Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.

„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Gleðin drepin niður Ásta lýsir því að gleðin í henni hafi verið drepin niður á Laugalandi. Hún hafi sífellt verið kvíðin og vaknað með hnút í maganum alla daga. Mynd: Úr einkasafni

„Hann kom ofbeldinu oft frá sér eins og það væri grín, en það var það alls ekki. Hann til dæmis felldi mig einu sinni, brá fæti fyrir mig, og hló síðan bara. Hann sparkaði í mig, undir þeim formerkjum að ég ætti að koma mér til að fara að gera eitthvað ákveðið. Það var alltaf eitthvað.“

Þetta segir Ásta Önnudóttir, sem í byrjun árs 2001 var send í vistun á meðferðarheimilið á Laugalandi, þá fimmtán ára gömul. Stundin hefur á undanförnum vikum greint frá ásökunum kvenna sem vistaðar voru á Laugalandi, áður í Varpholti, á hendur Ingjaldi Arnþórssyni sem var forstöðumaður meðferðarheimilisins á árunum 1997 til 2007.

Ásta er áttunda konan sem stígur fram í Stundinni og ber að Ingjaldur hafi beitt sig og aðrar stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu. Ingjaldur neitaði þeim ásökunum í viðtali við Stundina. Ríkisstjórnin samþykkti 19. febrúar, að tillögu Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra, að rannsaka ætti hvort börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hefðu orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi.

Ásta segir að hún hafi verið send á Laugaland vegna hegðunarvandamála. Hún hafi orðið fyrir misnotkun sem barn sem hafi sett verulegt mark á hana, hún hafi sótt í misjafnan félagsskap og meðal annars fiktað við að reykja kannabis. Móðir hennar og fósturfaðir áttu erfitt með að eiga við hana og var hún meðal annars send á meðferðarheimilið Stuðla.

„Ég var bara reið, rosa reiður krakki. Þegar ég kom á Laugaland fannst mér strax skrítið andrúmsloft þar en ég ákvað að ég skyldi nú gefa þessu séns. Mig óraði hins vegar ekki fyrir því hvernig þetta myndi verða. Ég hafði áður verið á Stuðlum og þess vegna hélt ég að þetta yrði nokkuð líkt, nema bara lengri tími. En það var aldeilis ekki svoleiðis.“

Lýsir því að hún hafi verið lokuð inni í kompu

Ásta lýsir því að þegar hún kom á Laugaland hafi henni verið kynntar reglur þær sem giltu á Laugalandi. „Við fengum ekki fötin okkar, við fengum ekki málningardót, við fengum ekki þetta og ekki hitt, ekki að hlusta á tónlist. Ég fengi að vera í fötunum sem ég var í þá en ég fékk ekki föt til skiptanna, ekki fyrr en síðar. Fyrsta morguninn var ég síðan rifin á lappir og sagt að ég kæmist ekki upp með neinn vitleysisgang og leti eins og heima hjá mér. Ég var látin sitja upp í stofunni allan daginn og mátti ekki gera neitt.“

„Ég man að ég ranghvolfdi augunum og þá fauk í hann. Hann reif í handlegginn á mér og hrinti mér niður stigann þar sem ég endaði á vegg“

Skömmu síðar fór Ásta á einn af þeim fundum sem reglulega voru haldnir á heimilinu. Þar komst hún að því að framkoma eins og sú sem henni var sýnd þennan fyrsta morgun væri ekki einsdæmi. „Á fyrsta fundinum átti ég að kynna mig, sem ég gerði. Ingjaldur byrjaði á því að segja: Þú ert hingað komin vegna þess að þú ert óalandi og óferjandi og þú ert ekki hæf í samfélagið. Mér brá rosalega við þetta. Ég var barn sem hafði alltaf verið hlæjandi, alltaf syngjandi, vakið athygli á mér og fengið aðra til að brosa, ég var svona trúður. Umhverfið á Lagualandi var hins vegar þannig að allt slíkt var drepið niður og mjög fljótlega fóru að verða árekstrar milli mín og Ingjaldar þess vegna. Til að byrja með svaraði ég fullum hálsi og þá var mér refsað fyrir. Hurðin var tekin af hjörunum að herberginu mínu og ég held að þannig hafi það verið í tvær vikur, herbergið mitt hafi verið hurðarlaus. Ég var lokuð inni í kompu, ég var sett í strokugallann og ég var niðurlægð, ítrekað.“

Ásta lýsir því að ákveðið vikuplan hafi verið í gangi á Laugalandi er varðaði þrif og þvotta. „Ég man að ég fékk það hlutverk að ryksuga stigann og gangana, sem ég gerði. Svo var farið að fara yfir þrifin og þá fannst honum [Ingjaldi] það ekki nógu vel gert. Ég spurði á móti hvað hann ætti við, ég hefði bara gert eins og Áslaug hefði sagt mér að gera. Ingjaldi fannst hins vegar ekki í lagi að ég svaraði fyrir mig og byrjaði að öskra á mig. Ég man að ég ranghvolfdi augunum og þá fauk í hann. Hann reif í handlegginn á mér og hrinti mér niður stigann þar sem ég endaði á vegg. Ég var öll marin á eftir. Þetta gerðist á annarri vikunni minni.“

Var bara lítil, hrædd stelpa

Ásta segir að hún hafi oftar orðið fyrir líkamlegu ofbeldi eftir þetta, og þá hafi það ofbeldi oft verið klætt í form einhvers konar gríns, þó ekki hafi henni þótt það fyndið. „En andlega ofbeldið var samt verra. Hann sagði að það væri búið að taka mig úr umferð því mamma og pabbi vildu mig ekki. Hann sagði svona ítrekað við okkur allar stelpurnar, að foreldrar okkar væru búnir að gefast upp á okkur og þess vegna værum við þarna komnar, það væri ekki hægt að hafa okkur úti í samfélaginu. Í hvert einasta skipti sem var fundur þarna sagði hann þetta yfir allan hópinn. Sú sem var tekin fyrir á þeim fundum, og það var alltaf einhver, fékk extra skammt, hún væri tík og hálfviti, en það var alltaf talað yfir hópinn eins og við værum fangar.“

„Ég man eftir því að ég reyndi að finna út úr því hvort ég gæti hengt mig í kojunni í herberginu mínu“

Eftir því sem leið á vistun Ástu á Laugalandi varð hún sífellt kvíðnari og stressaðri, lýsir hún. Hún hafi haft stanslausar áhyggjur af því að segja eitthvað rangt eða gera eitthvað rangt, sem Ingjaldi myndi mislíka. Hún hafi vaknað með hnút í maganum á morgnana því hún hafi aldrei vitað hvað myndi gerast þann daginn. „Ég var bara lítil og hrædd stelpa og það var enginn að hlusta á mig eða hjálpa mér. Ég var orðin alveg niðurbrotin og það eina sem ég vildi var að deyja. Ég gerði aldrei alvöru tilraun til þess en ég man eftir því að ég reyndi að finna út úr því hvort ég gæti hengt mig í kojunni í herberginu mínu. Ég prófaði að binda bol í kojuna en ég fann ekki út úr því hvernig ég ætti að gera þetta og sem betur fer varð ekki úr því.“

Upplifði skoðun hjá kvensjúkdómalækni sem misnotkun

Eitt af því sem situr hvað mest í Ástu eftir vistunina á Laugalandi lýsir hún að hafi verið að hún hafi verið send til kvensjúkdómalæknis án síns vilja. Hún hafi fengið blöðrubólgu, það hafi ekki verið óalgengt, hún hefði fengið slíkar sýkingar margoft áður. „Ég fékk einkenni blöðrubólgu og fór þá til Áslaugar að tala við hana um þetta. Hún glotti að mér og sagði að ég yrði að fara til læknis því ég væri örugglega bara með klamydíu. Ég vissi ekki einu sinni hvað klamydía var. Ég hélt að við myndum fara til læknis og ég færi í þvagprufu eins og ég hafði oft gert áður. Það var hins vega ekki farið með mig til læknis fyrr en vikuna á eftir.“

„Ég grét alla skoðunina“

Ásta lýsir því að hún hafi ekki vitað af því að hún væri að fara til kvensjúkdómalæknis heldur hefði talið að hún væri að fara til heimilislæknis. Það hafi hins vegar runnið upp fyrir henni að svo var ekki þegar keyrt var inn á Akureyri og í venjulegt íbúðahverfi. Þar hafi verið farið til læknis sem hafði stofu í kjallara í íbúðarhúsi. „Þar sá ég að þetta var greinilega kvensjúkdómalæknir. Ég sagðist ekki vilja fara til hans því ég hafði aldrei áður farið til kvensjúkdómalæknis, ég vildi bara fá að tala við mömmu mína. Hún [Áslaug] sagði að ég ætti ekki að láta svona, þetta væri ekkert mál. Ég skyldi hins vegar ekki af hverju ég ætti að fara til kvensjúkdómalæknis vitandi að ég væri bara með blöðrubólgu. Þetta situr rosalega í mér, þarna fór ég í þessa skoðun nauðug viljug. Ég grét alla skoðunina. Mér fannst þetta svo óþægilegt, mér fannst eins og ég hefði verið misnotuð aftur.

Áslaug kallaði mig síðan inn til sín seinna, eftir skoðunina, og sagði mér að ég væri með bullandi kynsjúkdóma og spurði mig hvort ég væri bara einhver drusla sem svæfi hjá hverjum sem væri. Ég veit eiginlega ekki hvernig það hefði átt að vera, ég var ekki það kynferðislega aktív á þessum tíma, ég átti sama kærastann frá því ég var tólf ára og þar til ég var sautján ára. Mér fannst þetta mjög skrýtið allt saman. Ég spurði mömmu út í þetta seinna og hún sagði að hún hefði aldrei fengið neinar upplýsingar um það, hvorki að ég hefði verið send til kvensjúkdómalæknis eða að ég hefði verið með einhverja kynsjúkdóma. Mamma sagði líka að hún hefði aldrei gefið neitt leyfi til þess að ég væri send til kvensjúkdómalæknis.“

Þegar Ásta var búin að vera vistuð á Laugalandi í eina átta mánuði segir hún að runnið hafi upp fyrir sér að eina leiðin til að hún kæmist burt þaðan og heim til sín væri að gera allt sem henni væri sagt, möglunarlaust. „Þau [Ingjaldur og Áslaug] sögðu kannski við mig að ég væri heimsk og af hverju ég skildi ekki reglurnar. Í staðinn fyrir að svara fyrir mig þá beygði ég mig bara, leyfði þeim að ganga yfir mig, sagðist bara ætla að reyna að bæta mig. Það kom bara yfir mig einhver vilji til að lifa og komast heim, sem loksins gerðist en þó ekki fyrr en eftir heilt ár í viðbót,“ segir Ásta. Hún nýtti líka öll tækifæri til að komast út af heimilinu, fékk að mjólka kýr á bæjunum í nágrenninu, var í hestamennsku á nálægum bæ og spilaði fótbolta. Allt til að vera ekki inni á Laugalandi.

Vill fá viðurkenninguÁsta vill að viðurkennt verði að brotið hafi verið á þeim stúlkum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu á Laugalandi.

Glaða barnið týndist

Lengi eftir að hún kom út af Laugalandi segir Ásta að hún hafi glímt við kvíða og hræðslu, hún hafi ekki verið hún sjálf og ekki fundið þá barnslegu gleði sem áður einkenndi hana. Hún rekur það til þess andlega ofbeldis sem hún lýsir að hún hafi orðið fyrir á Laugalandi. „Þegar ég var vistuð á Stuðlum var ýtt undir að ég hlustaði á tónlist, það var það sem ég elskaði að gera. Mig langaði að verða söngkona og mig langaði að verða leikkona og á Stuðlum var ýtt undir allt þetta. En þegar ég var komin norður á Laugaland var þetta hegðun sem var ekki sögð við hæfi út á við, að vera fyndin og koma með hnyttin tilsvör var ekki við hæfi. Þetta var barið úr mér. Ég er ennþá að jafna mig á þessu, þó ég sé orðin miklu líkari því sem ég var. Það hefur tekið mig mjög langan tíma að læra að treysta fólki aftur. Í samböndum með karlmönnum þurfti ég alltaf að vera einhver önnur en ég í raun var, ég þurfti alltaf að vera eins og einhver lítil dúkka. Það var alltaf þessi rödd í höfðinu á mér sem sagði að ef ég væri bara ég sjálf myndi þeim þykja ég asnaleg, heimsk, að hegðunin væri ekki við hæfi, eins og alltaf var verið að segja við mig á Laugalandi.“

Ásta er sem fyrr segir greind með áfallastreituröskun, sem rakin er til kynferðisbrotsins sem hún varð fyrir sem barn. Þegar hún var í greiningarferli vegna kvíða og félagsfælni, komin yfir tvítugt, rakti hún sögu sína fyrir sálfræðingnum sem vann að greiningunni. „Sá sagði að allar líkur væru á að dvölin á Laugalandi hefði haft áhrif á vantraust mitt á fullorðnu fólki og ótta minn við að koma fram eins og ég er. Enn þann dag í dag á ég erfitt með að skilja hvaðan þessi grimmd í minn garð kom. Ég var bara barn. Barn sem átti við félagslegan vanda að stríða, átti erfitt með að fóta mig og var í slæmum félagsskap. Þau áttu að hjálpa mér, ekki meiða mig meira og drepa niður allan karakter. Ég lít á þetta þannig að við höfum aldrei verið börn í þeirra augum, við vorum bara launatékki fyrir þeim.“

„Ég vil að barnaverndarnefndir verði rannsakaðar líka.“

Ásta segist ánægð með að búið sé að ákveða að rannsaka rekstur meðferðarheimilisins en hún vill að slíkt hið sama verði gert varðandi öll önnur vistheimili, fósturheimili og barnaheimili í landinu, sem ekki hafa þegar verið rannsökuð. „Ég vil að barnaverndarnefndir verði rannsakaðar líka. Ég vil ekki að nokkurt einasta barn á landinu þurfi nokkurn tíma að upplifa neitt í líkingu við það sem við þurftum að upplifa en því miður er ég alveg hundrað prósent viss um að eitthvað sambærilegt er enn að gerast í dag. Númer eitt, tvö og þrjú vil ég að það verði viðurkennt að þetta hafi átt sér stað. Ég vil líka að barnaverndaryfirvöld viðurkenni það og að þar hafi verið vitað um þetta, það hafi verið komnar fram sögur og vísbendingar um þetta ofbeldi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Gleymdust við vinnslu Laugalandsskýrslunnar
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Gleymd­ust við vinnslu Lauga­lands­skýrsl­unn­ar

„Ég beið bara og beið eft­ir að vera boð­uð í við­tal. Það gerð­ist aldrei,“ seg­ir Harpa Særós Magnús­dótt­ir, sem vist­uð var á Laugalandi ár­ið 2000. Að minnsta kosti þrír fengu aldrei boð um við­tal við rann­sókn­ar­nefnd­ina.
Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Stúlkan „hefur einlægan vilja til að verða aumingi og geðsjúk“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stúlk­an „hef­ur ein­læg­an vilja til að verða aum­ingi og geð­sjúk“

Börn á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi voru beitt kerf­is­bundnu, and­legu of­beldi sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar. Slá­andi lýs­ing­ar er að finna í fund­ar­gerð­ar­bók­um starfs­manna. Þar er einnig að finna frá­sagn­ir af al­var­legu lík­am­legu of­beldi.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Nýtt efni

Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.
Verkföllin farin að hafa töluverð áhrif
Allt af létta

Verk­föll­in far­in að hafa tölu­verð áhrif

Kjara­deila BSRB-fé­laga hring­inn í kring­um land­ið og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur ver­ið í hörð­um hnút, þó mál hafi þokast áfram í vik­unni. Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir stend­ur í stafni hjá BSRB.
Guðlaugur Þór: „Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum“
FréttirFernurnar brenna

Guð­laug­ur Þór: „Ég lít á þessa um­fjöll­un mjög al­var­leg­um aug­um“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra mun kalla for­svars­menn Sorpu og Úr­vinnslu­sjóðs á fund eft­ir helgi vegna frétt­ar Heim­ild­ar­inn­ar um skort á end­ur­vinnslu á fern­um.
Hafnar sáttaumleitunum Samherja
Fréttir

Hafn­ar sáttaum­leit­un­um Sam­herja

Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.
Börn og ópíóðar
Aðsent

Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, Sæunn Kjartansdóttir og Sigrún Júlíusdóttir

Börn og ópíóð­ar

Þrír sér­fræð­ing­ar segja að það sé ekki gef­ið að þeir sem glími við fíkn eigi erf­iða reynslu úr barnæsku. Börn með áfalla­sögu eða reynslu af van­rækslu eða of­beldi eru hins veg­ar í mun meiri áhættu en önn­ur börn gagn­vart fíkn.
Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • Þóra Dungal fallin frá
    6
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.