Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Auðvitað fullkomlega galið“

Þing­mað­ur Vinstri grænna gagn­rýn­ir að hægt sé að reka áfanga­heim­ili án þess að þurfa til þess leyfi og að ekk­ert eft­ir­lit sé með rekstr­in­um. Hún hef­ur tví­veg­is lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem mið­ar að því að lög um slíkt séu sett. „Það verð­ur auð­vit­að að vera ljóst að all­ir spili eft­ir sömu reglu og það sé hvergi rek­ið nokk­urt úr­ræði þar sem að lífi og heilsu fólks er ógn­að af bara van­rækslu og eft­ir­lits­leysi,“ seg­ir Jó­dís Skúla­dótt­ir.

„Í gildandi lagaumhverfi er ekki kveðið á um leyfisskyldu eða eftirlit með rekstri og umsjón áfangaheimila.“ Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunartillögu sem Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur tvívegis lagt fram á Alþingi. 

Tillagan í heild sinni hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela félags- og vinnumarkaðsráðherra að undirbúa lagasetningu um leyfisskyldu og eftirlit með rekstri áfangaheimila, skilgreiningu þeirra og hlutverk.” 

Jódís bendir á að ekki sé einu sinni almennileg skilgreining í lögum á því hvað áfangaheimili sé. „Þarna er verið að þjónusta rosalega ólíka hópa fólks í mjög ólíkri stöðu. Ég get nefnt dæmi um einstaklinga sem eru að koma úr áfengismeðferð og þurfa svokölluð þurr úrræði. Ég get nefnt fanga sem eru að ljúka afplánun dóma. Ég get nefnt einstaklinga sem eru í virkri neyslu og þurfa aðstoð og annars konar úrræði, og lagaverkið er einfaldlega of veikt og eftirliti ábótavant,“ segir hún. 

Jódís er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Þeir sem lögðu hana fram með Jódísi eru þingmenn Vinstri grænna. Þarna er því um tillögu af hálfu þingmanna stjórnarmeirihlutans að ræða. 

Heimildin hefur að undanförnu fjallað ítarlega um málefni áfangaheimila Betra lífs. Þar kom fram að deild­ar­stjóri holl­ustu­eft­ir­lits hjá sam­eig­in­legu Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness seg­ir kall­að verði eft­ir breyt­ingu á lög­um til að bæta áfanga­heim­il­um á lista yf­ir eft­ir­lits-og starfs­leyf­is­skylda starf­semi. 

Í lok maímánaðar kærði slökkviliðið forstöðumann Betra lífs, Arnar Gunnar Hjálmtýsson, til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023.

Slökkviliðið hefur eins og heilbrigðiseftirlitið takmarkaðar heimildir til þess að fara í skoðun á íbúðarhúsnæði, líkt og áfangaheimili Betra lífs sem var rekið á Kópavogsbraut 69, þar til húsið - sem var í niðurníðslu - var rifið í maíbyrjun. Til þess að fara í skoðun þarf leyfi eiganda, en án þess þarf slökkviliðið úrskurð dómara, sem hefur hingað til ekki fengist.

 Málaflokkur sem sker sig úr

Hvað finnst þér um að það sé hægt að reka áfangaheimili, og kalla það þessu nafni, án þess að þú þurfir leyfi og að það sé ekkert eftirlit með þessum rekstri?

„Það er auðvitað fullkomlega galið,“ segir Jódís. Hún leggur áherslu á að forsendan til að geta stutt við þá einstaklinga sem þurfa á þjónustu áfangaheimila að halda sé að vel sé haldið utan um hlutina, að „við öll hljótum að ætlast til þess.“

„Við myndum aldrei sætta okkur við í neinum öðrum málaflokki innan heilbrigðisþjónustu að þar gæti hver sem er opnað í rauninni hvað sem er og kallað sig einhvers konar heilbrigðisþjónustu,“ segir hún. 

Jódís Skúladóttir segir óásættanlegt að engin lög gildi um rekstur áfangaheimila eða eftirlit með þeim,

Ástæðan fyrir því að Jódís lagði fram þingsályktunartillöguna, fyrst árið 2022 og aftur árið 2023, er að hún þekkir málaflokkinn ágætlega og hefur látið sig þessi mál varða, löngu áður en hún fór að taka þátt í stjórnmálum. „En í gegn um tíðina hef ég líka upplifað að það séu brotalamir í þessari starfsemi og það er ýmislegt sem er ábótavant, þá sérstaklega hvað varðar eftirlitið,“ segir hún. 

„Þau tilfelli þar sem framkoma við skjólstæðinga hefur varðað við lög vegna misneytingar og annars ofbeldis eru fjöldamörg“
Úr greinargerð með þingsályktunartillögunni

Annað sem er ábótavant við að hennar mati eru ekki aðeins atriði á borð við aðbúnað - húsnæði og brunavarnir - heldur sé margt sem megi gera athugasemdir við þegar kemur að reglum hvers og eins áfangaheimilis, en þeim er í sjálfvald sett hvaða reglur gilda í starfinu

„Það er auðvitað óeðlilegt að það séu gerðar kröfur um einhvers konar trúarskoðanir eða ákveðna fundasókn 12 spora samtaka. Þó að ég skilji á hvaða forsendum þetta er þá verðum við að hafa einhverskonar regluverk utan um það að veikir einstaklingar sem þurfa að þiggja þjónustu séu ekki settir í einhvern annan flokk en aðrir sjúklingar,“ segir Jódís og vísar til þess hvernig mun minni kröfur eru gerðar til umgjarðar þeirra sem veita þessum viðkvæma hópi þjónustu.

Í greinargerðinni með tillögunin er fjallað um að í sögulegu samhengi „hefur eftirliti með úrræðum til handa fólki með fjölþættan vanda verið ábótavant. Þau tilfelli þar sem framkoma við skjólstæðinga hefur varðað við lög vegna misneytingar og annars ofbeldis eru fjöldamörg.“

Það stendur hér í greinargerð með þingsályktunartillögunni: „ Á síðustu árum hafa komið upp dæmi þess að á áfangaheimilum sem rekin eru í þágu fólks með fíknivanda hafi verið tilfinnanlegur skortur á eftirliti með aðbúnaði, hreinlæti og öryggi.“ Er þarna verið að vísa í einhvern ákveðin áfangaheimili?

„Ég ætla nú ekki að tjá mig sérstaklega um ákveðin áfangaheimili en við höfum auðvitað öll lesið í fjölmiðlum skelfilegar lýsingar. Það hafa komið upp brunatilvik, það hafa komið upp atriði þar sem öll umgjörð, hreinlæti og annað er algjörlega óboðlegt, og á meðan við erum að gera út á að þetta sé einhvers konar þjónusta fyrir einstaklinga og jafnvel að hið opinbera sé að styrkja það fjárhagslega þá verðum við bara að gera meiri kröfur. Það er alveg ljóst,“ segir hún.

Í bæði skiptin sem tillagan var lögð fram, núna síðast bara síðasta haust, þá fór hún til fyrri umræðu á alþingi, fór svo til velferðarnefndar, og síðan ekki söguna meir. Það hljóta að vera vonbrigði.

„Já, auðvitað eru það vonbrigði og auðvitað eru ótal mál góð mál lögð fyrir á hverju þingi sem ekki næst að klára. Málið hefur þó fengið góða meðferð og í fyrra skiptið sem málið var lagt fram þá komu mikilvægar umsagnir um tillöguna inn til velferðarnefndar, og málið er örlítið breytt eftir að tillit var tekið til umsagnanna þannig að auðvitað er vinnslan líka mikilvæg. Það er ekki nóg að bara mál séu keyrð í gegn, það þarf líka að hlusta á fagaðila og þau sem veita umsagnir. En þingið er nú ekki búið. Ég mun halda áfram að leggja hana fram ef hún klárast ekki núna, og ég held að það sé alveg pólitískur vilji til þess, og við erum þvert á flokka sammála um það að það þarf auðvitað að hafa alla umgjörð um þennan sérstaklega viðkvæma hóp bara eins og best verður á kosið,“ segir Jódís.

Nú er þetta tillaga sem miðar að ákveðnum aðgerðum af hálfu félags- og vinnumarkaðsráðherra. Geturðu tjáð þig um það hvort hann hefur brugðist við sérstaklega?

Hann hefur bara tekið mjög vel í tillöguna og ég geri ráð fyrir því að það standi ekki á honum að fara í þessa vinnu ef að tillagan nær fram að ganga. 

„Nei, staðan er ekki ásættanleg og það er nú þess vegna sem ég legg fram þessa þingsályktunartillögu“
Jódís Skúladóttir

Fjölbreytilegar afleiðingar eru af því að hver sem er getur stofnað áfangaheimili og að ekkert eftirlit sé síðan með rekstrinum. 

Við erum að sjá, eins og þú nefnir, það er afskaplega slæmur aðbúnaður, fólk upplifir jafnvel ekki öryggi og við höfum séð, og einmitt hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, áfangaheimili þar sem fólk er hreinlega að deyja, fleiri en einn og fleiri en tveir. Er þetta ásættanleg staða?

„Nei, staðan er ekki ásættanleg og það er nú þess vegna sem ég legg fram þessa þingsályktunartillögu. En ég vil nú halda því til haga að það er mjög misjafnlega haldið um hnútana og það eru tekin áfangaheimili þar sem er eftirlit og þar sem er staðið framúrskarandi vel að öllum málum. En það verður auðvitað að vera ljóst að allir spili eftir sömu reglu og það sé hvergi rekið nokkurt úrræði þar sem að lífi og heilsu fólks er ógnað af bara vanrækslu og eftirlitsleysi,“ segir Jódís. 

Greinargerðinni með tillögunni lýkur á orðunum: „Þetta er réttaröryggismál fyrir einstaklinga sem nýta slík úrræði. Á meðan ekki er að finna í íslenskum lögum ákvæði sem varða með beinum hætti starfsemi, leyfisskyldu eða eftirlit með áfangaheimilum er unnt að reka ýmsa starfsemi undir heitinu án sérstaks eftirlits eða leyfis.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brostnar vonir á Betra lífi

Lögfræðingar borgarinnar skoða styrki til Betra lífs
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Lög­fræð­ing­ar borg­ar­inn­ar skoða styrki til Betra lífs

Lög­fræð­ing­ar vel­ferð­ar­sviðs eru að skoða styrki sem Reykja­vík­ur­borg veitti áfanga­heim­il­inu Betra líf á ár­un­um 2020-2023. Þetta kem­ur til eft­ir að Heim­ild­in fjall­aði um að rang­ar upp­lýs­ing­ar hefðu ver­ið í styrk­umsókn­um. Í fyr­ir­spurn vegna máls­ins er með­al ann­ars spurt hvort lit­ið sé á þetta sem til­raun til fjár­svika en eng­in svör fást að svo stöddu.
Brugðust ekki við ábendingum um „ógeðslegar“ aðstæður
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Brugð­ust ekki við ábend­ing­um um „ógeðs­leg­ar“ að­stæð­ur

Árni Dav­íðs­son, deild­ar­stjóri holl­ustu­eft­ir­lits hjá sam­eig­in­legu Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, seg­ir kall­að verði eft­ir breyt­ingu á lög­um til að bæta áfanga­heim­il­um á lista yf­ir eft­ir­lits-og starfs­leyf­is­skylda starf­semi. Auk þess mun eft­ir­lit­ið kalla eft­ir skýr­ari leið­bein­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un er varð­ar að­komu eft­ir­lits­ins að íbúð­ar­hús­næði.
Bæjarfulltrúi í Kópavogi telur áfangaheimili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi tel­ur áfanga­heim­ili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“

Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir kall­ar eft­ir heild­stæðri stefnu­mót­un þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra í Kópa­vogi. Hún seg­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar hafa neit­að að fjár­magna mála­flokk­inn í fjár­hags­áætl­un. Ekk­ert eft­ir­lit er með rekstri svo­nefndra áfanga­heim­ilia og bend­ir Sig­ur­björg Erla á að þau falli á milli kerfa þar sem áfanga­heim­il­in teljst hvorki til heil­brigð­isúr­ræða né gisti­þjón­ustu, þrátt fyr­ir að eiga að vera ein­hvers­kon­ar blanda af hvoru tveggja.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.
Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
1
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
5
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
7
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
8
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
„Enginn sem tekur við af mér“
10
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
7
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár