Ríkissaksóknari skoðar ummæli Helga – enn einu sinni
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og þar með einn æðsti embættismaður réttarvörslukerfisins á Íslandi, kemst reglulega í fjölmiðla fyrir umdeild ummæli, oft sett fram á Facebook. Samtökin '78 hafa kært nýjustu ummælin og ríkissaksóknari þarf nú sem áður að svara fyrir það sem Helgi skrifar í frítíma sínum.
Fréttir
Traust á lögreglunni minnkar verulega hjá ungu fólki
Aðeins þrír af hverjum fimm landsmönnum á aldrinum 18 til 25 ára bera traust til lögreglu. Þá styður aðeins ríflega helmingur fólks í sama aldurshópi aðgerðir lögreglu vegna Covid-19. Fjörutíu prósent landsmanna segja að upp geti komið aðstæður þar sem í lagi væri að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu.
Mynd dagsins
Leitið og þér munuð finna
Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson hefur undanfarin sex ár gegnt því erfiða starfi að finna börn og ungmenni sem týnast. Það eru um 250 mál á ári sem koma inn á borð til hans og flest leysast þau farsællega. Á föstudaginn fékk hann úr hendi Forseta Íslands viðurkenningu Barnaheilla - Save the Children, fyrir störf sín í þágu barna og ungmenna í vanda. „Þetta er dagvinna, frá átta á morgnanna til sjö fimmtíuogníu daginn eftir. Maður þarf oft að hafa skjótar hendur, og símann minn þekkja þau flest - hann er alltaf opinn. Fyrir þau sem ekki vita er númerið: 843 1528," sagði Guðmundur og rauk af stað.
Fréttir
Vandi húseiganda orðinn að vanda nærsamfélagsins
Íbúar í Mosfellsbæ hafa áhyggjur vegna aukningu á innbrotum og þjófnaði í Tangahverfi. Íbúi í Brekkutanga, þar sem húseigandi einn hefur verið handtekinn vegna þjófnaðs, segist hafa meiri áhyggjur af húseigandanum en innbrotunum.
Úttekt
Faraldurinn stóreykur hættu á sjálfsvígum
Ljóst er að kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa alvarleg áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar. Tölur lögreglu benda til að sjálfsvíg séu umtalsvert fleiri nú en vant er. Fagfólk greinir aukningu í innlögnum á geðdeild eftir því sem liðið hefur á faraldurinn og verulega mikið fleiri lýsa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsunum.
Fréttir
Verktakar verða fyrir tugmilljóna tjóni vegna þjófnaðar
Byggingaverktakar verða fyrir ítrekuðu tjóni vegna þjófnaðar á verkfærum og tækjum. Ástandinu er lýst sem faraldri. Lögregla og tollayfirvöld segja að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Sjálfstæður rafverktaki lenti í því að öllum hans tækjum var stolið í tvígang á hálfu ári.
Fréttir
Vefsíða sem var gróðrarstía stafræns kynferðisofbeldis tekin niður – Ný opnuð jafnharðan
Þúsundum nektarmynda af íslenskum konum dreift á síðunni. Í fjölmörgum tilfellum eru stúlkurnar undir lögaldri. Erfið mál fyrir lögreglu að eiga við. Enn eru ekki til staðar heimildir í íslenskum lögum sem gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert. Frumvarp þess efnis hefur tvívegis verið svæft í nefnd.
Fréttir
Sema opnar sig um líkamsárás: „Lögreglan og löggjafinn í landinu verða að gera miklu betur í að vernda þolendur“
Sema Erla Serdar segist hafa orðið fyrir líkamsárás um verslunamannahelgina fyrir tveimur árum þar sem kona hafi veist að henni með ofbeldi og morðhótunum á grundvelli fordóma og haturs. Konan sem um ræðir vísar ásökunum Semu á bug og hyggst kæra hana fyrir mannorðsmorð. Hún segist hafa beðið afsökunar á framferði sínu, sem hafi engu að síður átt rétt á sér.
Fréttir
Föður dæmt forræði þrátt fyrir fyrri sögu um kynferðisbrot gegn barni
Rannsókn á meintu kynferðisbroti manns gegn barni sínu var felld niður án þess að læknisrannsókn færi fram á barninu eða það væri tekið í viðtal í Barnahúsi. Vitnisburður tveggja kvenna um brot mannsins gegn þeim hafði ekki áhrif á niðurstöðu dómstólsins.
FréttirLögregla og valdstjórn
Enn vanti sjálfstætt eftirlit með lögreglu
Þingmenn Pírata leggja til að stofnuð verði sérstök eftirlitsstofnun á vegum Alþingis sem hafi eftirlit með störfum lögreglu. Saksóknaraembættin séu of tengd lögreglu til að geta rannsakað vinnubrögð hennar með trúverðugum hætti.
FréttirÞau standa vaktina um jólin
Fundu hrjótandi mann í hjónarúminu eftir jólamessu
Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir slys og voveiflega atburði á jólum sitja meira í lögreglumönnum heldur en slíkir atburðir á öðrum tímum árs.
Fréttir
Nýtt útlit lögreglubíla brýtur gegn reglum
Nýtt útlit löggæsluökutækja, sem lögreglan fékk afhent fyrr í sumar, samræmist ekki reglugerð um einkenni og merki lögreglunnar. Einkunnarorð lögreglu, „með lögum skal land byggja,“ hafa verið fjarlægð úr lögreglustjörnunni þvert á reglur.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.