Síldarvinnslan hagnaðist um 10,2 milljarða en borgaði undir milljarð í veiðigjald
Kvótinn sem Síldarvinnslan keypti af Vísi í fyrra er metinn á næstum 30 milljarða króna. Til stendur að greiða hluthöfum um 3,4 milljarða króna í arð. Væntanleg arðgreiðsla útgerðarrisans til stærsta hluthafa síns, Samherja hf., er rúmlega einn milljarður króna, eða meira en Síldarvinnslan greiddi í veiðigjöld á árinu 2022.
Fréttir
6
Erfðu Samherja og hafa hagnast um rúma tíu milljarða á tveimur árum
Félag í eigu barna Þorsteins Más Baldvinssonar fékk lán hjá foreldrum sínum til að kaupa hlut þeirra í Samherja hf. Eignir þess voru metnar á 45 milljarða króna í lok árs 2021. Erlend starfsemi Samherjasamstæðunnar var seld til Baldvins Þorsteinssonar í lok síðasta árs.
FréttirTillögur Auðlindarinnar okkar
Útgerð og sjómenn fái meira í sinn hlut til að draga úr brottkasti
Hvatar til þess að landa afla sem talinn er „óæskilegur“ eru ófullnægjandi og valda brottkasti á fiski. Eftirlit sýnir að brottkast á sér stað í töluverðu mæli á Íslandsmiðum þvert á það sem forsvarsmenn útgerðarinnar höfðu áður haldið fram.
Fréttir
22
Lögreglan á Akureyri boðar blaðamenn í yfirheyrslu
Rannsóknarlögreglumaður frá Lögreglunni á Akureyri er á leið til Reykjavíkur til að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar þeirra um aðferðir svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja, sem rægði blaðamenn. Lögreglan veitir blaðamanni Stundarinnar stöðu grunaðs manns og telur umfjöllunina hegningarlagabrot gegn friðhelgi einkalífsins sem varðar allt að eins árs fangelsi.
Leiðari
10
Jón Trausti Reynisson
Ekkert að þakka
Ef við fylgjum slóð fólksins, eignarinnar og peninganna sjáum við söguþráð Verbúðarinnar. Á sama tíma fara útgerðarmenn í auglýsingaherferð.
Fréttir
1
Hagur Samherja vænkast eftir óvæntan hagnað
Síldarvinnslan hefur hækkað í virði um 62,5 milljarða króna á átta mánuðum og hlutdeild Samherja, stærsta eigandans, nemur rúmlega 20 milljörðum króna. Í gær tilkynnti Síldarvinnslan um afkomu umfram væntingar vegna kvótaaukningar.
FréttirSamherjaskjölin
Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félags sem það á ekki
Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félagsins Samherji Holding ehf. inni á heimasíðu þess þrátt fyrir að félagið hafi hætt að tilheyra samstæðu Samherja árið 2018. Samherji á ekki Samherja Holding lengur heldur er eignarhaldið á síðarnefnda félaginu hjá stofnendum Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni og Kristjáni Vilhelmssyni á meðan eignarhaldið á íslenska útgerðarfélaginu er nú hjá börnum þeirra.
FréttirSamherjaskjölin
3
Hollenskt félag Þorsteins Más og fjölskyldu á 18 milljarða eignir
Fyrsti ársreikningur nýs hollensks félags í eigu stofnenda Samherja gerður opinber. Félagið tók við eignum frá Kýpur-félögum Samherja, samkvæmt orðum Þorsteins Más Baldvinssonar. Tengsl Samherja við Holland eru orðin æði mikil og hafa þrír lykilaðilar hjá útgerðinni sest að í landinu frá því að Namibíumálið kom upp í nóvember árið 2019.
FréttirSamherjaskjölin
3
Ákvarðanir um saksókn og fjársektir í skattahluta Samherjamálsins teknar samhliða
Embætti héraðssaksóknara fékk skattahluta Samherjamálsins í Namibíu sendan frá embætti skattrannsóknarstjóra. Ekki var búið að fullrannsaka málið og er haldið áfram með rannsóknina hjá héraðssaksóknara.
Fréttir
1
Útgerð forstjórans kom Brim undir 12 prósent í milljarða kvótaviðskiptum
Brim segist komið undir lögbundið 12 prósenta hámarksaflahlutdeild eftir 3,4 milljarða viðskipti við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, er langstærsti eigandi útgerðarfélagsins. Útgerðir tengdar Brimi eru enn samtals með 17,41 prósent aflahlutdeild.
ÚttektSjávarútvegsskýrslan
Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra: Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki
Guðmundur Kristjánsson í Brimi og Guðbjörg Matthíasdóttir í Ísfélaginu í Vestmannaeyum eru í sérflokki þegar kemur að hlutdeild þeirra í arðgreiðslum úr sjávarútvegsfyrirtækjum í fyrra. Samanlagðar arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja náðu sögulegu hámarki í fyrra þegar arðurinn út úr greininni rúmlega tvöfaldaðist og fór í 21,5 milljarða króna.
FréttirNý Samherjaskjöl
Skuggi Baldvins hjá Samherja í Namibíu
Hlutverk Baldvins Þorsteinssonar, sonar Þorsteins Más Baldvinssonar, hjá útgerðarfélaginu Samherja, hefur ekki legið alveg ljóst fyrir á liðnum árum. Hann hefur borið hina ýmsu starfstitla og jafnvel stýrt félagi sem Samherji hefur keypt en á sama tíma alltaf líka verið með puttana í útgerðinni á bak við tjöldin. Þetta sýna rannsóknargögnin í Samherjamálinu í Namibíu þar sem nafn Baldvins kemur það mikið fyrir að ætla má að hann sé eins konar aðstoðarforstjóri föður síns hjá Samherja.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.