Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hafnar sáttaumleitunum Samherja

Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.

Hafnar sáttaumleitunum Samherja
Segir Samherja sýna sitt rétta andlit Odee hefur ekki í hyggju að semja við Samherja, þrátt fyrir boð þar um. Málarekstur mun því halda áfram úti í Bretlandi. Mynd: Odee

Lögmannsstofan Wikborg Rein, fyrir hönd Samherja, bauð listamanninnum Oddi Eysteini Friðrikssyni, Odee, sátt í málaferlum sjávarútvegsfyrirtækisins á hendur honum, um leið og ljóst var að Odee hafði fengið lögmenn til að verja hagsmuni sína úti í Bretlandi. Vildi Samherji fella málið niður gegn því að Odee eftirléti fyrirtækinu lénið samherji.co.uk. Odee hefur hins vegar engin áform um að þiggja þá sátt. „Ég trúi á málfrelsið og tjáningarfrelsið og á ekki von á öðru en að ég vinni þetta mál.“

Svo sem Heimildin hefur ítrekað greint frá setti Odee í loftið vefsíðu sem hluta af listgjörningi sínum, „We‘re Sorry“, þar sem hann birti yfirlýsingu þess efnis að Samherji bæðist afsökunar á framferði sínu í Namibíu og héti því að vinna með yfirvöldum, namibískum sem íslenskum, auk annarra aðila og væri reiðubúið til að bæta fyrir gjörðir sínar.

Létu blekkjast af fréttatilkynningunni

Samherji fór fram á það fyrir dómstóli í Bretlandi að sett yrði á bráðabirgða lögbann á umrædda heimasíðu og á það féllst dómari í málinu.   Byggði málflutningur Samherja á því að tilgangur síðunnar, útlit hennar og nafn, hefði verið til að blekkja netnotendur, og lögðu lögmenn fyrirtækisins áherslu á að þeim blekkingum hefði verið beint að breskum neytendum og hugsanlegum viðskiptavinum eða samstarfsaðilum fyrirtækisins þar í landi. Var bent á að minnsta kosti einn fjölmiðill, írska fréttasíðan The Fishing Daily, hefði látið blekkjast og birt frétt upp úr fréttatilkynningunni. Lögmenn Samherja bentu á þetta sem dæmi um skaða sem fréttatilkynningin og vefsíðan hefðu valdið. Umrædd frétt var þó tekin niður af vefsíðu The Fishing Daily.

Óttast frekari skaða á orðspori

Í framburði lögmanns Samherja, Cristophers James Grieveson, varð honum tíðrætt um umrædda fréttatilkynningu. Sagð Grieveson hana innihalda „játningar, afsökunarbeiðnir og loforð sem kærandi [Samherji] hefur einfaldlega ekki sett fram.“

„Kærandi telur verulegar líkur á frekari skaða á orðspori sínu hjá viðskiptavinum“
Christopher James Grieveson
lögmaður Samherja

Þá hefði Odee með gjörningnum villt um fyrir aðilum í sjávarútvegi og almenningi sem myndu augljóslega tengja efni vefsíðunnar við Samherja og þar með „bera annan hug til kæranda. Hann hefur skaðað, og gæti skaðað, viðskiptavild kæranda og tök fyrirtækisins á að reka starfsemi sína með þeim lögmæta hætti sem kærandi leitast við.“

Segjast ekki vera að reyna að hefta málfrelsi

Þá vakti lögmaður Samherja sérstaka athygli dómara á Odee hefði einnig notað vörumerki Samherja, nafn fyrirtækisins, í stóra veggmynd í Listasafni Reykjavíkur, sem hefði vakið athygli íslenskra fjölmiðla og valdið því að fleiri netnotendur hefðu farið um vefsíðuna. Þó tilgreinir Grieveson lögmaður fyrir dómnum að Samherji hyggist ekki leita til dómstóla vegna veggmyndarinnar í Listasafninu, ekki að svo komnu máli. Ástæðan sé að um sé að ræða tímabundið verk á útskriftarsýningu, og „þó það [fyrirtækið Samherji] gagnrýni verkið, er það ekki að reyna að hefta málfrelsi.“

Fer ófögrum orðum um Samherja og Wikborg Rein

Sem fyrr segir buðu lögmenn Samherja sátt í málinu strax og lögmenn þeir sem Odee hafði fengið til starfa settu sig í samband við Wikborg Rein. „Fyrstu viðbrögð hjá þeim voru að Samherji væri tilbúinn að semja við mig. Þeir vildu í raun bara fella málið niður og fá lénið í sínar hendur,“ segir Odee í samtali við Heimildina.

„Þeir hafa komist upp með að semja sig út úr öllum andskotanum“
Odee
um framgöngu Samherja

Odee segir hins vegar að hann hafi hafnað öllum sáttaumleitunum og detti ekki í hug að semja við Samherja um eitt né neitt. „Mín afstaða er að þeir megi fokka sér, þessi norska lögfræðistofa má fokka sér, Samherji má fokka sér. Ég ætla ekki að semja um nokkurn skapaðan hlut. Þeir hafa komist upp með að semja sig út úr öllum andskotanum og í kjölfarið hafa þeir getað sagt að þeir séu saklausir af hinu og þessu sem þeir hafa gert. Með framkomu sinni gagnvart mér sýna þeir bara sitt rétta andlit.“

Málið mun því ganga sinn gang fyrir dómstólum úti í Bretlandi.

Samherji nú með tölvupóstsamskipti fjölda fólks undir höndum

Í úrskurði dómara varðandi lögbannsskröfuna sagði að Odee væri skylt að færa lén vefsíðunnar yfir til Samherja, auk þess að taka niður síðuna, og að tryggja að hún, auk allra netfanga sem henni tengist, verði gerð óvirk þar til dómstóllinn birtir lokaúrskurð í málinu. Samherja er hins vegar óheimilt að nota lénið á nokkurn hátt fyrr en að fenginni heimild dómara. Sömuleiðis var tilgreint að Samherja væri skylt að hlíta hverri þeirri niðurstöðu dómsins sem lyti að því að greiða þyrfti Odee bætur vegna lögbannsins, ef það til þess kæmi.

Samkvæmt úrskurði dómstólsins er Odee óheimilt að skrá, afla sér eða nota nokkuð lén þar sem orðið samherji kemur fyrir, sem og nokkurt orð sem er því líkt. Þá er honum óheimilt að nota orðið Samherji í titli vefsíðu eða í nokkru útgefnu efni. Sömu sögu er að segja um notkun á vörumerkjum eða útgefnu efni Samherja.

Dómarinn féllst hins vegar ekki á þá röksemd lögmanna Samherja að Odee hefði notað vörumerkin í viðskiptalegu samhengi og byggði ákvörðun sína um lögbannið ekki á því, heldur að um óheimila notkun á vörumerkjum væri að ræða.

Odee var þá jafnframt gert skylt að afhenda Samherja öll tölvupóstsamskipti þar sem notast var við samherji.co.uk netföng. Um er að ræða vel á þriðja hundrað tölvupósta, flestir þeirra eru póstar sem Oddur sjálfur sendi en þó einhverjir tugir þar sem um er að ræða tölvupósta frá nafngreindu fólki, blaðamönnum og öðrum, með persónulegum upplýsingum þeirra. Þá hefur Samherji nú undir höndum.

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • JE
  Jóhann Einarsson skrifaði
  Þessi gjörningur er sko ekkert slor, sammála SSS
  0
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  Því meiri ummfjöllun. því betra fyrir Odee.
  Áfram Oddur alla leið!
  Grálúsugir syndaselir samherja eiga sér engar málsbætur!
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
2
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“
4
FréttirSameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Foss­um: „Kannski ver­ið hægt að semja bet­ur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
9
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár