Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Uppgötvaði einn af leyndardómum lífsins

Þormar Mel­sted upp­götv­aði nýja teg­und af ást þeg­ar hann eign­að­ist barn. En það að verða fað­ir seg­ir hann vera það besta sem hann hafi gert.

Uppgötvaði einn af leyndardómum lífsins
Ný tegund af ást Þormar bjóst ekki við því hvað það hefði mikil áhrif á hann að verða faðir. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Það er mjög gaman að verða faðir. Það er það besta sem ég hef gert. Það er ný tilfinning sem kemur, sem maður hélt að maður myndi vera búinn að upplifa. En svo þegar maður lendir í því sjálfur þá er eitthvað nýtt sem kviknar. Einhver ný tegund af ást.

Ég er með litla strákinn minn og við erum að fá okkur ís. Hann verður tveggja ára núna í júní. Ég er 46 ára, svo ég telst seinn að eignast fyrsta barn. Ég hefði ekki viljað sleppa þessu. Þetta er einn af leyndardómum lífsins, sem maður uppgötvar þegar maður eignast barn. 

Maður finnur að maður hefur aldrei elskað svona mikið. Það er bara þannig tilfinning. Þú myndir gera allt. Maður hefur kannski ekki fundið það beint með kærustur og svoleiðis. Jú, jú, maður elskar auðvitað. En þetta er eitthvað dýrslegt sem kviknar. Því maður er dýr. Þetta er eitthvað sem maður veit ekki hvað er – eitthvað sem býr í genunum okkar – að vernda sitt og vilja því fyrir bestu. Þar kemur svona ólýsanleg ást. Skilyrðislaus ást. Það er þannig sem þú finnur.

Ég bjóst ekki við því að það myndi hafa svona mikil áhrif á mig. Bara á fæðingardeildinni þá kemur þetta. Við þurftum að vera á spítalanum í einhverja þrjá daga. Og á degi tvö þá fór ég á einhverja bensínstöð að ná í Subway-samloku og ég fór bara að hágráta. Ég vissi ekki af hverju. Tilfinningarnar eru þannig.“ 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár