Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga

Bragi Guð­brands­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, hringdi í konu sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi fyr­ir tveim­ur vik­um síð­an. Kon­an seg­ir Braga hafa full­yrt að eng­in gögn styddu það að kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hefðu ver­ið beitt­ar of­beldi þar. Ell­efu kon­ur hafa lýst harð­ræði og of­beldi af hálfu Ingj­alds Arn­órs­son­ar for­stöðu­manns. Bragi seg­ir tíma­bært að „mað­ur sé ekki hundelt­ur“ vegna slíkra mála.

Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga
Segist vera hundeltur Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, segir að kominn sé tími á að gætt sé sanngirni í málefnum er varða ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi, „að maður sé ekki hundeltur.“ Bragi hringdi í síðasta mánuði í konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu. Konan ber að Bragi hafi sagt að engin gögn styddu það að þar hafi verið beitt ofbeldi.

Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, hringdi 27. október í eina kvennanna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti. Konan segir að símtalið hafi komið illa við sig, Bragi hafi þar fullyrt að engin gögn styddu það að stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hefðu verið beittar ofbeldi eða ofríki og þegar hún hafi rifjað upp samskipti sín við Braga hafi hann afskrifað þá upplifun sem falska minningu. „Mín tilfinning allt samtalið var að hann væri að leita að bandamanni, fyrir sjálfan sig.“ Bragi sjálfur neitar fyrir að hafa hringt til að ræða um dvöl konunnar á meðferðarheimilinu, erindið hafi verið annað.

Konan, sem ekki vill koma fram undir nafni að sinni, var vistuð á meðferðarheimilinu um tveggja ára skeið á árunum 1999 til 2001. Hún segir sína sögu vera nokkuð öðruvísi en sögur þeirra tíu kvenna sem þegar hafa stigið fram í Stundinni og lýst líkamlegu og andlegu ofbeldi sem þær hafi verið beittar á heimilinu, einkum af hendi Ingjaldar Arnþórssonar, sem var forstöðumaður þess um tíu ára skeið á árunum 1997 til 2007.

„Það er ekkert sem réttlætir það að draga mig niður stiga og liggja svo ofan á hálsinum á mér þar til ég nánast líð út af“

„Ég varð einu sinni fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu Ingjaldar en ég áttaði mig ekki á því fyrr en núna í sumar að ég átti það ekki skilið. Ég hugsaði alltaf: Ég var með læti fyrir framan börnin hans, auðvitað mátti hann halda mér niðri og nánast kæfa mig af því ég var dónaleg fyrir framan börnin hans. En auðvitað er það ekki þannig. Það er ekkert sem réttlætir það að draga mig niður stiga og liggja svo ofan á hálsinum á mér þar til ég nánast líð út af.“

Ingjaldur gerði konuna að uppljóstrara

Konan lýsir atvikinu svo að hún hafi verið búin að vera í um tvær vikur á meðferðarheimilinu þegar það átti sér stað. Systir hennar hefði gefið henni peninga sem hún hafi hins vegar ekki fengið í hendurnar heldur hafi Ingjaldur neitað henni um þá. „Ég vildi fá þennan pening, ég þekkti ekki reglurnar um vikupeninga þarna, ég var fimmtán ára gömul og búin að vera í tvær vikur þarna í langtímameðferð og missti stjórn á skapi mínu þegar mér var neitað um það. Þetta var uppi á efri hæð í Varpholti, hann reif mig niður stigann, fór með mig inn í herbergi og grýtti mér þar á rúmið. Hann lokaði hurðinni á eftir sér og kom svo og lagðist ofan á mig í rúminu og hélt mér niðri, ég man ekki hvort það var með olnboganum eða hnénu á hálsinum á mér, það var annaðhvort. Allt þetta gerði hann af því ég var að rífast við hann um að ég vildi fá þessa peninga, sem ég átti og mér fannst ég eiga rétt á. Í kjölfarið á þessu fór Ingjaldur með mig á Háholt í Skagafirði, sem var í raun bara unglingafangelsi, og sagði mér að ef svona kæmi fyrir aftur þá myndi ég enda þar.“

„Ég varð svo hrædd við Ingjald eftir þetta að ég fór bara í þóknunarhlutverk“

Konan segir að hún hafi ekki eftir þetta orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu, enda hafi hún verið logandi hrædd og því gert allt sem í hennar valdi stóð til að þóknast Ingjaldi og starfsfólki meðferðarheimilisins. „Ég varð svo hrædd við Ingjald eftir þetta að ég fór bara í þóknunarhlutverk. Ég sá að ég þyrfti að hafa hann góðan. Eftir það setti hann mig upp á mikinn stall. Hann var alltaf að segja mér að ég væri betri en hinar stelpurnar, ég væri ekki sama hóran, ekki sama neysludruslan og þær, ég væri betri í skóla en þær og klæddi mig betur og væri ekki eins undirförul. Hann var endalaust að segja svona við mig og hélt mér þannig frá hinum stelpunum í hópnum. Hann tók mig afsíðis og hrósaði mér og sagði: Þú veist að þú getur alltaf sagt mér ef það er eitthvað í gangi í húsinu.

Þetta var komið á það stig að ég passaði mig á því að ef ég vissi um eitthvað sem var í gangi í húsinu þá sagði ég honum frá því, því ég var svo hrædd við hver viðbrögðin yrðu ef hann kæmist að því að ég hefði vitað af hlutunum en ekki sagt honum frá því. Ég var alveg handviss um að ef ég myndi vita af einhverju sem væri í gangi í húsinu og segði honum ekki frá því yrði ég annað hvort lamin eða send á Háholt, eða bæði.“

Lýsir kúgun og hótunum IngjaldarKonan segir að Ingjaldur hafi beitt hana harkalegu ofbeldi eftir aðeins tvær vikur í Varpholti. Eftir það hafi hún verið svo hrædd við hann að hún hafi gengist upp í að gera allt til að þóknast honum.

Konan varð því, eins og hún lýsir því, uppljóstrari Ingjaldar í stúlknahópnum. Hún segir að tíminn á Laugalandi hafi því verið henni mjög einmanalegur, stelpurnar sem vistaðar voru með henni hafi lagt fæð á hana vegna þess hvernig Ingjaldi hafi tekist að kúga hana til að verða „sín stúlka“ í húsinu. „Það gerði það að verkum að ég átti enga vinkonu þarna. Svo loks þegar ég eignaðist eina vinkonu á Laugalandi, góða vinkonu, þá ásakaði Ingjaldur okkur um að vera lesbíur og stíaði okkur í sundur. Við máttum ekki sitja saman, tala saman eða gera neitt saman.“

Staðfestir lýsingu konunnar

Umrædd vinkona er Sigurósk Tinna Pálsdóttir, sem áður hefur stigið fram í Stundinni og sagt sögu sína af vistuninni á Laugalandi. Í samtali við Stundina staðfestir hún frásögnina. „Við urðum góðar vinkonur og þessi lýsing hennar er hárrétt. Mér fannst rosalega sárt þegar Ingjaldur stíaði okkur í sundur, mér þótt mjög vænt um hana. En þegar þetta gerðist, að Ingjaldur sakaði okkur um að vera samkynhneigðar, þá olli það því að ég fór á tímabili að efast um mína kynhneigð. Einfaldlega vegna þess að hann fullyrti aftur og aftur að við værum samkynhneigðar. Sem var alls ekki raunin, ég tengdi bara mjög mikið við hana. Þetta var mjög sárt, ég þorði varla að fara í sturtu því ég fór að velta fyrir mér hvort ég mætti líta í áttina að henni eða hvað. Þetta var auðvitað kristilegt stúlknaheimili og samkynhneigð var viðbjóður.“

Tinna segir það jafnframt rétt að konan hafi mætt andúð hinna stelpnanna á heimilinu. „Hún var sett upp á stall, að því er okkur hinum fannst. Það var talað um hana sem sleikju, hún segði þeim Ingjaldi og Áslaugu allt, og ég var ekki saklaus af því. En svo þegar ég fór að átta mig betur á því að það sem var í gangi þarna á Laugalandi væri alls ekki í lagi, hvernig þau höguðu sér við okkur, opnuðust augu mín fyrir því að þau hlytu að vera að gera eitthvað á hlut hennar öðruvísi en okkar.“

Stíað í sundur og sagðar samkynhneigðarSigurósk Tinna, lengst til hægri á myndinni, staðfestir lýsingar konunnar á því hvernig Ingjaldur stíaði þeim vinkonunum í sundur á þeim grunni að þær væru samkynhneigðar. Það hafi þó ekki verið raunin. Konan er hér á myndinni, þriðja frá vinstri, ásamt öðrum stúlkum sem vistaðar voru á Laugalandi en myndin er tekin á árshátíð Hrafnagilsskóla. Lengst til hægri er Kolbrún Þorsteinsdóttir og fyrir miðju er Dagný Rut Magnúsdóttir. Þær hafa báðar lýst því ofbeldi sem þær urðu fyrir á Laugalandi í Stundinni.

Fékk símtal frá fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu

Nokkru eftir að konan var útskrifuð af Laugalandi átti hún í samskiptum við Braga en hún var fengin til þess að lýsa því hversu vel dvölin á meðferðarheimilinu hefði gagnast henni. Þeirra samskipti hafi hins vegar ekki verið önnur eftir útskrift hennar og hún hafi ekkert haft af Braga að segja í tæpa tvo áratugi, eða allt þar til henni barst símtal frá honum miðvikudaginn 27. október síðastliðinn. „Þetta var mjög furðulegt, og mjög óþægilegt símtal. Hann hringdi á vinnustaðinn minn þar sem ég var á fundi. Ég var kölluð út af fundinum af því að Bragi Guðbrandsson var á línunni. Ég hef rætt þetta mál, vistunina á Laugalandi, við konurnar sem ég vinn með og þess vegna fannst þeirri sem svaraði símanum mjög sérstakt að Bragi væri að hringja í mig og ákvað að ná í mig inn á þennan fund.“

Samstarfskona konunnar staðfestir við Stundina að Bragi hafi hringt umræddan dag og beðið sérstaklega um að fá samband við hana. Símtalið barst klukkan 10:18 og hefur Stundin undir höndum gögn sem sýna það, sem og að hringt var úr farsímanúmeri Braga.

Konan segir að Bragi hafi lýst því í upphafi símtalsins að honum hafi verið hugsað til hennar síðustu árin og sérstaklega síðustu mánuði, eftir að umfjöllun um Laugaland hófst. Hann hefði fyrir tilviljun verið að skoða heimasíðu vinnustaðar hennar og hefði viljað kynna sér starfsemina betur og þá séð að hún væri að vinna á umræddum vinnustað. Því hafi hann ákveðið að hringja til hennar vegna þeirrar tilviljunar. Á þetta leggur konan lítinn trúnað, enda hafi Bragi ekki spurt um nokkuð sem laut að starfseminni í símtali sem að hennar sögn stóð í 36 mínútur og 48 sekúndur. Hann hafi hins vegar rætt við hana um Laugaland í ljósi umfjöllunar Stundarinnar og rannsóknarinnar sem er í gangi á starfsemi heimilisins. 

„Hann passaði sig á að segja að hann væri nú alls ekki að reyna að hafa nein áhrif á mig en við hefðum nú átt svo góð samskipti í gegnum tíðina að hann vildi kanna hvernig ég hefði það vegna þessa. Ég hefði jú áður sagt að Laugaland hefði bjargað lífi mínu og hann spurði hvort það væri ekki örugglega mín afstaða enn þá. Svo fór hann að tala um að við hefðum átt góð samtöl þarna fyrir tuttugu árum. Ég sagði þá að það eina sem ég myndi eftir af samskiptum okkar væri að hann hefði orðið drukkinn við kvöldverð sem við sátum saman, hangið á öxlunum á mér og sagt mér frá trúnaðarmálum annarra skjólstæðinga Barnaverndarstofu.“

Bragi sagði minningar konunnar „ekki raunverulegar“

Konan segir að hún hafi sagt fólki frá þessari uppákomu eftir á og því sé þetta ekki einhver „fölsk minning“ eins og hún segir að Bragi hafi haldið fram við sig í símtalinu. „„Þetta vissulega gerðist ekkert,“ sagði hann, og bætti við að minningar breyttust með tímanum. „Þetta er ekki raunveruleg minning hjá þér“ sagði Bragi og eyddi síðan talinu,“ segir konan.

„Hann taldi upp alls konar afrek sín í gegnum tíðina og sagði svo að það væru engin gögn til að staðfesta að nokkuð óeðlilegt hefði átt sér stað á Laugalandi“

Að öðru leyti hafi samtalið gengið út á það af hálfu Braga að hann væri orðinn gamall maður sem hefði farið inn í barnaverndarstarf af hugsjón, til að bjarga börnum. „Hann taldi upp alls konar afrek sín í gegnum tíðina og sagði svo að það væru engin gögn til að staðfesta að nokkuð óeðlilegt hefði átt sér stað á Laugalandi. Ég sagði honum að ég þyrfti engin gögn, ég veit hverjar mínar minningar eru og ég veit hver mín upplifun var. Það sem gerðist gerðist, það átti sér stað víðtækt ofbeldi þarna af hálfu Ingjaldar og Áslaugar.“

Kom Ingjaldi til varnarBragi, sem sést hér fyrir miðju ásamt Ingjaldi og Áslaugu Brynjarsdóttur við opnun meðferðarheimilisins í Varpholti, gekk hart fram í að verja Ingjald þegar ásakanir risu um ofbeldi á meðferðarheimilinu árið 2007.

Telur Braga hafa verið að leita bandamanns

Konan segir að hún sé þess fullviss að tilgangur Braga með símtalinu hafi verið að kanna hvar landið lægi og hvort hann mætti eiga von á því að vitnisburður hennar í rannsókn Gæða- og eftirlitsstofnunar á meðferðarheimilinu yrði jákvæður. „Ég spurði Braga hver tilgangurinn væri með þessu símtali og hvort hann væri að hringja í allar stelpurnar. Hann neitaði því, sagði að hann hefði bara viljað heyra hver staðan á mér væri. Mín tilfinning allt samtalið var að hann væri að leita að bandamanni, fyrir sjálfan sig. En ég er búin að fara í viðtal hjá rannsóknarnefndinni nú þegar og lýsa minni upplifun.“

Sem fyrr segir tók það konuna langan tíma að átta sig á því hvernig komið hefði verið fram við hana á Laugalandi. „Ég áttaði mig ekki á því fyrr en í sumar. Ég las umfjallanirnar í Stundinni í byrjun árs og fram eftir ári og þá kom fólkið mitt til mín og fór að spyrja mig hvort þetta hefði virkilega verið svona. Það eina sem ég gat svarað þá var að ég hefði aldrei orðið vitni að því að einhver hefði verið beitt ofbeldi. Svo var það í maí að ég var að hlusta á hlaðvarpsviðtal við Gígju [Skúladóttur] og það opnuðust bara flóðgáttir. Ég fékk nánast taugaáfall, ég grét og grét og varð að fara úr vinnunni og gat ekki mætt aftur fyrr en þremur dögum síðar, ég var bara að vinna úr þessu. Allar minningarnar komu fram, hvernig þetta hefði verið hjá mér þarna fyrir norðan.“

Konan segir að eftir þetta hafi hún haft samband við þær stúlkur sem höfðu komið fram og sagt sína sögu. Hún hefði þá fengið aðgang að Facebook-hópi sem þær væru í saman. „Þær báðu mig afsökunar á að hafa ekki boðið mér að vera með en málið er auðvitað, eins og Bragi nefndi, að ég er búin að koma fram opinberlega og segja að Laugaland hafi bjargað lífi mínu. Það var mín reynsla þar til í maí þegar ég sá að það var ekki svona einfalt. Að einhverju leyti bjargaði vistunin þar mér frá neyslu en þetta var bara svo mikið ofbeldi. Það sem ég vil að gerist er að það ofbeldi sem þarna átti sér stað verði viðurkennt, að þolendum verði trúað og það verði beðist afsökunar á því sem þarna gerðist. Jafnframt að það verði komið í veg fyrir að þetta gerist aftur.“

 Segir fráleitt að hann hafi ætlað að hafa áhrif

Bragi Guðbrandsson heldur því fram í samtali við Stundina að það hafi verið tilviljun sem olli því að hann hringdi í konuna á vinnustað hennar. Erindið hafi verið að afla upplýsinga um umræddan vinnustað og þegar honum hafi orðið ljóst að hann kannaðist við andlit konunnar á vefsíðu fyrirtækisins hafi hann ákveðið að biðja hana um að veita sér þær upplýsingar.

Ég var að ræða við konu sem vistuð var á Laugalandi, áður Varpholti, sem sagði að þú hefðir hringt í hana 27. október og hefðir viljað ræða hennar upplifun af dvölinni þar?

„Það er ósatt.“

Er það ósatt? Ég hef í höndunum gögn sem sýna að símtal barst úr þessu númeri sem ég er að hringja í þig núna, til hennar og líka vitnar samstarfskona hennar sem tók við símtalinu frá þér um það, þar sem þú kynntir þig og baðst um að fá að tala við þessa konu. Ætlar þú að halda því fram við mig að þetta sé ósatt?

„Sko, erindi mitt við þessa konu var allt annað en það sem þú lýsir.“

Hún heldur því fram að þú hafir ekki spurt hana einnar einustu spurningar um starfsemina.

„Það er rétt.“

Hún hafi eftir langan tíma boðið þér að fá samband við einhvern annan starfsmann sem gæti frætt þig um starfsemina?

„Freyr, veistu, ég ætla ekki að deila við þig um þetta.“

Ég er að lýsa hennar upplifun.

„Já já, en hún spurði mig beint að því í þessu símtali og ég sagði að ég væri ekki að hringja í þessum tilgangi. Þetta er einhver misskilningur.“

Hún segir að símtalið hafi staðið í 36 mínútur og því sem næst einvörðungu hafir þú verið að ræða dvöl hennar á sínum tíma á þessu meðferðarheimili?

„Það er alveg fráleitt að ég hafi hringt í þessa konu til að á einn eða annan hátt að hafa nokkur áhrif á hana. Þetta er bara oft þannig að maður spyr eftir fólki sem maður kannast við og það gerði ég í þessu tilfelli. Það var bara vegna þess að ég vissi ekki hvern ég ætti að tala við annan.“

Rétt er að geta þess að konan segir þau Braga ekki hafa átt samskipti í tæp tuttugu ár, og þá ekki nema mjög takmarkað. Það er því nokkuð vel í lagt hjá Braga þegar hann lýsir því að hann kannist við konuna.

Spurður hvers vegna símtalið hafi staðið í 36 mínútur og 48 sekúndur, fyrst hann hafi ekki spurt konuna út í starfsemi vinnustaðar hennar, segir Bragi: „Ég náttúrlega svara þeim spurningum sem til mín er beint.“

Hún vill ekki meina að hún hafi spurt þig, heldur hafir þú spurt hana.

„Já já, það er bara misskilningur. Ég þarf ekkert að spyrja. Veistu það, Freyr, mér finnst kominn tími til að það sé gætt sanngirnis í svona málum, að maður sé ekki hundeltur.“

Spurður nánar út í það sem hafi farið hans og konunnar á milli segir Bragi að hann geti ekki tjáð sig um það. „Hún spurði mig ákveðinna spurninga og ég svaraði því.“

Bragi segir að hann hafi ekki heyrt í öðrum fyrrverandi vistmönnum á Laugalandi. „Það hefur aldrei hvarflað að mér að hringja í fyrrum skjólstæðinga meðferðarheimilisins á Laugalandi. Freyr, ég er að útskýra það fyrir þér, þetta var algjör tilviljun. Ég hef ekki haft samband við fleiri eða rætt við nokkurn fyrrum skjólstæðinga þessa meðferðarheimilis, mér vitanlega.

Þannig að þú hefur ekki hringt í fleiri skjólstæðinga, hvort sem er af tilviljun eða vitandi vits?

„Þetta símtal var ekki til fyrrum skjólstæðings Laugalandsheimilisins, þetta var til [...] og ég bið þig um að vera ekki að fara út úr þessu.“

Það vill nú samt til, Bragi, að hún er fyrrum skjólstæðingur Laugalands og þú hringdir í hana af því þú þekktir nafnið hennar frá þeim tíma.

„Sko, fyrir alla muni ekki. Ég er búinn að segja þér hver tilgangurinn var.“

Að öðru leyti vildi Bragi ekki tjá sig frekar, hvorki um umrætt símtal né um málefni sem tengjast meðferðarheimilinu og rannsókn þeirri sem nú stendur á því hvort þau sem þar voru vistuð hafi verið beitt harðræði, ofbeldi eða illri meðferð. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Gleymdust við vinnslu Laugalandsskýrslunnar
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Gleymd­ust við vinnslu Lauga­lands­skýrsl­unn­ar

„Ég beið bara og beið eft­ir að vera boð­uð í við­tal. Það gerð­ist aldrei,“ seg­ir Harpa Særós Magnús­dótt­ir, sem vist­uð var á Laugalandi ár­ið 2000. Að minnsta kosti þrír fengu aldrei boð um við­tal við rann­sókn­ar­nefnd­ina.
Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Stúlkan „hefur einlægan vilja til að verða aumingi og geðsjúk“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stúlk­an „hef­ur ein­læg­an vilja til að verða aum­ingi og geð­sjúk“

Börn á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi voru beitt kerf­is­bundnu, and­legu of­beldi sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar. Slá­andi lýs­ing­ar er að finna í fund­ar­gerð­ar­bók­um starfs­manna. Þar er einnig að finna frá­sagn­ir af al­var­legu lík­am­legu of­beldi.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Lögreglurannsókn spillt á kynferðisbroti starfsmanns sumarbúða fyrir fötluð börn
1
Viðtal

Lög­reglu­rann­sókn spillt á kyn­ferð­is­broti starfs­manns sum­ar­búða fyr­ir fötl­uð börn

Níu ára göm­ul stelpa greindi frá kyn­ferð­is­broti af hálfu starfs­manns sum­ar­búða fyr­ir fötl­uð börn í Reykja­dal. Eng­ar verklags­regl­ur voru til stað­ar til að taka á slík­um mál­um og lög­reglu­rann­sókn var spillt. For­eldr­ar stúlk­unn­ar lýsa mál­inu sem „hel­víti frá upp­hafi til enda“.
Svíar sitja uppi með íslenska raðnauðgarann Geirmund
2
Fréttir

Sví­ar sitja uppi með ís­lenska raðnauðg­ar­ann Geir­mund

37 ára Ís­lend­ing­ur, sem ver­ið hef­ur bú­sett­ur í Sví­þjóð frá fæð­ingu, hef­ur fjór­um sinn­um ver­ið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi gegn kon­um auk fleiri brota. Mál manns­ins, Geir­mund­ar Hrafns Jóns­son­ar, hef­ur vak­ið spurn­ing­ar um hvort hægt sé að vísa hon­um úr landi. Geir­mund­ur hélt 25 ára konu fang­inni í marga klukku­tíma síð­ast­lið­ið sum­ar og beitti hana grófu of­beldi.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig

Okk­ur stend­ur ekki ógn af flótta­fólki. Okk­ur stend­ur ógn af fólki sem el­ur á ótta með lyg­um, dylgj­um og mann­vonsku til að ná skamm­tíma­ár­angri í stjórn­mál­um, með mikl­um og al­var­leg­um af­leið­ing­um á ís­lenskt sam­fé­lag til lengri tíma.
Dómur kveðinn upp í máli blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni
4
Fréttir

Dóm­ur kveð­inn upp í máli blaða­manna gegn Páli Vil­hjálms­syni

Blaða­mað­ur og rit­stjóri stefndu blogg­ara fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir á síð­asta ári. Hann full­yrti að þeir bæru, beina eða óbeina, ábyrgð á byrlun og stuldi á síma.
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
5
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Lögreglan rannsakar stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps
6
Fréttir

Lög­regl­an rann­sak­ar stór­fellt brot í nánu sam­bandi og til­raun til mann­dráps

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um hef­ur haft til rann­sókn­ar ætl­að stór­fellt brot í nánu sam­bandi og ætl­aða til­raun til mann­dráps frá 25. fe­brú­ar. Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið í gæslu­varð­haldi frá því að mál­ið kom upp.
Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar
7
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son dæmd­ur fyr­ir ærumeið­ing­ar

Hér­aðs­dóm­ur sak­felldi Pál Vil­hjálms­son fyr­ir að hafa í bloggi sínu far­ið með ærumeið­andi að­drótt­an­ir um blaða­menn. Voru bæði um­mæl­in sem Páli var stefnt fyr­ir ómerkt.

Mest lesið

  • Lögreglurannsókn spillt á kynferðisbroti starfsmanns sumarbúða fyrir fötluð börn
    1
    Viðtal

    Lög­reglu­rann­sókn spillt á kyn­ferð­is­broti starfs­manns sum­ar­búða fyr­ir fötl­uð börn

    Níu ára göm­ul stelpa greindi frá kyn­ferð­is­broti af hálfu starfs­manns sum­ar­búða fyr­ir fötl­uð börn í Reykja­dal. Eng­ar verklags­regl­ur voru til stað­ar til að taka á slík­um mál­um og lög­reglu­rann­sókn var spillt. For­eldr­ar stúlk­unn­ar lýsa mál­inu sem „hel­víti frá upp­hafi til enda“.
  • Svíar sitja uppi með íslenska raðnauðgarann Geirmund
    2
    Fréttir

    Sví­ar sitja uppi með ís­lenska raðnauðg­ar­ann Geir­mund

    37 ára Ís­lend­ing­ur, sem ver­ið hef­ur bú­sett­ur í Sví­þjóð frá fæð­ingu, hef­ur fjór­um sinn­um ver­ið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi gegn kon­um auk fleiri brota. Mál manns­ins, Geir­mund­ar Hrafns Jóns­son­ar, hef­ur vak­ið spurn­ing­ar um hvort hægt sé að vísa hon­um úr landi. Geir­mund­ur hélt 25 ára konu fang­inni í marga klukku­tíma síð­ast­lið­ið sum­ar og beitti hana grófu of­beldi.
  • Þórður Snær Júlíusson
    3
    Leiðari

    Þórður Snær Júlíusson

    Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig

    Okk­ur stend­ur ekki ógn af flótta­fólki. Okk­ur stend­ur ógn af fólki sem el­ur á ótta með lyg­um, dylgj­um og mann­vonsku til að ná skamm­tíma­ár­angri í stjórn­mál­um, með mikl­um og al­var­leg­um af­leið­ing­um á ís­lenskt sam­fé­lag til lengri tíma.
  • Dómur kveðinn upp í máli blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni
    4
    Fréttir

    Dóm­ur kveð­inn upp í máli blaða­manna gegn Páli Vil­hjálms­syni

    Blaða­mað­ur og rit­stjóri stefndu blogg­ara fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir á síð­asta ári. Hann full­yrti að þeir bæru, beina eða óbeina, ábyrgð á byrlun og stuldi á síma.
  • Hrafnhildur Sigmarsdóttir
    5
    Pistill

    Hrafnhildur Sigmarsdóttir

    And­legt þrot Þor­gerð­ar

    Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
  • Lögreglan rannsakar stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps
    6
    Fréttir

    Lög­regl­an rann­sak­ar stór­fellt brot í nánu sam­bandi og til­raun til mann­dráps

    Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um hef­ur haft til rann­sókn­ar ætl­að stór­fellt brot í nánu sam­bandi og ætl­aða til­raun til mann­dráps frá 25. fe­brú­ar. Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið í gæslu­varð­haldi frá því að mál­ið kom upp.
  • Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar
    7
    Fréttir

    Páll Vil­hjálms­son dæmd­ur fyr­ir ærumeið­ing­ar

    Hér­aðs­dóm­ur sak­felldi Pál Vil­hjálms­son fyr­ir að hafa í bloggi sínu far­ið með ærumeið­andi að­drótt­an­ir um blaða­menn. Voru bæði um­mæl­in sem Páli var stefnt fyr­ir ómerkt.
  • Í launaviðtali með móður sinni
    8
    Viðtal

    Í launa­við­tali með móð­ur sinni

    „Manni á að bera gæfa til þess að hætta á toppn­um og við hjón­in er­um að gera það,“ seg­ir Eg­ill Örn Jó­hanns­son sem kveð­ur sem fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins. Í átta­tíu ár hef­ur fjöl­skyld­an starf­að við bóka­út­gáfu. Á hans tíma hef­ur hann séð margt og upp­lif­að.
  • Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
    9
    Fréttir

    Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

    Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
  • Í lopapeysu á toppnum – Vinstri græn brýna sverðin
    10
    Greining

    Í lopa­peysu á toppn­um – Vinstri græn brýna sverð­in

    Lands­fund­ur Vinstri grænna, eins kon­ar árs­há­tíð flokks­ins, var sett­ur í skugga slæmra fylgisk­ann­ana og sam­þykkt út­lend­inga­frum­varps­ins. Við sögu koma stafaf­ura, breyt­inga­skeið­ið og söng­lag­ið „Það gæti ver­ið verra“. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var á staðn­um.

Mest lesið í vikunni

Lögreglurannsókn spillt á kynferðisbroti starfsmanns sumarbúða fyrir fötluð börn
1
Viðtal

Lög­reglu­rann­sókn spillt á kyn­ferð­is­broti starfs­manns sum­ar­búða fyr­ir fötl­uð börn

Níu ára göm­ul stelpa greindi frá kyn­ferð­is­broti af hálfu starfs­manns sum­ar­búða fyr­ir fötl­uð börn í Reykja­dal. Eng­ar verklags­regl­ur voru til stað­ar til að taka á slík­um mál­um og lög­reglu­rann­sókn var spillt. For­eldr­ar stúlk­unn­ar lýsa mál­inu sem „hel­víti frá upp­hafi til enda“.
Svíar sitja uppi með íslenska raðnauðgarann Geirmund
2
Fréttir

Sví­ar sitja uppi með ís­lenska raðnauðg­ar­ann Geir­mund

37 ára Ís­lend­ing­ur, sem ver­ið hef­ur bú­sett­ur í Sví­þjóð frá fæð­ingu, hef­ur fjór­um sinn­um ver­ið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi gegn kon­um auk fleiri brota. Mál manns­ins, Geir­mund­ar Hrafns Jóns­son­ar, hef­ur vak­ið spurn­ing­ar um hvort hægt sé að vísa hon­um úr landi. Geir­mund­ur hélt 25 ára konu fang­inni í marga klukku­tíma síð­ast­lið­ið sum­ar og beitti hana grófu of­beldi.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig

Okk­ur stend­ur ekki ógn af flótta­fólki. Okk­ur stend­ur ógn af fólki sem el­ur á ótta með lyg­um, dylgj­um og mann­vonsku til að ná skamm­tíma­ár­angri í stjórn­mál­um, með mikl­um og al­var­leg­um af­leið­ing­um á ís­lenskt sam­fé­lag til lengri tíma.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
4
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Segja vinnubrögð lögreglu hafa einkennst af vanþekkingu og vanvirðingu
5
Fréttir

Segja vinnu­brögð lög­reglu hafa ein­kennst af van­þekk­ingu og van­virð­ingu

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands for­dæm­ir fram­göngu lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra, sem hef­ur veitt enn ein­um blaða­mann­in­um, Inga Frey Vil­hjálms­syni, stöðu sak­born­ings í tengsl­um við Sam­herja­mál­ið.
Dómur kveðinn upp í máli blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni
6
Fréttir

Dóm­ur kveð­inn upp í máli blaða­manna gegn Páli Vil­hjálms­syni

Blaða­mað­ur og rit­stjóri stefndu blogg­ara fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir á síð­asta ári. Hann full­yrti að þeir bæru, beina eða óbeina, ábyrgð á byrlun og stuldi á síma.
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
7
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.

Mest lesið í mánuðinum

Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
1
Viðtal

Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
Skilin eftir með fanga á Litla-Hrauni: „Hræðilega vont“
2
Edda Falak#1

Skil­in eft­ir með fanga á Litla-Hrauni: „Hræði­lega vont“

Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var í slag­togi við fanga á tán­ings­aldri og fór reglu­lega í heim­sókn­ir á Litla-Hraun. Eng­inn gerði at­huga­semd­ir við ung­an ald­ur henn­ar eða þroska.
Þekkt fólk í viðskiptalífinu á bak við vindmyllurnar
3
Úttekt

Þekkt fólk í við­skipta­líf­inu á bak við vind­myll­urn­ar

Er­lend stór­fyr­ir­tæki eru helstu leik­end­ur þeg­ar kem­ur að hugs­an­legri virkj­un vinds á Ís­landi. Í því skyni hafa þau feng­ið til liðs við sig fjölda fyrr­ver­andi þing­manna. Þá liggja þræð­ir inn í ís­lenska stjórn­sýslu og allt inn í rík­is­stjórn Ís­lands þeg­ar kem­ur að vindorku­verk­efn­um sem gætu velt millj­örð­um króna.
Einsemdin verri en hungrið
4
ViðtalKostnaðurinn af fátæktinni

Ein­semd­in verri en hungr­ið

Syst­ir Lalla Johns, sem óx upp úr sama jarð­vegi, fór í aðra átt, klár­aði fjór­ar há­skóla­gráð­ur, en slapp ekki und­an byrði bernsk­unn­ar. Rósa Ólöf Ólafíu­dótt­ir grein­ir frá slæmri með­ferð yf­ir­valda á fá­tæku fólki, þar sem hungr­ið var ekki versta til­finn­ing­in.
Ræstingafyrirtækið Dagar velti öllum kjarasamningshækkunum út í verðlag
5
Fréttir

Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið Dag­ar velti öll­um kjara­samn­ings­hækk­un­um út í verð­lag

Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið Dag­ar hækk­aði launa­lið í þjón­ustu­samn­ing­um sín­um um sem nam allri taxta­hækk­un í kjara­samn­ing­um SA og SGS. Þá sendi fyr­ir­tæk­ið við­skipta­vin­um sín­um bak­reikn­inga fyr­ir aft­ur­virkri hækk­un kjara­samn­ing­anna. Yf­ir tveir millj­arð­ar króna hafa ver­ið greidd­ir út í arð til hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins á síð­ustu sjö ár­um. Stærstu eig­end­ur Daga eru Ein­ar og Bene­dikt Sveins­syn­ir.
Lögreglurannsókn spillt á kynferðisbroti starfsmanns sumarbúða fyrir fötluð börn
6
Viðtal

Lög­reglu­rann­sókn spillt á kyn­ferð­is­broti starfs­manns sum­ar­búða fyr­ir fötl­uð börn

Níu ára göm­ul stelpa greindi frá kyn­ferð­is­broti af hálfu starfs­manns sum­ar­búða fyr­ir fötl­uð börn í Reykja­dal. Eng­ar verklags­regl­ur voru til stað­ar til að taka á slík­um mál­um og lög­reglu­rann­sókn var spillt. For­eldr­ar stúlk­unn­ar lýsa mál­inu sem „hel­víti frá upp­hafi til enda“.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Það er ver­ið að tala við ykk­ur

Það er fá­tækt á Ís­landi. Mis­skipt­ing eykst og byrð­arn­ar á venju­legt fólk þyngj­ast. Á með­an læt­ur rík­is­stjórn Ís­lands eins og ástand­ið komi henni ekki við og hún geti ekk­ert gert.

Mest lesið í mánuðinum

  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    1
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Skilin eftir með fanga á Litla-Hrauni: „Hræðilega vont“
    2
    Edda Falak#1

    Skil­in eft­ir með fanga á Litla-Hrauni: „Hræði­lega vont“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var í slag­togi við fanga á tán­ings­aldri og fór reglu­lega í heim­sókn­ir á Litla-Hraun. Eng­inn gerði at­huga­semd­ir við ung­an ald­ur henn­ar eða þroska.
  • Þekkt fólk í viðskiptalífinu á bak við vindmyllurnar
    3
    Úttekt

    Þekkt fólk í við­skipta­líf­inu á bak við vind­myll­urn­ar

    Er­lend stór­fyr­ir­tæki eru helstu leik­end­ur þeg­ar kem­ur að hugs­an­legri virkj­un vinds á Ís­landi. Í því skyni hafa þau feng­ið til liðs við sig fjölda fyrr­ver­andi þing­manna. Þá liggja þræð­ir inn í ís­lenska stjórn­sýslu og allt inn í rík­is­stjórn Ís­lands þeg­ar kem­ur að vindorku­verk­efn­um sem gætu velt millj­örð­um króna.
  • Einsemdin verri en hungrið
    4
    ViðtalKostnaðurinn af fátæktinni

    Ein­semd­in verri en hungr­ið

    Syst­ir Lalla Johns, sem óx upp úr sama jarð­vegi, fór í aðra átt, klár­aði fjór­ar há­skóla­gráð­ur, en slapp ekki und­an byrði bernsk­unn­ar. Rósa Ólöf Ólafíu­dótt­ir grein­ir frá slæmri með­ferð yf­ir­valda á fá­tæku fólki, þar sem hungr­ið var ekki versta til­finn­ing­in.
  • Ræstingafyrirtækið Dagar velti öllum kjarasamningshækkunum út í verðlag
    5
    Fréttir

    Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið Dag­ar velti öll­um kjara­samn­ings­hækk­un­um út í verð­lag

    Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið Dag­ar hækk­aði launa­lið í þjón­ustu­samn­ing­um sín­um um sem nam allri taxta­hækk­un í kjara­samn­ing­um SA og SGS. Þá sendi fyr­ir­tæk­ið við­skipta­vin­um sín­um bak­reikn­inga fyr­ir aft­ur­virkri hækk­un kjara­samn­ing­anna. Yf­ir tveir millj­arð­ar króna hafa ver­ið greidd­ir út í arð til hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins á síð­ustu sjö ár­um. Stærstu eig­end­ur Daga eru Ein­ar og Bene­dikt Sveins­syn­ir.
  • Lögreglurannsókn spillt á kynferðisbroti starfsmanns sumarbúða fyrir fötluð börn
    6
    Viðtal

    Lög­reglu­rann­sókn spillt á kyn­ferð­is­broti starfs­manns sum­ar­búða fyr­ir fötl­uð börn

    Níu ára göm­ul stelpa greindi frá kyn­ferð­is­broti af hálfu starfs­manns sum­ar­búða fyr­ir fötl­uð börn í Reykja­dal. Eng­ar verklags­regl­ur voru til stað­ar til að taka á slík­um mál­um og lög­reglu­rann­sókn var spillt. For­eldr­ar stúlk­unn­ar lýsa mál­inu sem „hel­víti frá upp­hafi til enda“.
  • Þórður Snær Júlíusson
    7
    Leiðari

    Þórður Snær Júlíusson

    Það er ver­ið að tala við ykk­ur

    Það er fá­tækt á Ís­landi. Mis­skipt­ing eykst og byrð­arn­ar á venju­legt fólk þyngj­ast. Á með­an læt­ur rík­is­stjórn Ís­lands eins og ástand­ið komi henni ekki við og hún geti ekk­ert gert.
  • Kalkþörungafélagið staðið að skattaundanskotum
    8
    Afhjúpun

    Kalk­þör­unga­fé­lag­ið stað­ið að skattaund­an­skot­um

    Eig­end­ur Ís­lenska kalk­þör­unga­fé­lags­ins á Bíldu­dal hafa ár­um sam­an keypt af­urð­ir verk­smiðj­unn­ar á und­ir­verði og flutt hagn­að úr landi. Skatt­ur­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu eft­ir að hafa rann­sak­að skatt­skil fé­lags­ins á fimm ára tíma­bili. Á 15 ára starfs­tíma verk­smiðj­unn­ar hef­ur hún aldrei greitt tekju­skatt. „Við er­um ekki skattsvik­ar­ar,“ seg­ir for­stjóri fé­lags­ins.
  • Svíar sitja uppi með íslenska raðnauðgarann Geirmund
    9
    Fréttir

    Sví­ar sitja uppi með ís­lenska raðnauðg­ar­ann Geir­mund

    37 ára Ís­lend­ing­ur, sem ver­ið hef­ur bú­sett­ur í Sví­þjóð frá fæð­ingu, hef­ur fjór­um sinn­um ver­ið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi gegn kon­um auk fleiri brota. Mál manns­ins, Geir­mund­ar Hrafns Jóns­son­ar, hef­ur vak­ið spurn­ing­ar um hvort hægt sé að vísa hon­um úr landi. Geir­mund­ur hélt 25 ára konu fang­inni í marga klukku­tíma síð­ast­lið­ið sum­ar og beitti hana grófu of­beldi.
  • Aðalsteinn hélt eldræðu á landsfundi - „Mér er algjörlega misboðið“
    10
    Fréttir

    Að­al­steinn hélt eldræðu á lands­fundi - „Mér er al­gjör­lega mis­boð­ið“

    Að­al­steinn Bald­urs­son verka­lýðs­forkólf­ur hélt ræðu á lands­þingi Vinstri grænna í dag þar sem hann skaut föst­um skot­um að for­ystu Efl­ing­ar og for­dæmdi þá hat­ursorð­ræðu sem hef­ur grass­er­að inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar sem og í stjórn­mál­un­um. „Oft­ar en ekki, eru þetta að­il­ar sem standa ut­an stétt­ar­fé­laga eða eru óvirk­ir fé­lags­menn. Menn sem vilja ala á óein­ingu inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar og fá sem flest læk á sín­ar færsl­ur fyr­ir róg­burð og ærumeið­ing­ar,“ sagði hann.

Nýtt efni

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.