Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Baktería hermannaveiki í öðru húsi Leigufélags aldraðra

Leg­i­o­nella hef­ur fund­ist í tveim­ur fjöl­býl­is­hús­um Leigu­fé­lags aldr­aðra í Vatns­holti. Hún get­ur vald­ið her­manna­veiki sem leggst verst á fólk með und­ir­liggj­andi áhættu­þætti eins og há­an ald­ur.

Baktería hermannaveiki í öðru húsi Leigufélags aldraðra
Vatnsholt 1 og 3 Nýju fjölbýlishúsin þar sem hermannaveiki hefur komið upp voru byggð af Leigufélagi aldraðra. Mynd: Leigufélag aldraðra

Bakterían Legionella sem veldur hermannaveiki hefur fundist í tveimur fjölbýlishúsum Leigufélags aldraðra í Vatnsholti. Allir íbúar eru 60 ára eða eldri en veikin leggst illa í fólk með háan aldur.

Heimildin greindi nýverið frá því að ein manneskja hefði greinst með hermannaveiki í Vatnsholti 1 sem stendur við svokallaðan Sjómannaskólareit. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór í hreinsunaraðgerðir á vatnskerfi hússins í kjölfarið.

Legionella

Aðgerðirnar báru hins vegar ekki nægilega góðan árangur, að því segir í bréfi sem sóttvarnarlæknir sendi íbúum húsanna á föstudag. Bakterían er enn til staðar í lögnum hússins við Vatnsholt 1 og er einnig komin upp í Vatnsholti 3.

Íbúar húsanna hafa verið beðnir um að fara ekki í sturtu í íbúðunum þar til hreinsunaraðgerðum er lokið þar sem smithættan er fyrst og fremst tengd vatnsúða sem myndast þegar sturtur eru notaðar. Íbúar þurfa einnig að sjóða allt vatn sem sett er í rakatæki og rakahylki kæfisvefnsöndunarvéla og skipta um vatn daglega. Smit eiga sér hins vegar ekki stað á milli manna og áfram má nota vatnið til drykkjar.

„Fyrir 2 vikum var ráðist í umfangsmiklar hreinsunaraðgerðir á vatnskerfi í Vatnsholti 1 en þær báru ekki nægilega góðan árangur og þarf því að endurtaka þær,“ segir í bréfinu. „Tekin voru sýni úr vatnskerfi í Vatnsholti 3 og kom í ljós að Legionellu er einnig að finna í vatnskerfinu þar og því þarf að ráðast í hreinsunaraðgerðir þar. Heilbrigiseftirlit Reykjavíkur stýrir aðgerðum.“

51 íbúð er í þessum tveimur þriggja hæða fjölbýlishúsum við hlið Sjómannaskólans sem voru kláraðar árið 2023. Fyrsta skóflustungan að þeim var tekin árið 2021. Leigufélagið var stofnað af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrennis með það að markmiði að tryggja sem flestum sem náð hafa 60 ára aldri hentugt húsnæði til leigu.

Hár aldur meðal áhættuþátta

Hermannaveiki orsakast af bakteríunni legionella pneumophila og eru náttúruleg heimkynni hennar í vatni. Smit geta orðið þegar svifúði myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum og berst í öndunarveg fólks. Alvarleg veikindi verða helst hjá fólki með undirliggjandi áhættuþætti. Eru þeir til dæmis hár aldur, reykingar, langvinnir lungnasjúkdómar, ónæmisskerðing, áfengissýki og nýrnabilun.

Helstu einkenni hermannaveiki eru hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur, að því fram kemur á Vísindavefnum. „Lungnabólga er alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða í 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki er 2–10 dagar.“

Leiðrétting: Í greininni stóð áður að fleiri íbúar en einn hefðu veikst af hermannaveiki. Það hafði ekki fengist staðfest við birtingu greinarinnar.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár