Svæði

Ísland

Greinar

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Íslenskir rithöfundar klofnir vegna Palestínu
MenningÁrásir á Gaza

Ís­lensk­ir rit­höf­und­ar klofn­ir vegna Palestínu

Nokkr­ir rit­höf­und­ar hafa gagn­rýnt Rit­höf­unda­sam­band Ís­lands fyr­ir að taka ekki af­stöðu gegn árás­um Ísra­els á Palestínu. Formað­ur RSÍ seg­ir að í lög­um sam­bands­ins standi að það taki ekki póli­tíska af­stöðu og ein­hug­ur sé með­al stjórn­ar­inn­ar að senda ekki út yf­ir­lýs­ing­ar um mál­ið. Þeir fé­lags­menn sem hún hafi heyrt í séu klofn­ir í tvennt í af­stöðu sinni.
Jón Guðni Ómarsson: „Ég biðst afsökunar“
ViðtalSalan á Íslandsbanka

Jón Guðni Óm­ars­son: „Ég biðst af­sök­un­ar“

Nýr banka­stjóri Ís­lands­banka seg­ir bank­ann hafa gert mis­tök með því að girða ekki fyr­ir að starfs­menn bank­ans gætu sjálf­ir keypt í hon­um. Jón Guðni Óm­ars­son seg­ir bank­ann sömu­leið­is hafa gert mis­tök með við­brögð­um sín­um eft­ir að sátt hans við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið varð op­in­ber, í stað þess að sýna auð­mýkt hafi bank­inn far­ið í vörn. „Ég skil hana mjög vel,“ seg­ir Jón Guðni að­spurð­ur um hvort hann skilji reiði fólks í garð bank­ans.
Ríkisendurskoðandi: „Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af málum“
FréttirLindarhvoll

Rík­is­end­ur­skoð­andi: „Sig­urð­ur hafði ekki um­boð til að hafa af­skipti af mál­um“

Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir dreif­ingu grein­ar­gerð­ar Sig­urð­ar Þórð­ar­son­ar, setts rík­is­end­ur­koð­anda með Lind­ar­hvoli, vera lög­brot. Grein­ar­gerð­in hafi ekk­ert er­indi átt út úr húsi Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Þá hafi Sig­urð­ur alls ekki haft full­ar heim­ild­ir rík­is­end­ur­skoð­anda í störf­um sín­um, ólíkt því sem hald­ið hafi ver­ið fram.

Mest lesið undanfarið ár