Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skýrsla Boston Consulting Group „mikilvægur grundvöllur“ stefnumótunar stjórnvalda

Mat­væla­ráð­herra seg­ist hafa kynnt sér þær 22 um­sagn­ir sem borist hafa við skýrslu Bost­on Consulting Group um stöðu og fram­tíð lagar­eld­is á Ís­landi. Hún seg­ir að skýrsl­an sé mik­il­væg­ur grund­völl­ur stefnu­mót­un­ar stjórn­valda í þess­um mála­flokki en sé þó ekki stefnu­mót­un stjórn­valda.

Skýrsla Boston Consulting Group „mikilvægur grundvöllur“ stefnumótunar stjórnvalda
Umhverfissjónarmið munu vega þungt Matvælaráðherra gerir ráð fyrir því að leggja fram drög að nýrri stefnu er varðar fiskeldi nú á haustdögum. „Þau stefnudrög munu rata á samráðsgátt stjórnvalda rétt eins og önnur skref í þessari vinnu allri saman og vil ég fullvissa háttvirtan þingmann um það að umhverfissjónarmið munu vega þungt í þeim efnum.“ Mynd: Pressphotos

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra svaraði spurningum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sem meðal annars sneru að skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi en hún hefur verið harðlega gagnrýnd. 

Ráðherrann segir að í skýrslunni komi fram ýmis atriði sem séu ekki endilega tillögur heldur frekar grundvöllur að tillögum eða stefnumótun. „Þar er meðal annars, svo maður láti skýrsluna algerlega njóta sannmælis, mjög víða talað um að það þurfi að efla vísindarannsóknir á öllum þeim sviðum sem liggja þarna til grundvallar. Það er lögð er áhersla á eftirlit og að efla stjórnsýslulega innviði til þess að geta síðan aukið verðmætasköpun. Þarna eru auðvitað heilmiklar áskoranir á ferðinni, ekki síst þegar atvinnugreinin er komin á fullt skrið.“

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar benti á í fyrirspurn sinni að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði haft til umfjöllunar skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. „Þar eru gerðar tugir athugasemda við framkvæmd laga um fiskeldi, brotakennda stjórnsýslu og tilfinnanlegan skort á eftirliti. Í umfjöllun nefndarinnar hafa einnig komið fram fjölmargar ábendingar frá hagaðilum sem rata munu í álit nefndarinnar áður en langt um líður. Enginn vafi leikur á því að úttekt Ríkisendurskoðunar leggur góðan grunn að rækilegri endurskoðun lagarammans, regluverksins og stjórnsýslunnar í kringum sjókvíaeldi við strendur Íslands.“

Beindi hún sjónum sínum að því að matvælaráðherra hefði fengið ráðgjafarfyrirtækið Boston Consulting Group til að vinna skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. „Landvernd hefur sett fram rökstudda gagnrýni á innihald og útleggingar þeirrar skýrslu og kynnt hana opinberlega. Meðal þeirra atriða sem Landvernd gagnrýnir eru ofuráherslan á efnahagslegan ávinning eldisfyrirtækjanna, óraunhæfar sviðsmyndir um framtíð lagareldis, að grunnreglur umhverfisréttar séu að engu hafðar, að skortur sé á sannfærandi umfjöllun um áhrif fiskeldis á losun gróðurhúsalofttegunda og að umfjöllun um áhrif á villta laxastofna og aðrar atvinnugreinar sé ófullnægjandi í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins,“ sagði hún. 

Ástæða til að leggja við hlustirÞórunn telur að full ástæða sé til að leggja við hlustir þegar Landvernd segir skýrsluna endurspegla „draumóra fiskeldisiðnaðarins“ og að meira sé gert úr efnahagsáhrifum en umhverfisáhrifum.

Landvernd segir skýrsluna vera „draumóra fiskeldisiðnaðarins“

Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir meðal annars í umsögn samtakanna að stjórnin telji skýrsluna vera „draumóra fiskeldisiðnaðarins“ og í raun gagnlítið plagg. „Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé hefur verið varið til þessarar skýrslugerðar sem er bæði efnislega og að forminu til mjög rýr,“ segir í umsögn Landverndar. 

Telur Þórunn að full ástæða sé til að leggja við hlustir þegar Landvernd segir skýrsluna endurspegla „draumóra fiskeldisiðnaðarins“ og að meira sé gert úr efnahagsáhrifum en umhverfisáhrifum. 

Þórunn spurði Svandísi hvort hún hefði kynnt sér athugasemdir Landverndar og myndað sér skoðun á þeim. Einnig spurði hún hvernig ráðherra hygðist nýta ráðgjöf Boston Consulting Group í vinnunni framundan.

Drög að nýrri stefnu lögð fram á haustdögum

Svandís svaraði og sagði að það væri rétt sem kom fram í máli Þórunnar að nú lægi fyrir mjög mikilvægur grunnur fyrir stefnumótun í fiskeldi. „Við gerum ráð fyrir því að við höfum stöðu til að leggja fram drög að slíkri stefnu nú á haustdögum. Þau stefnudrög munu rata á samráðsgátt stjórnvalda rétt eins og önnur skref í þessari vinnu allri saman og vil ég fullvissa háttvirtan þingmann um það að umhverfissjónarmið munu vega þungt í þeim efnum.

Já, ég hef kynnt mér þær umsagnir sem hafa borist við skýrslu Boston Consulting Group sem eru allt í allt 22 og ekki síst þær athugasemdir sem komu fram hjá Landvernd sem fjalla annars vegar um forsendur sviðsmyndanna en jafnframt um tiltekin mál sem lúta að umhverfissjónarmiðum eins og sambúð sjókvíaeldis og líffræðilegrar fjölbreytni, um losun gróðurhúsalofttegunda, um meginreglur umhverfisréttarins og þetta eru allt saman þættir sem ég vil fullvissa háttvirtan þingmann um að eru alltaf á mínu borði og ekki síst í þeim undirbúningi sem þarna liggur fyrir,“ sagði hún. 

Svandís sagði jafnframt að skýrsla Boston Consulting Group væri mikilvægur grundvöllur stefnumótunar stjórnvalda í þessum málaflokki en væri ekki stefnumótun stjórnvalda.

Umhverfissjónarmiðin skulu njóta sannmælis

Þórunn kom aftur í pontu og sagði að það væri einmitt vegna þess að skýrslan hefði verið kynnt sem grunnur stefnumótunarferlisins sem hún hygði að mjög brýnt væri að ráðuneytið og ráðherra tækju mið af þeim ábendingum sem meðal annars hefðu komið frá Landvernd og fleiri hagaðilum um þessi efni þegar kemur að langtímastefnumótun. 

„Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að nota þetta tilefni til þess að láta umhverfissjónarmiðin njóta sannmælis í þessari atvinnugrein og svo þannig að atvinnugreinin byggist á faglegum, umhverfislegum sjónarmiðum.“

Hún benti á að taka þyrfti gjöld af fyrirtækjum svo hægt væri að sinna opinberu lögbundnu eftirliti. „En hvað hefur ráðherrann hugsað sér um gjald fyrir aðgang að auðlindinni?“ spurði hún.  

Heilmiklar áskoranir á ferðinni

Svandís svaraði í annað sinn og sagði að í skýrslunni kæmu fram ýmis atriði sem væru ekki endilega tillögur heldur frekar grundvöllur að tillögum eða stefnumótun. „Þar er meðal annars, svo maður láti skýrsluna algerlega njóta sannmælis, mjög víða talað um að það þurfi að efla vísindarannsóknir á öllum þeim sviðum sem liggja þarna til grundvallar. Það er lögð áhersla á eftirlit og að efla stjórnsýslulega innviði til þess að geta síðan aukið verðmætasköpun. Þarna eru auðvitað heilmiklar áskoranir á ferðinni, ekki síst þegar atvinnugreinin er komin á fullt skrið.“

Varðandi fiskeldisgjaldið þá sagði ráðherra að núna væri í gildi löggjöf sem var samþykkt 2019. „Í henni er áskilið að fram fari endurskoðun á löggjöfinni fyrir 2024 og ríkisendurskoðandi hefur jafnframt lagt á það áherslu. Í tillögu um fjármálaáætlun, sem liggur núna fyrir þinginu og verður rædd áfram í dag og á morgun, er fjallað sérstaklega um tekjuöflun af greininni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Líkt og kolefnisjöfnun er þetta dæmi um að "spítalinn sé fjárhagslega vel rekinn ...verst að allir sjúklingarnir séu dauðir"
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Það má kaupa álit og Boston Consulting Group er keypt álit og þarfnast verulegrar lagfæringa.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár