Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Síldarvinnslan hagnaðist um 10,2 milljarða en borgaði undir milljarð í veiðigjald

Kvót­inn sem Síld­ar­vinnsl­an keypti af Vísi í fyrra er met­inn á næst­um 30 millj­arða króna. Til stend­ur að greiða hlut­höf­um um 3,4 millj­arða króna í arð. Vænt­an­leg arð­greiðsla út­gerð­arris­ans til stærsta hlut­hafa síns, Sam­herja hf., er rúm­lega einn millj­arð­ur króna, eða meira en Síld­ar­vinnsl­an greiddi í veiði­gjöld á ár­inu 2022.

Síldarvinnslan hagnaðist um 10,2 milljarða en borgaði undir milljarð í veiðigjald
Forstjórinn Gunnþór Ingvason stýrir Síldarvinnslunni. Hann á 60 prósent hlut í félagi sem á 0,94 prósent hlut í Síldarvinnslunni. Miðað við markaðsvirði félagsins í dag er virði þess hlutar rúmlega 1,2 milljarðar króna. Gunnþór var með 6,1 milljón króna í laun og mótframlag í lífeyrissjóði að meðaltali á mánuði í fyrra. Mynd: Skjáskot/Síldarvinnslan

Hagnaður Síldarvinnslunnar  var 10,2 milljarðar króna á árinu 2022. Rekstrartekjur útgerðarrisans voru 42 milljarðar króna og eignir hans í árslok voru metnar á 150,5 milljarða króna. Eigið fé samstæðunnar var 83,1 milljarður króna en hafði verið 55 milljarðar króna í lok árs 2021. Þar skiptir máli að Síldarvinnslan keypti útgerðina Vísi í fyrra og hún varð hluti af samstæðunni í byrjun desember síðastliðins. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Síldarvinnslunnar sem birtur var í dag. 

Vegna frammistöðu síðasta árs stendur til að greiða hluthöfum Síldarvinnslunnar um 3,4 milljarða króna í arð. Ef miðað er við meðalgengi Bandaríkjadals, sem er uppgjörsmynt Síldarvinnslunnar, á síðasta ári þá greiddi samstæðan 2,4 milljarða króna í tekjuskatt á árinu 2022 og 672 milljónir króna í veiðigjald. Þegar veiðigjaldagreiðslum Vísis er bætt við fer sú upphæð upp í 959 milljónir króna. Samtals hefur Síldarvinnslan greitt 1,8 milljarð króna í veiðigjöld á síðustu þremur árum, eða rétt rúmlega …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár