Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
Skyggnst inn í heim Carbfix. Heimildin rýnir í fjárfestingakynningu Carbfix þar sem má finna ítarlegar upplýsingar um framtíðaráætlanir Carbfix. Mynd: Carbfix

Carbfix, fyrirtæki Orkuveitunnar sem fargar kolefnum með því að dæla þeim ofan í jörðina, stefnir að mun meiri niðurdælingu á koldíoxíði í Hafnarfirði en íbúum hefur verið sagt frá. Fyrirtækið stefnir að niðurdælingu í gegnum verkefni sem hefur fengið nafnið Coda Terminal í útjaðri bæjarins. Carbfix hefur gert viljayfirlýsingu við fyrirtæki sem hefur hlotið dóm fyrir glæpi gegn mannkyni um að taka við og dæla niður í íslenska jörð meira en tveimur milljónum tonna af CO2. Fyrirtækið neitar því að það ætli að dæla meira niður, en áréttar að ef áhugi væri á slíku í framtíðinni, fæli það í sér nýtt verkefni sem yrði lagt fyrir í nýju umhverfismati. Í viðskiptaáætlun fyrirtækisins segir að sótt verði um auknar heimildir til niðurdælingar, í fyrsta ársfjórðungi árið 2026.

Þær áætlanir Coda Terminal sem hafa verið kynntar fyrir íbúum ganga út á að flytja inn og dæla niður þremur milljónum tonna af koldíoxíði, …

Kjósa
61
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GT
    Geir Thorolfsson skrifaði
    í þessari grein er tæpt á otal mörgum atriðum, mörgum óviðkomandi Carbfix. Til dæmis REI hneikslið. Hvað er sameiginlegt? Ég hef fylgst með Carbfix málum frá upphafi og tel lausn þeirra við að farga CO2 vera mjög snjalla.
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Þarna virðist meiriháttar svikamilla á ferðinni og almannafé (lesist: annarra manna fé) er jú oftast laust í hendi.
    En áfram skal haldið og nú þarf traustan aðila til að veita þessi forstöðu. Er ekki BjarN1 atvinnulaus ?
    2
  • Ótrúleg glæpastarfsemi...🫣🥴
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár