Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna

Fátt er um svör um fram­gang rann­sókn­ar á því hvort kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi hafi ver­ið beitt­ar harð­ræði eða of­beldi. Gígja Skúla­dótt­ir, ein kvenn­anna sem steig fram og sagði sína sögu, seg­ir leynd­ar­hyggj­una óheppi­lega.

Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna
Óþægilegt að fá engar upplýsingar Gígja segir að það rýri traust kvennanna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, á rannsókn GEF að engar upplýsingar séu gefnar um framgang rannsóknarinnar. Mynd: Stundin / Samsett

Ekki fást skýrar upplýsingar um framgang rannsóknar Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) á því hvort börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, hafi verið beitt ofbeldi eða sætt illri meðferð. Sömuleiðis neitar stofnunin að upplýsa um hvernig staðið er að rannsókninni, til að mynda við hverja hafi verið rætt til að afla vitnisburðar um starfsemi meðferðarheimilisins. Ein kvennanna sem vistuð var á meðferðarheimilinu gagnrýnir skort á svörum frá nefndinni og segir það ekki til þess fallið að skapa traust á rannsókninni.

„Mér finnst það mjög óheppilegt þar eð það væri eðlilegra að við fengjum reglulegar upplýsingar um framgang rannsóknarinnar, það myndi auka traust okkar á henni,“ segir Gígja Skúladóttir, ein kvennanna sem stigið hafa fram og lýst dvölinni í Varpholti og á Laugalandi.

Stundin hóf umfjöllun um málefni meðferðarheimilisins í lok janúar síðastliðins og birti þá viðtöl við sex konur sem höfðu verið vistaðar á heimilinu. Báru þær allar að þær hefðu sætt ofbeldi og harðræði af hálfu starfsfólks, einkum af hálfu forstöðumanns heimilisins, Ingjalds Arnþórssonar.

Ingjaldur rak meðferðarheimilið á árabilinu 1997 til 2007 og voru frásagnir kvennanna frá árabilinu 1998 til 2005. Sömuleiðis birti Stundin gögn sem sýndu að ábendingar um harðræði og ofbeldi á meðferðarheimilinu hefðu verið komnar fram þegar árið 2000. Stundin hefur haldið áfram umfjöllun sinni fram á þennan dag og hafa fimm konur til viðbótar stigið fram og lýst því hvernig þær voru beittar ofbeldi og harðræði í Varpholti og Laugalandi.

Spurningum látið ósvarað

Ríkisstjórn Íslands samþykkti 19. febrúar að láta rannsaka hvort börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hefðu sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi meðan að á dvöl þeirra stóð á fyrrnefndu árabili. Var GEF falið að sinna þeirri rannsókn með bréfi dags. 23. febrúar. Sú vinna var þó enn á undirbúningsstigi mánuði síðar, 25. mars. Í fyrirspurn sem Stundin sendi GEF 28. október síðastliðinn var spurt hvenær formleg rannsókn hafi hafist. Í svarbréfi GEF sem barst 29. október var látið hjá líða að svara þeirri spurningu en einungis vísað til þess að stofnuninni hefði verið falið verkefnið 23. febrúar. Stundin ítrekaði spurningu sína sama dag og svar GEF barst. Seinna svar GEF barst 11. nóvember og þar var spurningunni einnig látið ósvarað.

Stefnt á verklok í kringum áramót

Við ofangreindum spurningum hafa fátækleg svör fengist. Í svari GEF frá 29. október segir ekkert um hvernig rannsókninni hefur verið háttað, utan að tekin hafi verið viðtöl við ýmsa aðila og að fjórir sérfræðingar hafi verið ráðnir til að koma að vinnslu rannsóknarinnar með ýmsum hætti. „Sérfræðingarnir hafa nú þegar lokið fjölda viðtala við ýmsa aðila svo sem einstaklinga sem dvöldu a meðferðarheimilinu á umræddum árum, starfsmenn meðferðarheimilisins, starfsmenn Barnaverndarstofu og fulltrúa barnaverndarnefnda,“ segir í svari GEF.

Ósvarað er hversu mörg viðtölin eru, hversu mörgun hafi verið boðið til viðtals, hvort náðst hafi í öll þau sem vistuð voru á meðferðarheimilinu eða unnu þar og hvort einhverjir hafi neitað að ræða við rannsakendur.

„Mörgum okkar er farið að finnast það óþægilegt að við höfum engar fréttir fengið um stöðu mála“
Gígja Skúladóttir

Hvað varðar gögn sem rannsakandur hafi kallað eftir kemur ekkert fram um það í svari GEF hver þau eru. Fram kemur í svarinu að vinna við greiningu gagna sé hafin og stefnt sé að því að skila skýrslu til félagsmálaráðuneytisins í kringum áramót. Þá verða tíu mánuðir liðnir frá því að GEF var falið verkefnið. „Í niðurstöðum könnunarinnar verður lagt mat á það hvort og þá í hvaða mæli börn hafi sætt ofbeldi og/eða illri meðferð á Varpholti/Laugalandi, með hvaða hætti eftirlit fór fram og tillögur að úrbótum settar fram varðandi umgjörð og eftirlit með úrræðum fyrir börn sem eru vistuð á vegum barnaverndaryfirvalda,“ segir í svari stofnunarinnar.

Konurnar sjálfar fá engin svör

Gígja Skúladóttir, ein kvennanna sem fyrst stigu fram og lýstu upplifun sinni af ofbeldinu og harðræðinu sem þær sögðu að hefðu einkennt vistunartíma þeirra í Varpholti og á Laugalandi, segir að henni þyki óþægilegt að ekki fáist betri upplýsingar um framgang rannsóknarinnar. Það komi henni hins vegar ekki á óvart, almennt hafi konurnar sem um ræðir verið lítt eða ekki upplýstar um þau skref sem tekin hafi verið í málinu.  

„Svörin koma mér ekki á óvart og eru í samræmi við þau svör sem við sjálfar fengum, við tölvupósti sem ég sendi til nefndarinnar með spurningum fyrir hönd okkar kvennanna. Mörgum okkar er farið  að finnast það óþægilegt að við höfum engar fréttir fengið um stöðu mála. Við fengum svar við tölvupóstinum en ekki spurningunum sem settar voru fram í honum. Mér finnst það mjög óheppilegt þar eð það væri eðlilegra að við fengjum reglulegar upplýsingar um framgang rannsóknarinnar, það myndi auka traust okkar á henni. Þar er verið að fara í gegnum viðkvæm og persónuleg gögn sem snerta okkar einkamálefni og það er óþægilegt að okkar spurningum, og spurningum Stundarinnar sé ekki svarað.“

Þrátt fyrir að Gígja segi henni þyki óþægilegt að fá ekki nánari fréttir af framgangi rannsóknarinnar er hún þó bjartsýn á að niðurstöðuna. „Ég persónulega túlka þögnina ekki sem eitthvað neikvætt í garð okkar heldur ef til vill eitthvað sem er hægt að betrumbæta og læra af, til að gera betur næst með það í huga að láta þolendur upplifa öryggistilfinningu. Ég veit að það eru mjög flottir fagmenn sem koma að rannsókninni og við hefðum ekki getað verið heppnari með það.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Aldrei verið í boði að gefast upp“
4
SkýringHjólhýsabyggðin

„Aldrei ver­ið í boði að gef­ast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
4
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár