Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna

Fátt er um svör um fram­gang rann­sókn­ar á því hvort kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi hafi ver­ið beitt­ar harð­ræði eða of­beldi. Gígja Skúla­dótt­ir, ein kvenn­anna sem steig fram og sagði sína sögu, seg­ir leynd­ar­hyggj­una óheppi­lega.

Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna
Óþægilegt að fá engar upplýsingar Gígja segir að það rýri traust kvennanna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, á rannsókn GEF að engar upplýsingar séu gefnar um framgang rannsóknarinnar. Mynd: Stundin / Samsett

Ekki fást skýrar upplýsingar um framgang rannsóknar Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) á því hvort börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, hafi verið beitt ofbeldi eða sætt illri meðferð. Sömuleiðis neitar stofnunin að upplýsa um hvernig staðið er að rannsókninni, til að mynda við hverja hafi verið rætt til að afla vitnisburðar um starfsemi meðferðarheimilisins. Ein kvennanna sem vistuð var á meðferðarheimilinu gagnrýnir skort á svörum frá nefndinni og segir það ekki til þess fallið að skapa traust á rannsókninni.

„Mér finnst það mjög óheppilegt þar eð það væri eðlilegra að við fengjum reglulegar upplýsingar um framgang rannsóknarinnar, það myndi auka traust okkar á henni,“ segir Gígja Skúladóttir, ein kvennanna sem stigið hafa fram og lýst dvölinni í Varpholti og á Laugalandi.

Stundin hóf umfjöllun um málefni meðferðarheimilisins í lok janúar síðastliðins og birti þá viðtöl við sex konur sem höfðu verið vistaðar á heimilinu. Báru þær allar að þær hefðu sætt ofbeldi og harðræði af hálfu starfsfólks, einkum af hálfu forstöðumanns heimilisins, Ingjalds Arnþórssonar.

Ingjaldur rak meðferðarheimilið á árabilinu 1997 til 2007 og voru frásagnir kvennanna frá árabilinu 1998 til 2005. Sömuleiðis birti Stundin gögn sem sýndu að ábendingar um harðræði og ofbeldi á meðferðarheimilinu hefðu verið komnar fram þegar árið 2000. Stundin hefur haldið áfram umfjöllun sinni fram á þennan dag og hafa fimm konur til viðbótar stigið fram og lýst því hvernig þær voru beittar ofbeldi og harðræði í Varpholti og Laugalandi.

Spurningum látið ósvarað

Ríkisstjórn Íslands samþykkti 19. febrúar að láta rannsaka hvort börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hefðu sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi meðan að á dvöl þeirra stóð á fyrrnefndu árabili. Var GEF falið að sinna þeirri rannsókn með bréfi dags. 23. febrúar. Sú vinna var þó enn á undirbúningsstigi mánuði síðar, 25. mars. Í fyrirspurn sem Stundin sendi GEF 28. október síðastliðinn var spurt hvenær formleg rannsókn hafi hafist. Í svarbréfi GEF sem barst 29. október var látið hjá líða að svara þeirri spurningu en einungis vísað til þess að stofnuninni hefði verið falið verkefnið 23. febrúar. Stundin ítrekaði spurningu sína sama dag og svar GEF barst. Seinna svar GEF barst 11. nóvember og þar var spurningunni einnig látið ósvarað.

Stefnt á verklok í kringum áramót

Við ofangreindum spurningum hafa fátækleg svör fengist. Í svari GEF frá 29. október segir ekkert um hvernig rannsókninni hefur verið háttað, utan að tekin hafi verið viðtöl við ýmsa aðila og að fjórir sérfræðingar hafi verið ráðnir til að koma að vinnslu rannsóknarinnar með ýmsum hætti. „Sérfræðingarnir hafa nú þegar lokið fjölda viðtala við ýmsa aðila svo sem einstaklinga sem dvöldu a meðferðarheimilinu á umræddum árum, starfsmenn meðferðarheimilisins, starfsmenn Barnaverndarstofu og fulltrúa barnaverndarnefnda,“ segir í svari GEF.

Ósvarað er hversu mörg viðtölin eru, hversu mörgun hafi verið boðið til viðtals, hvort náðst hafi í öll þau sem vistuð voru á meðferðarheimilinu eða unnu þar og hvort einhverjir hafi neitað að ræða við rannsakendur.

„Mörgum okkar er farið að finnast það óþægilegt að við höfum engar fréttir fengið um stöðu mála“
Gígja Skúladóttir

Hvað varðar gögn sem rannsakandur hafi kallað eftir kemur ekkert fram um það í svari GEF hver þau eru. Fram kemur í svarinu að vinna við greiningu gagna sé hafin og stefnt sé að því að skila skýrslu til félagsmálaráðuneytisins í kringum áramót. Þá verða tíu mánuðir liðnir frá því að GEF var falið verkefnið. „Í niðurstöðum könnunarinnar verður lagt mat á það hvort og þá í hvaða mæli börn hafi sætt ofbeldi og/eða illri meðferð á Varpholti/Laugalandi, með hvaða hætti eftirlit fór fram og tillögur að úrbótum settar fram varðandi umgjörð og eftirlit með úrræðum fyrir börn sem eru vistuð á vegum barnaverndaryfirvalda,“ segir í svari stofnunarinnar.

Konurnar sjálfar fá engin svör

Gígja Skúladóttir, ein kvennanna sem fyrst stigu fram og lýstu upplifun sinni af ofbeldinu og harðræðinu sem þær sögðu að hefðu einkennt vistunartíma þeirra í Varpholti og á Laugalandi, segir að henni þyki óþægilegt að ekki fáist betri upplýsingar um framgang rannsóknarinnar. Það komi henni hins vegar ekki á óvart, almennt hafi konurnar sem um ræðir verið lítt eða ekki upplýstar um þau skref sem tekin hafi verið í málinu.  

„Svörin koma mér ekki á óvart og eru í samræmi við þau svör sem við sjálfar fengum, við tölvupósti sem ég sendi til nefndarinnar með spurningum fyrir hönd okkar kvennanna. Mörgum okkar er farið  að finnast það óþægilegt að við höfum engar fréttir fengið um stöðu mála. Við fengum svar við tölvupóstinum en ekki spurningunum sem settar voru fram í honum. Mér finnst það mjög óheppilegt þar eð það væri eðlilegra að við fengjum reglulegar upplýsingar um framgang rannsóknarinnar, það myndi auka traust okkar á henni. Þar er verið að fara í gegnum viðkvæm og persónuleg gögn sem snerta okkar einkamálefni og það er óþægilegt að okkar spurningum, og spurningum Stundarinnar sé ekki svarað.“

Þrátt fyrir að Gígja segi henni þyki óþægilegt að fá ekki nánari fréttir af framgangi rannsóknarinnar er hún þó bjartsýn á að niðurstöðuna. „Ég persónulega túlka þögnina ekki sem eitthvað neikvætt í garð okkar heldur ef til vill eitthvað sem er hægt að betrumbæta og læra af, til að gera betur næst með það í huga að láta þolendur upplifa öryggistilfinningu. Ég veit að það eru mjög flottir fagmenn sem koma að rannsókninni og við hefðum ekki getað verið heppnari með það.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu