Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það hefur enginn maður rétt á að beita annan mann ofbeldi“

Þeg­ar Gísli Kr. Björns­son var tíu ára gam­all lenti hann í erfiðri reynslu en pabbi besta vin­ar hans veitti hon­um mikla hjálp og stuðn­ing. Hann ákvað þá, ekki nema tíu ára, að verða lög­fræð­ing­ur eins og hann.

„Það hefur enginn maður rétt á að beita annan mann ofbeldi“

Ég heiti Gísli Kr. Björnsson og við erum fyrir utan hús Grósku í Vatnsmýrinni þar sem ég starfa sem lögmaður fyrir fasteignasölu. Mér finnst það mjög gaman, já. Það skemmtilegasta við lögmennsku er að við erum eiginlega aldrei að vinna í sömu verkefnum tvisvar. Þótt mál geti verið keimlík þá reynir alltaf á eitthvað nýtt hverju sinni. 

Þegar ég var tíu ára tók ég ákvörðun um að verða lögmaður. Hvað olli því? Það var maður sem hjálpaði mér í erfiðum aðstæðum, það var pabbi besta vinar míns og hann var lögmaður og ég ákvað að verða bara alveg eins og hann. Það sem gerðist er partur af lengri sögu en þetta var mjög áhrifaríkt augnablik fyrir mig og mótaði mig mjög mikið. Það styrkti mig í þeirri trú að það hefur enginn maður rétt á að beita annan mann ofbeldi. 

„Lífið er líka bara heljarinnar lærdómur“

Ég hætti í menntaskóla ungur, svo fór ég aftur í nám seinna og í Iðnskólann í millitíðinni. Ég var svo orðin 34 ára gamall þegar ég fór í lögfræði. Það var erfitt og ég mæli ekki með því. Ég mæli með því að ungmenni klári menntaskólann og fari þá leið sem þau ætla að fara. Ef þau eru ekki viss um hvaða leið það er, er betra að læra eitthvað en ekkert. Lífið er líka bara heljarinnar lærdómur, innan og utan skóla, skóli er ekki það sem skiptir öllu máli. Konan mín var ólétt að okkar fyrsta barni þegar ég fór í nám, það var hún sem sagði: nú ferð þú í lögfræði og lætur drauminn þinn rætast. 

Ég hafði aldrei komið inn í háskóla áður, fyrir utan anddyrið. Það kom mér mest á óvart hvað þetta þurra fræðasvið var í rauninni rosa safaríkt og hefur svo mótandi áhrif á samfélagið. Ég hvet ungt fólk til að elta draumana sína, ef það á ekki drauma þá bara elta eitthvað sem það sér.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár