Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Margeir gerði leyniupptöku af lögreglukonunni sem hann áreitti

Hátt­sett­ur lög­reglu­þjónn, sem áreitti lög­reglu­konu kyn­ferð­is­lega og sýndi henni of­beld­is­fulla hegð­un, hljóð­rit­aði án henn­ar vit­und­ar sam­tal þeirra og reyndi að nýta það sem kom fram á upp­tök­unni þeg­ar sál­fræði­stofa var feng­in til að leggja mat á sam­skipti þeirra. Lög­reglu­mað­ur­inn tók við nýrri stöðu þeg­ar hann sneri aft­ur úr leyfi.

Margeir gerði leyniupptöku af lögreglukonunni sem hann áreitti
Tók við nýrri stöðu Halla Bergþóra segist ekki getað tjáð sig sérstaklega um mál Margeirs. Hann tók við nýrri stöðu þegar hann kom aftur úr leyfi. Mynd: Heimildin

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tók við nýrri stöðu hjá embættinu þegar hann sneri aftur úr leyfi í haust. Hann var sendur í leyfi eftir að lögreglukona lagði fram kvörtun vegna áreitni og ofbeldisfullrar hegðunar af hans hálfu í sinn garð yfir margra mánaða tímabil.

Margeir var áður yfirmaður rannsóknarsviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann heyrir nú undir Grím Grímsson, yfirmann sviðsins, og starfar sem aðstoðaryfirlögregluþjónn. 

Hefur ekki lengur mannaforráð

Hjá embættinu fengust þau svör að „á meðal verkefna hans er að vera yfirlögregluþjóni rannsóknarsviðs til aðstoðar, einkum við mótun hlutverks LRH og aðkomu hvað varðar sameiginleg verkefni embætta í málefnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, umsjón með gæðastarfi sviðsins, s.s. með uppfærslu gæðaferla sem og önnur verkefni“. Hann er ekki með mannaforráð í þessu nýja starfi. 

Kastljós greindi frá því 12. desember að háttsettur lögreglumaður hefði áreitt lögreglukonu kynferðislega. Hann var þá ekki …

Kjósa
71
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SS
    Sveinn Sveinbjörnsson skrifaði
    Hvers vegna er þessi linkind í meðförum máls þessa manns? Ég hef mínar grunsemdir.
    6
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Lögreglumaður með dómgreindarskort er ekki góður lögreglumaður. Skiptir ekki máli hvort hann skipti um deild eða starf innan hús. Hann hefur sýnt af sér hegðun sem aðrir fá dóma fyrir. Það þarf að segja honum upp strax til að sýna fordæmi innan embættisins. En nei, fúskið fær að ráða, ALLTAf.
    Hvernig er hægt að treysta þessu batteríi ef þeir geta ekki tekið til i eigin ranni. Algjört kjarkleysi.
    17
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Er það ekki dæmigert, karlinn fær nýja stöðu en konan þarf að skipta um vinnustað
    19
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Var búið til nýtt starf fyrir þennan ómerkilega mann? Hann á ekki heima í lögreglunni. Lögreglan þarf að hafa traust og virðingu almennings, það er lykilatriði.
    27
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár