Ný Samherjaskjöl
Greinaröð september 2021

Ný Samherjaskjöl

Ný gögn sem eru undir í rannsóknum héraðssaksóknara og namibískra yfirvalda varpa ljósi á hversu víðtæk þekking var um mútugreiðslur og háttsemi Samherja í Namibíu innan útgerðarrisans. Frjálslega var talað um mútugreiðslur og hótanir í skriflegum samskiptum lykilstjórnenda. Þorsteinn Már Baldvinsson fékk stöðugar upplýsingar um gang mála.