Greindi Braga frá ofbeldinu en hann gerði ekkert með það
María Ás Birgisdóttir lýsir því að hún hafi verið beitt illri meðferð og andlegu ofbeldi af Ingjaldi Arnþórssyni þegar hún var vistuð á meðferðarheimlinu Laugalandi. Hún greindi þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guðbrandssyni, frá ofbeldinu en hann bar lýsingu hennar í Ingjald sem hellti sér yfir hana fyrir vikið. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda brugðust ekki við ítrekuðum upplýsingum Maríu um ástandið á Laugalandi.