Samherji kom á framfæri ósk í gegnum lögmannsstofuna Wikborg Rein um að fella niður málaferli á hendur listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni vegna „We‘re Sorry“ listgjörningsins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði fengið lögmenn sér til varnar. „Ég ætla ekki að semja um nokkurn skapaðan hlut,“ segir listamaðurinn.
Fréttir
2
Skýrsla Boston Consulting Group „mikilvægur grundvöllur“ stefnumótunar stjórnvalda
Matvælaráðherra segist hafa kynnt sér þær 22 umsagnir sem borist hafa við skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Hún segir að skýrslan sé mikilvægur grundvöllur stefnumótunar stjórnvalda í þessum málaflokki en sé þó ekki stefnumótun stjórnvalda.
Fréttir
1
Segir frumvarp matvælaráðherra stefna strandveiðikerfinu í hættu
Þingmaður Framsóknarflokksins segir að með nýju frumvarpi matvælaráðherra um svæðaskiptingu strandveiða sé verið að taka áhættu með markmið kerfisins og því stefnt í hættu. „Að vori er sumarið fram undan í strandveiðinni í óvissu.“
Aðsent
1
Kjartan Páll Sveinsson
Lísa í Sjávarútvegslandi
Kjartan Páll Sveinsson segir að þau sem reyna að fylgjast með stefnumótun í sjávarútvegsmálum á Íslandi þessi misserin tengi eflaust við raunir Lísu í Undralandi þar sem ekkert var sem sýndist.
Fréttir
Úr núll í þrjár – Konur bætast við í stjórn SFS
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi voru harðlega gagnrýnd í fyrra fyrir að hafa einungis karla í stjórn samtakanna. Á aðalfundi í morgun bættust við þrjár konur en 20 eru í stjórn með formanni.
Fréttir
Síldarvinnslan hagnaðist um 10,2 milljarða en borgaði undir milljarð í veiðigjald
Kvótinn sem Síldarvinnslan keypti af Vísi í fyrra er metinn á næstum 30 milljarða króna. Til stendur að greiða hluthöfum um 3,4 milljarða króna í arð. Væntanleg arðgreiðsla útgerðarrisans til stærsta hluthafa síns, Samherja hf., er rúmlega einn milljarður króna, eða meira en Síldarvinnslan greiddi í veiðigjöld á árinu 2022.
Fréttir
6
Erfðu Samherja og hafa hagnast um rúma tíu milljarða á tveimur árum
Félag í eigu barna Þorsteins Más Baldvinssonar fékk lán hjá foreldrum sínum til að kaupa hlut þeirra í Samherja hf. Eignir þess voru metnar á 45 milljarða króna í lok árs 2021. Erlend starfsemi Samherjasamstæðunnar var seld til Baldvins Þorsteinssonar í lok síðasta árs.
FréttirTillögur Auðlindarinnar okkar
Útgerð og sjómenn fái meira í sinn hlut til að draga úr brottkasti
Hvatar til þess að landa afla sem talinn er „óæskilegur“ eru ófullnægjandi og valda brottkasti á fiski. Eftirlit sýnir að brottkast á sér stað í töluverðu mæli á Íslandsmiðum þvert á það sem forsvarsmenn útgerðarinnar höfðu áður haldið fram.
Fréttir
22
Lögreglan á Akureyri boðar blaðamenn í yfirheyrslu
Rannsóknarlögreglumaður frá Lögreglunni á Akureyri er á leið til Reykjavíkur til að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar þeirra um aðferðir svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja, sem rægði blaðamenn. Lögreglan veitir blaðamanni Stundarinnar stöðu grunaðs manns og telur umfjöllunina hegningarlagabrot gegn friðhelgi einkalífsins sem varðar allt að eins árs fangelsi.
Leiðari
10
Jón Trausti Reynisson
Ekkert að þakka
Ef við fylgjum slóð fólksins, eignarinnar og peninganna sjáum við söguþráð Verbúðarinnar. Á sama tíma fara útgerðarmenn í auglýsingaherferð.
Fréttir
1
Hagur Samherja vænkast eftir óvæntan hagnað
Síldarvinnslan hefur hækkað í virði um 62,5 milljarða króna á átta mánuðum og hlutdeild Samherja, stærsta eigandans, nemur rúmlega 20 milljörðum króna. Í gær tilkynnti Síldarvinnslan um afkomu umfram væntingar vegna kvótaaukningar.
FréttirSamherjaskjölin
Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félags sem það á ekki
Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félagsins Samherji Holding ehf. inni á heimasíðu þess þrátt fyrir að félagið hafi hætt að tilheyra samstæðu Samherja árið 2018. Samherji á ekki Samherja Holding lengur heldur er eignarhaldið á síðarnefnda félaginu hjá stofnendum Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni og Kristjáni Vilhelmssyni á meðan eignarhaldið á íslenska útgerðarfélaginu er nú hjá börnum þeirra.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.