Kosningastundin
Greinaröð september 2021

Kosningastundin

Blaðamenn Stundarinnar spyrja forystufólk stjórnmálaframboða sem mælast með kjörfylgi fyrir alþingiskosningar 2021 gagnrýninna spurninga um stefnu þeirra og feril. Miðflokkurinn afþakkaði þátttöku.
Guðmundur Ingi: Atkvæði greitt VG sé atkvæði greitt gegn hægri stjórn
FréttirKosningastundin

Guð­mund­ur Ingi: At­kvæði greitt VG sé at­kvæði greitt gegn hægri stjórn

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra geng­ur sátt­ur frá borði þótt Vinstri græn hafi ekki náð mik­il­væg­um mál­efn­um í gegn. Helst sér hann eft­ir mið­há­lend­is­þjóð­garð­in­um en mun halda bar­átt­unni áfram og seg­ir lofts­lags­mál­in vera stærstu verk­efn­in á kom­andi kjör­tíma­bili. Þar þarf að grípa til að­gerða í at­vinnu­líf­inu og friða bæði hluta af landi og hafi.
Kristrún: „Það er ekki gott að hér verði einhvers konar samfélagsrof“
ViðtalKosningastundin

Kristrún: „Það er ekki gott að hér verði ein­hvers kon­ar sam­fé­lags­rof“

Kristrún Frosta­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík suð­ur, seg­ir að hún hafi alltaf ver­ið jafn­að­ar­mað­ur í hjarta sínu þó hún hafi starf­að fyr­ir Við­skipta­ráð og fjár­mála­fyr­ir­tæki. Hún seg­ir að mik­il­vægt sé að efna­mik­ið fólk greiði meira til sam­fé­lags­ins og rök­styð­ur stór­eigna­skatta sem rétt­læt­is­mál og góða hag­stjórn.
Upplifði skort á heiðarleika í viðræðum við Katrínu síðast
FréttirKosningastundin

Upp­lifði skort á heið­ar­leika í við­ræð­um við Katrínu síð­ast

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­mað­ur svar­ar í Kosn­inga­stund­inni fyr­ir stefnu og fer­il Pírata. Hún sér fyr­ir sér marga mögu­leika á rík­is­stjórn­ar­mynd­un, þrátt fyr­ir að úti­loka tvo flokka og setja skil­yrði um nýja stjórn­ar­skrá. Hún seg­ist hafa haft trú á Katrínu Jak­obs­dótt­ur fyr­ir síð­ustu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur.
„Auðvaldið verður aldrei okkar samstarfsmaður“
ViðtalKosningastundin

„Auð­vald­ið verð­ur aldrei okk­ar sam­starfs­mað­ur“

Katrín Bald­urs­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins í Reykja­vík Suð­ur, seg­ir að Sósí­al­ista­flokk­ur­inn sé bú­inn að reikna út hversu mikl­ar tekj­ur hann þarf til þess að standa við lof­orð sín og hvernig hann ætl­ar að nálg­ast slík­ar tekj­ur en vill hins veg­ar ekki gefa upp hver upp­hæð­in er, það væri „fá­rán­legt“. Hún seg­ir Sósí­al­ista­flokk­inn ætla að byggja upp sinn eig­in fjöl­mið­il, leggja af styrki til fjöl­miðla í gegn­um rit­stjórn­ir og styrkja frek­ar blaða­menn í að fjalla um það sem flokkn­um finnst „þess virði“. Þá ætl­ar flokk­ur­inn sér einnig að setja á fót and-spill­inga­stofn­un.
Ætla að sækja 70 milljarða í lífeyrissjóðskerfið
ViðtalKosningastundin

Ætla að sækja 70 millj­arða í líf­eyr­is­sjóð­s­kerf­ið

Inga Sæ­land svar­ar fyr­ir stefnu Flokks fólks­ins í Kosn­inga­stund­inni. Hún seg­ir flokk­inn ætla að láta líf­eyr­is­sjóði greiða stað­greiðslu­skatta af ið­gjöld­um í sjóð­inn frek­ar en við út­greiðslu, líkt og er gert í dag. Þannig sér hún fyr­ir sér að færa 70 millj­arða tekj­ur úr fram­tíð­inni og til notk­un­ar strax í dag.
Bjarni Benediktsson sem forsætisráðherra er fyrsta tilboð Sjálfstæðisflokksins
FréttirKosningastundin

Bjarni Bene­dikts­son sem for­sæt­is­ráð­herra er fyrsta til­boð Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Birg­ir Árm­ans­son, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, svar­ar fyr­ir stefnu og fer­il flokks­ins í Kosn­inga­stund­inni. Hann ver ráð­herra flokks­ins, heit­ir áherslu á skatta­lækk­an­ir og seg­ir kosn­ingalof­orð­in fjár­magn­ast með hag­vexti. Flokk­ur­inn mun gera upp­haf­lega kröfu um að formað­ur­inn Bjarni Bene­dikts­son verði for­sæt­is­ráð­herra í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um.
Þorgerður Katrín varar við íhalds-hægri stjórn
FréttirKosningastundin

Þor­gerð­ur Katrín var­ar við íhalds-hægri stjórn

Við­reisn tel­ur að teng­ing krónu við evru sé besta og fljót­virk­asta tæk­ið sem hægt er að beita í hag­stjórn­ar­mál­um til að bæta hag al­menn­ings og fyr­ir­tækja. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, gagn­rýn­ir sitj­andi rík­is­stjórn fyr­ir kyrr­stöðu og vörð um sér­hags­muni. Hún vill færa stjórn­mál­in inn á hina frjáls­lyndu miðju.
Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að reka ríkissjóð með halla um fyrirsjáanlega framtíð
FréttirKosningastundin

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn til­bú­inn til að reka rík­is­sjóð með halla um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð

Ráð­ast þarf í kerf­is­breyt­ingu í öll­um vel­ferð­ar­mál­um þar sem fjár­fest verð­ur í fólki seg­ir Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík norð­ur. Hefð­bund­in hug­mynda­fræði sem bygg­ir á að það séu mála­flokk­ar kalli bara á út­gjöld er gjald­þrota að hans mati. Hann sjálf­ur og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn séu í sókn í átt að auk­inni fé­lags­hyggju.