Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að læra ensku breytti lífi mínu

Tony er há­skóla­kenn­ari frá Kína. Að­spurð­ur að því hvaða reynsla mót­aði hann mest svar­ar hann að það hafi ver­ið að læra ensku, því með henni get­ur hann ferð­ast um heim­inn og átt í sam­töl­um við fólk nán­ast hvar sem er.

Að læra ensku breytti lífi mínu
Tony Enskukunnáttan kemur að góðum notum á ferðalagi um heiminn. Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

Ég heiti Tony og við erum stödd inni í byggingu Háskóla Íslands. Ég er ferðamaður á Íslandi og kom hingað til að skoða háskólastarfið og háskólasvæðið. Sjálfur er ég kennari heima í Kína. Mig langaði að sjá hvernig háskóli á Íslandi virkar, til þess er ég kominn. 

Mér finnst Háskóli Íslands frekar kúl. Nemendurnir hafa tekið vel á móti mér og eru vingjarnlegir. Einn kenndi mér að bera fram setninguna: Þetta reddast. Það er mjög erfitt fyrir mig að bera það fram. Ég bað hann um þann greiða og hann sagði já, sem gerir mig mjög hamingjusaman. 

Hvað er ég gamall? Hversu gamall heldur þú að ég sé? Nei, ég er 38 ára. Langaði mig að verða kennari þegar ég var barn? Til að vera alveg hreinskilinn þá man ég það ekki. Þetta er frábær spurning því ég er að átta mig á því núna að ég raunverulega get ekki munað hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór sem barn.

Það sem mótaði mig mest og breytti lífi mínu var að læra ensku. Enska er alþjóðlegt tungumál og ég get notað það til að eiga í samskiptum við fólk hvaðanæva að úr heiminum. Í Kína talar almenningur ekki sérlega góða ensku. Enska tungumálið opnaði margar dyr fyrir mér. Við erum að tala saman einmitt núna fyrir tilstilli tungumálsins.  Ég nota ensku til að ferðast um heiminn. 

Uppáhaldsstaður? Það býr fegurð í hverjum stað fyrir sig. Þú þarft bara að sjá það með eigin augum. Ekkert land er fullkomið en við þurfum að geta séð fegurðina út frá mismunandi sjónarhornum og samhengi. Í Kína gerist allt mjög hratt en á Íslandi er meiri hægagangur til dæmis. En þið nefnduð landið vitlaust. Það er allt á kafi í snjó en ég hef ekki séð neinn ís. Það ætti að heita Snjóland en ekki Ísland.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár