Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vandi húseiganda orðinn að vanda nærsamfélagsins

Íbú­ar í Mos­fells­bæ hafa áhyggj­ur vegna aukn­ingu á inn­brot­um og þjófn­aði í Tanga­hverfi. Íbúi í Brekku­tanga, þar sem hús­eig­andi einn hef­ur ver­ið hand­tek­inn vegna þjófn­aðs, seg­ist hafa meiri áhyggj­ur af hús­eig­and­an­um en inn­brot­un­um.

Vandi húseiganda orðinn að vanda nærsamfélagsins
Mosfellsbær Maður um sextugt með geð-og fíknivanda hefur verið handtekinn fyrir innbrot og þjófnað í Mosfellsbæ Mynd: gonguleidir.is

Íbúi í Brekkutanga í Mosfellsbæ segir að sú alda þjófnaða og innbrota sem gengið hefur yfir bæinn að undanförnun sé aðeins birtingarmynd annars og stærra vandamáls. Úrræðaleysi þeirra er glíma við tvíþættan vanda á borð við geð- og fíknivanda sé mál sem taka þurfi á með aðkomu fleiri en einungis lögreglunnar.

Húseigandi handtekinn

Karlmaður á sextugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu lögreglu vegna rannsóknar á þjófnuðum sem hafa átt sér stað í Mosfellsbæ að undanförnu. Lögreglan gerði húsleit á heimili mannsins að Brekkutanga á miðvikudag og fann þar þýfi sem hún vinnur nú að því að skila til eigenda sinna.

DV birti frétt á vef sínum 3. nóvember síðastliðinn að þess efnis að íbúar í Mosfellsbæ væru orðnir langþreyttir á erfiðu ástandi í bænum. „Innbrotafaraldur hefur geisað í hverfunum fyrir neðan Vesturlandsveg í Mosfellsbæ um nokkurt skeið, í Tangahverfi, Holtahverfi og Lágafellshverfi. Sumir íbúar hafa orðið fyrir miklu tjóni og eru langþreyttir á ástandinu,“ sagði í inngangi fréttarinnar.

Degi seinna birtist önnur frétt á vef DV þar sem tilkynnt var um stóra lögregluaðgerð við raðhús í Brekkutanga. Í fréttinni segir: „Talið er að íbúar í húsinu séu í fíkniefnaneyslu og einhverjir þeirra eru sagðir COVID smitaðir. Það hefur ekki fengist staðfest.“

Áskorun á yfirvöld

22. október síðastliðinn sendu íbúar í Brekkutanga og nágrenni áskorun á sýslumann, lögreglu, bæjarstjóra og fleiri vegna málsins.

Í áskoruninni var skorað á yfirvöld að koma að máli mannsins sem býr í Brekkutanga og hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Íbúar segja ljóst að húseigandi þurfi nauðsynlega á heilbrigðisþjónustu að halda og að einhver verði að veita honum hana. Þeir telja hann ófæran um að gæta að heilsu sinni og annarra vegna tvíþætts vanda, þá annars vegar fíknivanda og hins vegar geðræns vanda. Þetta hafi haft þau áhrif að nærsamfélag mannsins hafi orðið fyrir barðinu á vandanum.

„Hefur Brekkutangi ítrekað verið vettvangur fjölda fólks sem lagt hefur stund á fíkniefnaneyslu, sölu fíkniefna, geymslu þýfis, auk slagsmála og annarra ofbeldismála. Lögreglan hefur ítrekað verið kölluð á vettvang og sérsveitin komið oftar en einu sinni,“ segir í bréfinu.

Þá segir enn fremur í bréfinu að síðustu daga hafi Covid-teymi lögreglunnar komið á vettvang og haft afskipti af fólki sem ætti að vera í sóttkví og einangrun. 

Úrræðaleysi

Nágranni mannsins sem um ræðir og einn af þeim sem skrifaði undir áskorunina, segir að í sínum huga snúist málið ekki um þjófnaði eða innbrot, þótt vissulega sé það hluti af vandamálinu, heldur frekar það úrræðaleysi sem húseigandinn hefur þurft að glíma við vegna vanda síns. Nágranninn hefur kosið að nafn hans birtist ekki í þessari frétt.

Hann segir að ef húseigandi hefði fengið viðeigandi aðstoð fyrir allnokkru síðan hefði þessi staða ekki komið upp. Staðan sé því sú að hans mati að málið hafi vegna úrræðaleysis sest á herðar lögreglunnar sem hafi takmörkuð úrræði til að sinna því. Það sé bæði kostnaðarsamt fyrir lögregluna og almenning.

Lögregluna segir hann að geti vissulega komið að máli en kerfið þurfi í sameiningu að veita honum þá aðstoð sem hann þarfnast.

Skortur á samhæfingu

Að hans mati vanti því samhæfingu í kerfið eins og á við í öðrum málaflokkum eins og barnavernd og heimilisofbeldi. Þar vinni lögreglan, félagskerfið og heilbrigðiskerfið saman að því að leysa mál með hagsmuni geranda, og annara er að koma að málinu, í huga. 

Nú sé það að hans sögn orðið svo að deilt sé um hvort meta þurfi hagsmuni þeirra er búi í kring meiri en hagsmuni húseiganda því að málið hefur fengið að þróast þannig að neyð mannsins hafi fengist smita út frá sér. Þá nefnir hann að foreldrar í hverfinu séu hættir að leyfa börnum sínum að fara út að leika vegna þess að þau finni fyrir óöryggi. Þá eru  börnin sjálf sömuleiðis orðin kvíðin fyrir því að ganga þar um. Fólk hafi þurft að selja eignir sínar því það gat ekki unað lengur í hverfinu og þar fram eftir götunum.

Þá sé einnig slæmt fyrir nærsamfélagið að þeir sem dvalið hafi í húsinu gæti ekki að sóttvörnum. Verslanir í nágrenninu sem og aðrir hafi því orðið berskjölduð fyrir Covid smiti. 

Alvarlegra en þjófnaður

Margir einstaklingar hafa dvaldið í húsinu og að sögn nágrannans er mest um ungt íslenskt fólk með fíknivanda að ræða og hafi þeir í engin önnur hús að venda. Hann segir því málið vera alvarlegra en umræðan um það gefi til kynna. Þetta snúist ekki um að losa sig við nágranna úr hverfinu sem sé til ama heldur sé kjarni málsins sá að geðheilbrigðiskerfið sé fjársvelt og skortur sé á samtakamætti innan kerfisins í heild.

Nágranninn lýsir yfir miklum áhyggjum yfir því að ekki séu til nein sértæk úrræði handa húseigandanum. Húseigandi hafi tjáð nágranna sínum að hann hafi langað í afvötnun og að leita sér hjálpar. Vandinn sé að hans mati sá að ef maðurinn óski ekki sjálfur eftir meðferð sé ekkert annað hægt að gera en að svipta hann sjálfræði, enginn önnur úrræði séu í boði fyrir hann. 

Hann leggur þá áherslu á að búa þurfi til úrræði á vegum ríkisins og sveitarfélaga sem geri aðilum með fíknivanda kleift að stunda sína neyslu á sem hættulausastan hátt og að meðferðin miði sem mest að skaðaminnkun fyrir einstaklinginn og þá, í þessu samhengi, nærsamfélagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu