Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Segja Carbfix ekki gjaldþrota þrátt fyrir bókfært núllvirði

Orku­veit­an seg­ir að þótt bók­fært virði Car­bfix sé ekk­ert þýði það ekki að fé­lag­ið sé „gjald­þrota eða án verð­mæt­is“. Reikn­ings­skil­in end­ur­spegli ekki fram­tíð­ar­verð­mæti. „Orku­veit­an er sann­færð um að raun­veru­leg verð­mæta­sköp­un fé­lags­ins muni koma fram með tím­an­um.“

Segja Carbfix ekki gjaldþrota þrátt fyrir bókfært núllvirði

Í skriflegu svari Orkuveitunnar til Heimildarinnar segir að bókfært virði Carbfix hafi verið fært niður í núll, þar sem eigið fé Carbfix hafi verið neikvætt um áramót. „Þetta þýðir hins vegar ekki að félagið sé gjaldþrota eða án verðmætis,“ segir í svarinu. Þar er rakið að reikningsskilin byggi á afskrifuðu kostnaðarverði en ekki gangvirðismati og taki ekki mið af markaðsvirði né framtíðarverðmætasköpun. „Orkuveitan er sannfærð um að raunveruleg verðmætasköpun félagsins muni koma fram með tímanum.“

Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar segir að Carbfix starfi á nýjum og óþroskuðum markaði. Uppbygging fyrirtækisins krefjist þolinmæði og langtímasýnar. Félagið njóti áframhaldandi stuðnings í gegnum lánalínu frá Orkuveitunni, sem tryggi Carbfix nægilegt lausafé til rekstrar á meðan unnið sé að næstu skrefum í þróun og fjármögnun.

„Þegar horft er á stöðu Carbfix í samhengi við samstæðu Orkuveitunnar er ljóst að virði þess sem félagið hefur þegar skapað – hvort …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GHG
    Gunnar Hjalti Guðmundssson skrifaði
    Carbfix er eitt stærsta afrek íslenskra vísindamanna í umhverfismálum.
    Með hreinsun og niðurdælingu náðist að hreinsa brennisteinsvetni úr andrúmsloftinu í Reykjavík. Kolefnisbindingin var svo bónus.
    Mér finnst þessi umfjöllun Heimildarinnar leiðindatuð sem á engan rétt á sér.
    0
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Einmitt. Carbfix var líka bara stofnað sem góðgerðamála og til þjónustu sem mannúðarsamtök vegna mengunar. Þetta er ekki ágóða drifið hlutafélag sem byggist á viðskiptum fjárfestanna. Bara alls ekki. Nei. 😂🤣🤪🤓
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár