Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Frásögn um ástina og dauðann blönduð aulahúmor

Ólaf­ur Teit­ur Guðna­son hef­ur gef­ið út bók um and­lát eig­in­konu sinn­ar Engil­bjart­ar Auð­uns­dótt­ir. Eitt af því sem er óvenju­legt við skrif Ól­afs Teits er um­ræða hans um húm­or og mik­il­vægi hans í jafn­vel erf­ið­um og harm­ræn­um að­stæð­um.

Frásögn um ástina og dauðann blönduð aulahúmor
Lagskipt frásögn Ólafur Teitur hefur sagt frá andláti eiginkonu sinnar, Engilbjartar Auðunsdóttur, með þrenns konar hætti á þremur ólíkum miðlum. Fyrst á Facebook, svo á sérstökum minningarvef um hana og loks nú í bók. Mynd: b'Eggert J\xc3\xb3hannesson'

Einhver eftirminnilegustu skrif sem ég man eftir á Facebook eru stöðuuppfærslur Ólafs Teits Guðnasonar um veikindi konunnar sinnar, Engilbjartar Auðunsdóttur,  árið 2019. Hún veiktist snögglega - fékk alvarlega hjartabólgu - og var drifin út til Gautaborgar í sjúkraflugi til meðhöndlunar. Ólafur Teitur sagði frá líðan hennar á Facebook-síðu sinni næstu vikurnar allt þar til hún lést.

Þetta var svo sorgleg frásögn og sársauki og ást Ólafs Teits á konu sinni skein sterkt í gegn þrátt fyrir að hann reyndi að líta á björtu hliðarnar. Ég komst  við þegar ég las Facebook-síðuna hans. Skrif hans voru samt líka tempruð og yfirveguð, ekki einhver tilfinningaöskur, og jók það eiginlega á áhrif þeirra þegar hann sagði frá stöðunni. 

Stundum er orðið ,,harmaklám" eða ,,tilfinningaklám" notað til að lýsa frásögnum þar sem farið er yfir strikið í lýsingum af erfiðri reynslu, veikindum eða sorg. Hætt getur verið við að slíkar frásagnir missi einfaldlega marks af því þær verða yfirdrifnar, mögulega væmnar og tilgerðarlegar, á þreytandi hátt sem orðið getur óbærilegur þannig að lesandinn gefst upp.  Frásögn Ólafs Teits á Facebook var ekki þannig. 

,,Ég vona að ég verði ekki rekinn af spítalanum fyrir þetta."

Húmor í bland við tregann

Eitt af því sem var óvenjulegt við frásögn Ólafs Teits var hvernig hann sagði aulabrandara um hitt og þetta á Facebook samhliða fréttum af stöðu tilrauna læknanna á Sahlgrenska til að bjarga lífi Engilbjartar. Ólafur Teitur er áhugamaður um brandara og glúrinn aulahúmoristi, eins og Facebook-vinir hans fá gjarnan að sjá. Á Facebook-síðu sinni lék hann sér gjarnan með sænska tungu og ólíka merkingu orða á því máli og á íslensku. 

Lesandi Facebook-síðunnar hans vissi af hverju hann og Engilbjört voru í Svíþjóð, þannig að undirtextinn í öllu sem hann skrifaði þessar vikur varð hávarlegur, en samt sló hann á létta strengi. Ég hugsaði, þegar ég las Facebook-síðuna hans þessar vikur, að þetta hlyti að vera  leið Ólafs Teits til að létta aðeins á sér í óbærilegum aðstæðum þar sem kona hans lá á milli heims og heljar og hann gat ekki annað en einfaldlega beðið þess sem verða vildi. 

Aulahúmoristinn Ólafur TeiturEinn af aulabröndurunum sem Ólafur Teitur sagði á Facebook frá Sahlgrenska-spítalanum var þessi. ,,Aula" þýðir ,,álma" eða ,,salur" á sænsku og hafði hann skrifað ,,-húmor" aftan við mynd af skilti sem vísaði á tiltekinn sal.

Einn af aulabröndurunum sem Ólafur Teitur sagði meðan á dvölinni í Gautaborg stóð snerist um að hann skrifaði orðið ,,húmor" fyrir aftan orðið  ,,aula" á mynd af skilti á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu. ,,Aula" þýðir ,,salur" eða ,,álma" á sænsku.  Úr varð ,,aulahúmor". Ólafur bætti því við að hann stæðist ekki mátið. ,,Ég vona að ég verði ekki rekinn af spítalanum fyrir þetta." 

Kápan á bók Ólafs Teits

Frásögn í þremur ólíkum miðlum

Ólafur Teitur hefur nú gefið út bók um veikindi konu sinnar og sorgarferlið sem hann hefur gengið í gegnum frá andláti hennar. Bókin heitir Meyjarmissir og gefur hann bókina út sjálfur.  Ólafur Teitur, sem hefur starfað sem blaðamaður, upplýsingafulltrúi og nú aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur ráðherra, er lipur penni sem hefur áður gefið út bækur, meðal annars um fjölmiðla.

Fyrir þá sem lásu skrif Ólafs Teits á Facebook þá er þessi bók lengri og ítarlegri útgáfa af því sem hann skrifaði þar, sem var eðli miðilsins samkvæmt brotakennt. Fyrir þá sem þekkja Ólaf Teit ekki persónulega þá var þessi gluggi á Facebook eina heimildin sem lesandinn hafði um stöðu veikinda Engilbjartar. Molakenndar frásagnir á Facebook geta hins vegar verið afar áhrifamiklar, sérstaklega ef undirtextinn á bak við allt sem viðkomandi skrifar er eins og í þessu tilfelli.  Ólafur Teitur hafði einnig birt stóran hluta textans í bókinni á sérstakri minningarsíðu um konu sína áður en hann gaf út bókina. Því má segja að Ólafur Teitur hafi sagt söguna, með ólíkum hætti, á þremur vígstöðvum.

,,Þegar hún lenti í Gautaborg var hjarta hennar hætt að slá"

Mjög erfið staða frá byrjun

Þegar ég byrjaði að lesa bókina sló það mig strax hvað Engilbjört kona hans var veik strax frá upphafi sjúkrahúslegunnar. Ég hafði ekki áttað mig á þessu þegar ég las Facebook-færslur Ólafs Teits enda voru þær skrifaðar þegar atburðirnir voru að gerast og læknarnir í Gautaborg voru að reyna sitt besta. 

Ólafur Teitur vissi ekki hvernig líðan konu hans myndi þróast og hann reyndi eðlilega að halda í vonina, bjartsýnina og jákvæðnina, eins og hann lýsir svo vel í bókinni. Bara við lestur á Facebook-færslum Ólafs Teits - ég þekki hann ekki persónulega og hef aldrei hitt hann - hélt ég að þau myndu komast í gegnum þetta. Við lestur bókarinnar kemur líka glöggt í ljós, sem lesandi Facebook-síðu Ólafs Teits vissi kannski ekki fyrir, að hann reynir almennt að forðast að mála skrattann á vegginn. 

Þegar Ólafur skrifaði textann í bókinni var kona hans hins vegar látin og andlát hennar er umfjöllunarefni bókarinnar. Lesandinn fær að vita hversu mjög var á brattann að sækja allt frá upphafssetningunni: ,,Þegar hún lenti í Gautaborg var hjarta hennar hætt að slá," segir Ólafur Teitur í upphafi fyrsta kaflans ,,Lífróðri". 

Engilbjört var tengd við hjarta- og öndunarvél sem hélt henni lifandi því hennar eigið hjarta var hætt að slá.  Læknarnir leituðu leiða  til að koma hennar eigin hjarta aftur í gang. Á seinni stigum var íhugað að græða í hana gjafahjarta. Svo fékk Engilbjört heilablæðingu þegar útlit var fyrir að hún myndi mögulega lifa af eftir allt sem á undan var gengið. Hún var 46 ára þegar hún lést. 

,,Eins sennilega og þetta hljómar eru þó ábyggilega takmörk fyrir því hve mikinn húmor er heilbrigt að leggja á sjálfan sig og aðra í erfiðum aðstæðum."

Af hverju húmor á erfiðum stundum?

Þessi alvarlega staða Engilbjartar allt frá byrjun setur notkun Ólafs Teits á húmor og léttleika í stöðuuppfærslum á Facebook, og í sendingum á vini og vandamenn sem hann reifar í bókinni, um líðan konu sinnar líka í annað ljós. Ef staðan var svona vonlítil allt frá byrjun hvernig gat hann þá séð spaugilegu hliðarnar á tilverunni? 

Hann ræðir sérstaklega um þetta í bókinni og undirstrikar að auðvitað séu takmörk fyrir því hversu mikinn húmor manneskja í erfiðum aðstæðum getur lagt á sjálfan sig og aðra: ,,Það mætti vel líta húmor við slíkar aðstæður hornauga, telja hann óheilbrigðan flótta frá veruleikanum, en mér sýnist fagfólk frekar líta á hann sem eitt af þeim tækjum sem okkur eru gefin til að takast á við erfiðleika. Þórbergur [Þórðarson] segir í Bréfi til Láru: ,,Dulspekingur einn hefir sagt, að meginskilskilyrði fyrir verulegum framförum í andlegum efnum sé að geta séð alvarlega hluti í broslegu ljósi. Og ég veit, að þessi gáfa hefir fleytt mér yfir torfæfur lífsins. Þorri manns bíður tjón á sál sinni vegna skorts á ,,húmórískum sans". Eins sennilega og þetta hljómar eru þó ábyggilega takmörk fyrir því hve mikinn húmor er heilbrigt að leggja á sjálfan sig og aðra í erfiðum aðstæðum. Stundum er nauðsynlegt að horfa einfaldlega í myrkrið. Það er síðan annað mál, og ekki síður áhugavert, að hve miklu leyti við getum stýrt þessum viðbrögðum okkar."

Það er svo lýsandi fyrir bókina og þá lífsafstöðu sem birtist í henni að Ólafur Teitur endar hana á því að vitna í bréf sem hann fékk frá tónlistarmanninum Megasi eftir að hann hafði falast eftir leyfi til að birta textabrot eftir hann í bókinni. Ólafur Teitur hafði sent Engilbjörtu kasettu með lagi Megasar Viltu byrja með mér? eftir að þau kynntust. Leyfið hjá Megasi var auðsótt og lokaorð hans til Ólafs Teits snúast um glímu hans við sorgina og um lífið:  ,,Ég harma missi þinn en dáist að aðferð þinni við að vinna úr honum. Gangi ykkur feðgum vel. Vivi, Megas."

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
4
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
6
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
9
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
8
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár