Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Skuggi Baldvins hjá Samherja í Namibíu

Hlut­verk Bald­vins Þor­steins­son­ar, son­ar Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, hjá út­gerð­ar­fé­lag­inu Sam­herja, hef­ur ekki leg­ið al­veg ljóst fyr­ir á liðn­um ár­um. Hann hef­ur bor­ið hina ýmsu starfstitla og jafn­vel stýrt fé­lagi sem Sam­herji hef­ur keypt en á sama tíma alltaf líka ver­ið með putt­ana í út­gerð­inni á bak við tjöld­in. Þetta sýna rann­sókn­ar­gögn­in í Sam­herja­mál­inu í Namib­íu þar sem nafn Bald­vins kem­ur það mik­ið fyr­ir að ætla má að hann sé eins kon­ar að­stoð­ar­for­stjóri föð­ur síns hjá Sam­herja.

Skuggi Baldvins hjá Samherja í Namibíu
Eftir nefndarfund Alþingis Baldvin Þorsteinsson sagði seðlabankastjóra að hafa þá „sómakennd“ að „drulla sér í burtu“ vorið 2019, á sama tíma og Samherji bar fé á stjórnmála- og embættismenn í Namibíu. Mynd: Hlíf Una

„Er búið að gefa út kvótann í Namibíu?“ spurði Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, í tölvupósti til framkvæmdastjórans í namibískum dótturfélögum Samherja þann 4. ágúst 2018. Um er að ræða síðustu tölvupóstsamskiptin frá Baldvini Þorsteinssyni sem er að finna í þeim rannsóknargögnum sem sakborningar í Samherjamálinu í Namibíu hafa verið spurðir út í.

Tölvupóstarnir eru frá tæplega tíu ára tímabili, 2010 til haustsins 2019, skömmu áður en greint var frá Namibíumálinu í fjölmiðlum. Gögnin sýna talsverða aðkomu Baldvins Þorsteinssonar að skipulagningu veiða Samherja í Namibíu yfir margra ára tímabil.  

Baldvin er í dag orðinn annar stærsti eigandi Samherja, ásamt Kötlu systur sinni, eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, frændi hans, seldu börnum sínum meirihluta hlutabréfa sinna í Samherja í fyrra. Þorsteinn Már og fyrrverandi eiginkona hans …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ný Samherjaskjöl

KPMG breytti skýrslu um völd Þorsteins Más vegna „óánægju“ hans
FréttirNý Samherjaskjöl

KP­MG breytti skýrslu um völd Þor­steins Más vegna „óánægju“ hans

End­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­ið KP­MG breytti skýrslu sinni um stjórn­end­astrúkt­úr Sam­herja­sam­stæð­unn­ar eft­ir að Þor­steinn Már Bald­vins­son lýsti yf­ir óánægju með drög að skýrsl­unni. Embætti hér­aðssak­sókn­ara hef­ur yf­ir­heyrt starfs­mann KP­MG, sem sá um skýrslu­gerð­ina, sem vitni og er ljóst að ákæru­vald­ið hef­ur mik­inn áhuga á vald­sviði Þor­steins Más inn­an Sam­herja.
Jón Óttar sagðist ekki skyldugur til að „fela þetta“ fyrir Samherja í Namibíu
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Jón Ótt­ar sagð­ist ekki skyldug­ur til að „fela þetta“ fyr­ir Sam­herja í Namib­íu

Eitt af því sem Jón Ótt­ar Ólafs­son, ráð­gjafi Sam­herja, gerði ít­rek­að fyr­ir út­gerð­ar­fé­lag­ið var að reyna að stuðla að því að mútu­greiðsl­urn­ar til ráða­mann­anna í Namib­íu færu leynt. Jón Ótt­ar sagð­ist ekki bera skylda til að fela þess­ar greiðsl­ur en hélt samt áfram að gera það í rúm þrjú ár eft­ir að hann hóf störf hjá Sam­herja í Namib­íu.
Bankastjóri og stjórnarmaður Íslandsbanka liðkuðu til fyrir viðskiptum Samherja í Namibíu
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Banka­stjóri og stjórn­ar­mað­ur Ís­lands­banka liðk­uðu til fyr­ir við­skipt­um Sam­herja í Namib­íu

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, fund­aði með stjórn­ar­manni og banka­stjóra Ís­lands­banka, Birnu Ein­ars­dótt­ur, um að­stoð við að stunda fisk­veið­ar í Namib­íu. Fund­ur­inn leiddi til þess að Sam­herji fékk með­mæla­bréf sem sent var til Bern­h­ard Es­au sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Birna Ein­ars­dótt­ir seg­ir að hún hafi ein­ung­is ver­ið að að­stoða við­skipta­vin bank­ans og að hún hafi aldrei vit­að til hvers fund­ur­inn leiddi.
Ný Samherjaskjöl: „Þarf þetta allt að vera til í póstum milli manna?“
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Ný Sam­herja­skjöl: „Þarf þetta allt að vera til í póst­um milli manna?“

Ný gögn sem eru und­ir í rann­sókn­um hér­aðssak­sókn­ara og namib­ískra yf­ir­valda varpa ljósi á hversu víð­tæk þekk­ing var um mútu­greiðsl­ur og hátt­semi Sam­herja í Namib­íu inn­an út­gerð­arris­ans. Frjáls­lega var tal­að um mútu­greiðsl­ur og hót­an­ir í skrif­leg­um sam­skipt­um lyk­il­stjórn­enda. Þor­steinn Már Bald­vins­son fékk stöð­ug­ar upp­lýs­ing­ar um gang mála.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár