Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Baldur segist persónulega vera á móti íslenskum her

Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóð­andi full­yrð­ir að hann sé á móti því að stofn­að­ur sé her á Ís­landi. „Við er­um herlaus þjóð og við eig­um að vera það,“ seg­ir hann í nýj­asta þætti Pressu. En Bald­ur hafði áð­ur viðr­að hug­mynd­ina um varn­ar­lið áð­ur en hann fór í fram­boð.

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segist aðspurður vera á móti því að stofnaður verði her á Íslandi. En Baldur hefur áður viðrað þá hugmynd að koma upp einhvers konar varnar- eða herliði á Íslandi sem gæti varist innrás á landið þangað til að liðsauki bærist frá NATO.

„Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ segir hann. Baldur vísar því þó á bug að um grín hafi verið að ræða þegar hann ræddi um varnarliðið. „Þarna var ég að tala sem fræðimaður og var einfaldlega að svara spurningu blaðamanna.“

Þetta sagði Baldur í nýjasta þætti Pressu. Í þættinum stóðu þrír aðrir frambjóðendur einnig fyrir svörum – Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir. En þau eru þeir forsetaframbjóðendur sem mælast með hvað mest fylgi fyrir komandi kosningar.  

Ísland eigi ekki að taka upp símsvara sem tilkynni um uppgjöf

Vísar Baldur til þess að nýrri og hættulegri heimur blasi nú við vegna stríðsástands í Evrópu. Hann hafi því verið spurður að því hvar honum þætti að huga ætti betur að öryggis- eða varnarmálum. Hann segist þó aldrei hafa lagt til að stofnaður verði her hérlendis. 

Þú talaðir um útfærslu sem er 100 manna her. Hvað á hann að gera?

„Í þessu samhengi hefur verið vísað til ríkislögreglustjóra og lögreglunnar, öryggi á Keflavíkurflugvelli. Ég er að lenda í mjög svipuðu og því sem Guðni Th. Jóhannesson lenti í í sinni kosningabaráttu fyrir átta árum þegar mönnum fannst hann alls ekki vera nógu þjóðlegur því hann talaði um hver afstaða Breta var í þorskastríðunum.“

Hvað meinarðu að þú sért að lenda í? Það er verið að spyrja þig út í ummæli sem eru bara mjög skýr. Það var líka þannig að þú tókst þetta upp á Facebook-síðunni þinni. Væri ekki miklu eðlilegra að gera það sem Mogens Glistrup stakk upp á? Að taka upp  hérna símsvara sem segði á rússnesku, og eftir atvikum kínversku, sem segði bara: „Við gefumst upp.“ 

Þessu sagðist Baldur vera algjörlega ósammála. Hann hefði talað mikið fyrir því að Ísland ynni með sínum nánustu bandalagsríkjum. Að huga ætti að öllum vörnum. Hvort sem um ræddi almannaöryggi, fæðuöryggi eða orkuöryggi til dæmis. „Við verðum að huga að þessu,“ segir hann.

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Það getur ekki hjómað vel í eyru annara þjóða í NATO þegar þau heyra íslendinga segja "engann her hér", allaveganna ekki eftir innrás rússa.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár