Varnarlaus börn á vistheimili
Greinaröð janúar 2021

Varnarlaus börn á vistheimili

Nokkrar konur stigu fram í Stundinni og sögðu frá ofbeldi á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi í Eyjafirði árin 1997 til 2007.
Saga af harðræði og ofbeldi í áratug
TímalínaVarnarlaus börn á vistheimili

Saga af harð­ræði og of­beldi í ára­tug

Gögn sýna að ít­rek­að var greint frá því að stúlk­ur sem vist­að­ar voru í Varp­holti og á Laugalandi teldu sig beitt­ar harð­ræði og að þær uppp­lifðu of­beldi. Skjalfest er að þeg­ar ár­ið 2000 var kvart­að til Barna­vernd­ar­stofu og ít­rek­að eft­ir það bár­ust upp­lýs­ing­ar af sama meiði.
Gleymdust við vinnslu Laugalandsskýrslunnar
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Gleymd­ust við vinnslu Lauga­lands­skýrsl­unn­ar

„Ég beið bara og beið eft­ir að vera boð­uð í við­tal. Það gerð­ist aldrei,“ seg­ir Harpa Særós Magnús­dótt­ir, sem vist­uð var á Laugalandi ár­ið 2000. Að minnsta kosti þrír fengu aldrei boð um við­tal við rann­sókn­ar­nefnd­ina.
Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Stúlkan „hefur einlægan vilja til að verða aumingi og geðsjúk“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stúlk­an „hef­ur ein­læg­an vilja til að verða aum­ingi og geð­sjúk“

Börn á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi voru beitt kerf­is­bundnu, and­legu of­beldi sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar. Slá­andi lýs­ing­ar er að finna í fund­ar­gerð­ar­bók­um starfs­manna. Þar er einnig að finna frá­sagn­ir af al­var­legu lík­am­legu of­beldi.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.
Biðin eftir niðurstöðu í Laugalandsmálinu orsakar áfallastreitu
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Bið­in eft­ir nið­ur­stöðu í Lauga­lands­mál­inu or­sak­ar áfall­a­streitu

Kol­brún Þor­steins­dótt­ir, ein kvenn­ana sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, seg­ir að það að hafa greint frá of­beldi sem hún varð fyr­ir þar hafi vald­ið áfall­a­streitu. Hið sama megi segja um fleiri kvenn­anna. Löng bið eft­ir nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar á með­ferð­ar­heim­il­inu hef­ur auk­ið á van­líð­an kvenn­ana.
Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Tak­mörk­uð svör um rann­sókn á Laugalandi draga úr trausti kvenn­anna

Fátt er um svör um fram­gang rann­sókn­ar á því hvort kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi hafi ver­ið beitt­ar harð­ræði eða of­beldi. Gígja Skúla­dótt­ir, ein kvenn­anna sem steig fram og sagði sína sögu, seg­ir leynd­ar­hyggj­una óheppi­lega.
Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Kona sem upp­lifði harð­ræði á Laugalandi lýs­ir sím­tali frá Braga

Bragi Guð­brands­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, hringdi í konu sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi fyr­ir tveim­ur vik­um síð­an. Kon­an seg­ir Braga hafa full­yrt að eng­in gögn styddu það að kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hefðu ver­ið beitt­ar of­beldi þar. Ell­efu kon­ur hafa lýst harð­ræði og of­beldi af hálfu Ingj­alds Arn­órs­son­ar for­stöðu­manns. Bragi seg­ir tíma­bært að „mað­ur sé ekki hundelt­ur“ vegna slíkra mála.
Gögn um meðferðarheimilið Laugaland fást ekki afhent
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Gögn um með­ferð­ar­heim­il­ið Lauga­land fást ekki af­hent

Barna­vernd­ar­stofa synj­aði af­hend­ingu á gögn­um þar sem of­beldi á hend­ur stúlk­um sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi var lýst fyr­ir Braga Guð­brands­syni, þá­ver­andi for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar. Úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál tók sér sjö og hálf­an mán­uð til að stað­festa synj­un­ina.
Skólastjórnendur trúðu ekki frásögn stúlku af ofbeldi á Laugalandi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skóla­stjórn­end­ur trúðu ekki frá­sögn stúlku af of­beldi á Laugalandi

Stúlka sem vist­uð var á Laugalandi trúði skóla­syst­ur sinni í Hrafnagils­skóla fyr­ir því að hún væri beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu og sýndi henni áverka á lík­ama sín­um. Skóla­stjórn­end­ur vís­uðu frá­sögn þar um á bug með þeim orð­um að stúlk­urn­ar á Laugalandi væru vand­ræð­aungling­ar sem ekki ætti að trúa. Fyrr­ver­andi skóla­stjóri seg­ir að í dag myndi hann tengja þær að­ferð­ir sem beitt var á með­ferð­ar­heim­il­inu við of­beldi.
Varð að gefa frá sér barnið sitt eftir vistina á Laugalandi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Varð að gefa frá sér barn­ið sitt eft­ir vist­ina á Laugalandi

„Ég upp­lifði eins og þau væru bú­in að ræna þeim báð­um,“ seg­ir móð­ir konu sem eign­að­ist dreng að­eins fimmtán ára á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi. Kon­an var vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í eitt og hálft ár með ung­barn­ið.