán­inu sína fyr­ir tveim­ur ár­um síð­an og á því von á því að þeir losni vor­ið 2024. Fram til þessa, nýj­ustu frétta um stýri­vaxta­hækk­an­ir, upp­lifði hún vaxta­hækk­an­ir og verð­bólg­una sem tíma­bund­ið ástand og hélt því að væri bú­ið að leysa úr stöð­unni þeg­ar vext­irn­ir myndu losna. Nú er hún ekki svo viss um að svo verði raun­in og hræð­ist því að þurfa selja heim­il­ið næsta vor.

Mest lesið í mánuðinum

Þóra Dungal fallin frá
1
Menning

Þóra Dungal fall­in frá

Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
Rík elíta sem býr í einbýlishúsum, er með húshjálp og keyrir um á Teslu
2
GreiningElítusamfélagið á Nesinu

Rík elíta sem býr í ein­býl­is­hús­um, er með hús­hjálp og keyr­ir um á Teslu

Elít­ur og valda­kjarn­ar á Ís­landi eru lík­legri til að hreiðra um sig í tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en öðr­um bú­setu­kjörn­um lands­ins, á Seltjarn­ar­nesi og í Garða­bæ. Hag­töl­ur sýna svart á hvítu að þar eru áhersl­ur, stjórn­mála­skoð­an­ir og sam­setn­ing íbúa allt önn­ur en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um.
Líf mitt að framanverðu
3
Það sem ég hef lært

Sigmundur Ernir Rúnarsson

Líf mitt að framan­verðu

Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son rifjar upp hvernig krakk­arn­ir í grunn­skól­an­um hans voru flokk­að­ir eins og rusl, í þá sem voru not­hæf­ir og hent­uðu til end­ur­vinnslu – og hina sem máttu missa sín, og áhrif þess á líf þeirra til full­orð­ins­ára. Jafn­vel til enda­lok­anna.
Alkóhólismi rændi heilsu hennar vegna meðvirkni
4
Viðtal

Alkó­hólismi rændi heilsu henn­ar vegna með­virkni

Helga Ósk­ars­dótt­ir var þjök­uð af and­legri og lík­am­legri van­líð­an vegna alkó­hól­isma. Samt var það ekki hún sem mis­not­aði áfengi eða önn­ur vímu­efni, held­ur var hún orð­in virki­lega veik af með­virkni. Hún var ekki nema fer­tug en leið eins og gam­alli konu. Hún leit­aði sér hjálp­ar, náði bata og hef­ur aldrei ver­ið frísk­ari, 73 ára, þriggja barna móð­ir og sex barna amma.
Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins
5
Fréttir

Lög­reglu­mað­ur villti á sér heim­ild­ir vegna Sam­herja­gjörn­ings­ins

Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn Gísli Jök­ull Gísla­son hélt því fram að hann væri sjálf­stætt starf­andi blaða­mað­ur þeg­ar hann reyndi að kom­ast að því hver stæði á bak við „We‘re Sorry“ gjörn­ing­inn. Tölvu­póst­ana sendi hann úr vinnu­net­fangi sínu en greindi ekki frá því að hann væri lög­reglu­mað­ur.
Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
6
Fréttir

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
Sif Sigmarsdóttir
7
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Hús­verð­ir eigna sinna

Það er þrot­laus vinna að gæta eigna sinna. Því meira sem mað­ur á því lengri eru vakt­ir hús­varð­ar­ins.

Mest lesið í mánuðinum

  • Þóra Dungal fallin frá
    1
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • Rík elíta sem býr í einbýlishúsum, er með húshjálp og keyrir um á Teslu
    2
    GreiningElítusamfélagið á Nesinu

    Rík elíta sem býr í ein­býl­is­hús­um, er með hús­hjálp og keyr­ir um á Teslu

    Elít­ur og valda­kjarn­ar á Ís­landi eru lík­legri til að hreiðra um sig í tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en öðr­um bú­setu­kjörn­um lands­ins, á Seltjarn­ar­nesi og í Garða­bæ. Hag­töl­ur sýna svart á hvítu að þar eru áhersl­ur, stjórn­mála­skoð­an­ir og sam­setn­ing íbúa allt önn­ur en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um.
  • Líf mitt að framanverðu
    3
    Það sem ég hef lært

    Sigmundur Ernir Rúnarsson

    Líf mitt að framan­verðu

    Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son rifjar upp hvernig krakk­arn­ir í grunn­skól­an­um hans voru flokk­að­ir eins og rusl, í þá sem voru not­hæf­ir og hent­uðu til end­ur­vinnslu – og hina sem máttu missa sín, og áhrif þess á líf þeirra til full­orð­ins­ára. Jafn­vel til enda­lok­anna.
  • Alkóhólismi rændi heilsu hennar vegna meðvirkni
    4
    Viðtal

    Alkó­hólismi rændi heilsu henn­ar vegna með­virkni

    Helga Ósk­ars­dótt­ir var þjök­uð af and­legri og lík­am­legri van­líð­an vegna alkó­hól­isma. Samt var það ekki hún sem mis­not­aði áfengi eða önn­ur vímu­efni, held­ur var hún orð­in virki­lega veik af með­virkni. Hún var ekki nema fer­tug en leið eins og gam­alli konu. Hún leit­aði sér hjálp­ar, náði bata og hef­ur aldrei ver­ið frísk­ari, 73 ára, þriggja barna móð­ir og sex barna amma.
  • Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins
    5
    Fréttir

    Lög­reglu­mað­ur villti á sér heim­ild­ir vegna Sam­herja­gjörn­ings­ins

    Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn Gísli Jök­ull Gísla­son hélt því fram að hann væri sjálf­stætt starf­andi blaða­mað­ur þeg­ar hann reyndi að kom­ast að því hver stæði á bak við „We‘re Sorry“ gjörn­ing­inn. Tölvu­póst­ana sendi hann úr vinnu­net­fangi sínu en greindi ekki frá því að hann væri lög­reglu­mað­ur.
  • Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
    6
    Fréttir

    Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

    Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
  • Sif Sigmarsdóttir
    7
    Pistill

    Sif Sigmarsdóttir

    Hús­verð­ir eigna sinna

    Það er þrot­laus vinna að gæta eigna sinna. Því meira sem mað­ur á því lengri eru vakt­ir hús­varð­ar­ins.
  • Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20
    8
    Fréttir

    Borg­aði 2 millj­ón­ir fyr­ir sögu­frægt hús á Flat­eyri sem met­ið er á 20

    Sögu­frægt timb­ur­hús á Flat­eyri var selt til einka­að­ila í fyrra fyr­ir 1/10 af fast­eigna­mati. Í hús­inu er rek­in bóka- og gjafa­vöru­versl­un. Minja­sjóð­ur Ön­und­ar­fjarð­ar réði ekki við að fjár­magna end­ur­bæt­ur á hús­inu og reyndi að gefa Ísa­fjarð­ar­bæ það. Þeg­ar það gekk ekki bauðst eig­anda versl­un­ar­inn­ar, 'Ág­ústu Guð­munds­dótt­ur, tæki­færi á að kaupa það fyr­ir yf­ir­töku skulda.
  • Safna fyrir dóttur Þóru Dungal: „Við höldum áfram í minningu mömmu“
    9
    Fréttir

    Safna fyr­ir dótt­ur Þóru Dungal: „Við höld­um áfram í minn­ingu mömmu“

    „Mamma mín var breysk eins og við öll,“ seg­ir Max Sól, eldri dótt­ir Þóru Dungal heit­inn­ar. „Hún hafði upp­lif­að sinn skerf af áföll­um og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja leng­ur.“ Max þarf nú að vinna úr áskor­un­um síð­ustu ára sem barn for­eldr­is með fíkni­vanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti henn­ar hafi ræst og hún kom­ið að móð­ur sinni lát­inni.
  • Hrafn Jónsson
    10
    Pistill

    Hrafn Jónsson

    Ég á þetta ekki en má þetta víst

    Ís­land er löngu bú­ið að gefa sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt og auð­lind­ir þjóð­ar­inn­ar til gam­alla frekra kalla. Land­ið þarf ekki að hafa áhyggj­ur af framsali til Evr­ópu­sam­bands­ins.

Nýtt efni

Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Hrafn Jónsson
Hrafn Jónsson
Pistill

Hrafn Jónsson

Þjóðarósátt

Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.
Ódýrara fyrir framleiðendur að flokka fernur með pappa en öðrum drykkjarumbúðum
RannsóknFernurnar brenna

Ódýr­ara fyr­ir fram­leið­end­ur að flokka fern­ur með pappa en öðr­um drykkj­ar­um­búð­um

Þrátt fyr­ir laga­breyt­ingu eru fern­ur enn ekki flokk­að­ar sem einnota drykkjar­vöru­um­búð­ir, held­ur sem papp­ír sem ber eitt lægsta úr­vinnslu­gjald lands­ins.
Allt gott er okkur að þakka, allt slæmt er ykkur að kenna
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Gervigreind í hernaðarprófi reyndi að drepa stjórnanda sinn
Flækjusagan

Gervi­greind í hern­að­ar­prófi reyndi að drepa stjórn­anda sinn

Gervi­greind­ar­kerfi sem banda­ríski flug­her­inn próf­aði „tók upp á mjög óvænt­um hlut­um“ til að ná mark­mið­um sín­um — að við segj­um ekki uggvæn­leg­um
Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda
Greining

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14 nýja þing­menn en rík­is­stjórn­in hef­ur tap­að sama fjölda

Fimmta mán­uð­inn í röð mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Fylgi flokks­ins hef­ur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mæl­ast nú í fyrsta sinn und­ir sex pró­sent­um.
Svöl stemning og melódískt popppönk
Gagnrýni

Svöl stemn­ing og mel­ó­dískt popppönk

Doktor Gunni met­ur hér tvær plöt­ur; Mukka – Stu­dy Me Nr. 3 og Þór­ir Georg – Nokk­ur góð.
„Kláravín feiti og mergur með mun þar til rétta veitt“
Einar Már Jónsson
Pistill

Einar Már Jónsson

„Klára­vín feiti og merg­ur með mun þar til rétta veitt“

Er sál­ar­kreppa of­urauð­kýf­ing­anna leyst með ein­stak­lings­fram­taki frjáls­hyggj­unn­ar þar sem hinum hólpnu er boð­ið upp á veislu í silf­urgljá­andi loft­belg?
Borgar sig að stunda líkamsrækt á sumrin?
Fréttir

Borg­ar sig að stunda lík­ams­rækt á sumr­in?

Sum­ar­frí ætti ekki að vera af­sök­un fyr­ir að hætta að hreyfa sig og sum­ir grípa jafn­vel tæki­fær­ið og fjár­festa í sér­stök­um su­mar­kort­um í lík­ams­rækt. En hvað kost­ar að æfa yf­ir sum­ar­tím­ann?

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • Þóra Dungal fallin frá
    6
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Loka auglýsingu