Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“

Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.

„Hversu margir hafa fengið „hjálp“ frá Betra lífi?“ spyr Sylwia Burzykowska grátandi þar sem hún stendur í eldhúsinu á Kópavogsbraut 69, húsi sem er verið að rífa á meðan hún stendur þarna. Betra líf er áfangaheimili þar sem hún hefur búið ásamt fjórum öðrum. 

Þetta var þann 2. maí síðastliðinn. Ef hún kæmi sér ekki út úr húsinu á næsta klukkutímanum eða svo, var hún viss um að lögreglan yrði kölluð til. Allir aðrir íbúar áfangaheimilisins voru farnir, fóru fyrr um daginn, en Sylwia veit ekki hvert hún á að fara – hún á ekki í annað hús að venda.  

„Ég hélt að ég hefði meiri tíma,“ segir hún og útskýrir að forráðamaður áfangaheimilisins, Arnar Gunnar Hjálmtýsson, hafi fimm dögum fyrr komið á Kópavogsbraut og tilkynnt íbúum að þau þyrftu að flytja út, án þess að gefa upp nákvæma dagsetningu. Arnar vissi frá upphafi að til stæði að rífa húsið, …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafson skrifaði
    en hvar tetta tjald er og tessi gámur veit líklega einhver líklega Arnar
    0
  • David Olafson skrifaði
    sylwya tarf ad fá hjálp til ad komast einhverstadar inn td á konukot hún er vonandi med felagsfultrúa til ad koma henni inn í skikkalega adstædur Pólska samfelagid hjálpar henni líklega ekki eg sár vorkenni henni hún er manneskja módir dóttir og persóna Sem er ad drepa sig á trjósku og óvita skap Med helling af einhverju ónýtu drasli med ser sem má henda Henni tarf ad hjálpa inn í tokkalegt húsnædi med rúmi taki og sæng til nokkra vikna hún verdur enn eitt líkid ef henni verdur ekki hjálpad í hús Vonandi getur einhver sem les tetta hjálpad henni og skutlad í vidtal hjá sýnum felagsfultrúa Hún tarf virkilega á hjálp ad halda núna Svo má skammast einhvad í henni seinna Einhver hjálpa eg er staddur langt í burtu koma henni á konukot
    0
  • GGG
    Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifaði
    Takk fyrir að segja sannleikann.
    4
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Rosalegur þessi alkaiðnaður á Íslandi glæpastarfsemi í kringum þetta og ekki orð að marka kjaftæðið í þessu liði vitringunum. Ruglið og lygaþvættingurinn í kringum þetta frá upphafi og vísindi sem ekki standast skoðun (criminal mind snýst allt um peninga) enda er árangurin bara tjón fyrir samfélagið. 1977 þegar heilaþvottastöðvarnar voru að rísa hver af annari voru innanvið 10 sprautufíklar á öllu landinu fólk sem hafði komist upp á þetta erlendis en nú skipta þeir þúsundum á öllum aldri mest ungt fólk og banvænu eitri blandað út í fikniefnin öðruhvoru til að drepa viðskipavinina og hirða úr þeim líffærin líklega, enda búið að breyta lögum þannig að það er ekkert mál. Löggjöfin er úthugsuð til að framleiða kynlífsþræla, þræla og glæpamenn fyrir elítuna og dópsalarnir oftast rottur á vegum lögreglunnar enda er spillingin orðin slík að innmúraðir kaupa sig framhjá lögum í gegnum valdstjórnina í afbrotum gegn almennum borgurum og engu líkara en að blaðamenn hafi það sem aukabúgrein að þegja frekar en að segja frá. Það er sko alveg á hreinu að Íslensk svokölluð yfirvöld hafa ekki efni á að gagnrýna hvorki aftökur á almennum borgurum annarstaðar né stjórnarfar yfir höfuð eða mannréttindabrot. Þannig er nú staðan á Íslandi í raun þó þori fáir að tjá sig. Glæpamennirnir sem stjórna eru með allskynns búgreinar í kringum sjúkdómshugtakið eins og að hirða eignir af þeim sem liggja vel við höggi (samanber pólska öryrkjan í keflavík sem 50 milljóna íbúð var hirt af fyrir 5 milljónir hann er ekki sá eini)og gera út sérþjálfað fólk í að reyna að troða fíknihugtakinu upp á heilbrigða sem koma þarf höggi á til að koma þeim í sömu stöðu og þetta fólk er í þ.e. á þeim má níðast og traðka á og lögregla skiptir sér ekki af en það þarf ekki þennan hóp til. Lögreglan á Íslandi er meira í að passa upp á sakamál elítunnar þau komist ekki upp á yfirborðið frekar en að aðstoða almenna borgara sem lenda í hyski elítunnar sem hún tekur á leigu frá ríkinu
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brostnar vonir á Betra lífi

„Auðvitað fullkomlega galið“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Auð­vit­að full­kom­lega gal­ið“

Þing­mað­ur Vinstri grænna gagn­rýn­ir að hægt sé að reka áfanga­heim­ili án þess að þurfa til þess leyfi og að ekk­ert eft­ir­lit sé með rekstr­in­um. Hún hef­ur tví­veg­is lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem mið­ar að því að lög um slíkt séu sett. „Það verð­ur auð­vit­að að vera ljóst að all­ir spili eft­ir sömu reglu og það sé hvergi rek­ið nokk­urt úr­ræði þar sem að lífi og heilsu fólks er ógn­að af bara van­rækslu og eft­ir­lits­leysi,“ seg­ir Jó­dís Skúla­dótt­ir.
Brugðust ekki við ábendingum um „ógeðslegar“ aðstæður
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Brugð­ust ekki við ábend­ing­um um „ógeðs­leg­ar“ að­stæð­ur

Árni Dav­íðs­son, deild­ar­stjóri holl­ustu­eft­ir­lits hjá sam­eig­in­legu Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, seg­ir kall­að verði eft­ir breyt­ingu á lög­um til að bæta áfanga­heim­il­um á lista yf­ir eft­ir­lits-og starfs­leyf­is­skylda starf­semi. Auk þess mun eft­ir­lit­ið kalla eft­ir skýr­ari leið­bein­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un er varð­ar að­komu eft­ir­lits­ins að íbúð­ar­hús­næði.
Bæjarfulltrúi í Kópavogi telur áfangaheimili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi tel­ur áfanga­heim­ili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“

Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir kall­ar eft­ir heild­stæðri stefnu­mót­un þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra í Kópa­vogi. Hún seg­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar hafa neit­að að fjár­magna mála­flokk­inn í fjár­hags­áætl­un. Ekk­ert eft­ir­lit er með rekstri svo­nefndra áfanga­heim­ilia og bend­ir Sig­ur­björg Erla á að þau falli á milli kerfa þar sem áfanga­heim­il­in teljst hvorki til heil­brigð­isúr­ræða né gisti­þjón­ustu, þrátt fyr­ir að eiga að vera ein­hvers­kon­ar blanda af hvoru tveggja.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.
Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár