Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samherji sver af sér að hafa beðist afsökunar á Namibíumálinu

Frétta­til­kynn­ing var send á er­lenda fjöl­miðla í nafni sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja þar sem beðist er af­sök­un­ar á Namib­íu­máli fyr­ir­tæk­is­ins. Frétta­til­kynn­ing­in og vef­síða með sama boð­skap eru hins veg­ar ekki frá Sam­herja kom­in held­ur er um föls­un að ræða.

Samherji sver af sér að hafa beðist afsökunar á Namibíumálinu
„We‘re Sorry“ Afsökunarbeiðnin er ekki frá hinu raunverulega sjávarútvegsfyrirtæki Samherja komin

Samherji hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fullyrt er að fyrirtækið sæti skipulagðri árás. Ástæðan er sú að aðilar, ótengdir sjávarútvegsfyrirtækinu, hafa sent falsaða fréttatilkynningu á erlenda fjölmiðla, í nafni Samherja. Sömuleiðis hefur verið sett upp heimasíða í nafni fyrirtækisins, hýst í Bretlandi þar sem stendur stórum stöfum á forsíðu „Við biðjumst afsökunar“ (e. We‘re Sorry).

Í umræddri fréttatilkynningu segir að Samherji vilji með henni gefa út formlega afsökunarbeiðni vegna Namibíumálsins. „Við viðurkennum alvarleika ásakana á hendur okkur, meðal annars um spillingu, mútugreiðslur og nútíma nýlendustefnu. Með gjörðum okkar höfum við grafið undan stjórnkerfi Namibíu og svipt landið mikilvægum tekjum til heilbrigðis- og menntamála.“

„Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða árás sem fyrirtækið tekur mjög alvarlega“
úr tilkynningu Samherja

Í hinni uppdiktuðu tilkynningu er jafnframt sagt að Samherji sé fyrirtæki sem sé annt um mannréttindi og félagsleg réttindi og því taki það fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Samherji heiti fullu samstarfi við yfirvöld, íslensk jafnt sem namibísk, auk annarra. Þá sé fyrirtækið reiðubúið til að bæta fyrir gjörðir sínar, með því að koma „stolnum eignum“ namibísku þjóðarinnar aftur til sinnna réttmætu eigenda.

Í lok fréttatilkynningarinnar er bent á að hægt sé að fá frekari upplýsingar með því að hafa samband við Friðriku Eysteinsdóttur, upplýsingafulltrúa. Engin kona með því nafni er hins vegar til.

Á raunverulegri vefsíðu Samherja segir að hvorki umrædd heimasíða né umrædd fréttatilkynning  hafi nein tengsl við Samherja eða starfsmenn fyrirtækisins. „Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða árás sem fyrirtækið tekur mjög alvarlega. Samherji mun óska eftir því að hin falska vefsíða verði tekin niður.“

 

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Samherji 2023: "Við biðjumst aldrei afsökunar á glæpum okkar."
    1
  • Sævar Helgason skrifaði
    Rússar að verki ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár