Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Erfðu Samherja og hafa hagnast um rúma tíu milljarða á tveimur árum

Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar fékk lán hjá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hf. Eign­ir þess voru metn­ar á 45 millj­arða króna í lok árs 2021. Er­lend starf­semi Sam­herja­sam­stæð­unn­ar var seld til Bald­vins Þor­steins­son­ar í lok síð­asta árs.

Erfðu Samherja og hafa hagnast um rúma tíu milljarða á tveimur árum
Búsettur erlendis Baldvin Þorsteinsson leiðir alþjóðlega starfsemi Samherja. Hann er með lög­­heim­ili í Hollandi, þar sem hann býr.

K&B ehf., félag sem er að mestu í eigu systk­in­anna Bald­vins og Kötlu Þor­steins­barna, hagn­að­ist um 49 milljónir evra, um 7,2 milljarða króna, á árinu 2021 miðað við árslokagengi evru á því ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var á heimasíðu Skattsins í gær, en ársreikningum á alla jafna að skila átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Nú eru liðnir rúmir 13 mánuðir frá því að reikningsárinu 2021 lauk. 

Stærsti eigandi SamherjaKatla Þorsteinsdóttir, dóttir Þorsteins Más Baldvinssonar, er stærsti einstaki eigandi útgerðarfélagsins Samherja ásamt bróður sínum, Baldvin Þorsteinssyni.

Félagið hagnaðist um 20,8 millj­ónir evra, 3,2 millj­arða króna á þávirði, árið 2020. K&B ehf. hefur því hagnast um 10,4 milljarða króna á fyrstu tveimur árunum eftir að félagið var stofnsett. 

Félagið er stærsti ein­staki eig­andi Sam­herja hf., þess hluta Sam­herj­a­sam­stæð­unnar sem heldur á starf­semi hennar á Íslandi og Fær­eyj­um, með 43 pró­sent eign­ar­hlut. Hlut­ur­inn í Sam­herja er eina eign félags­ins og hagn­aður félags­ins hlut­deild í hagn­aði útgerð­ar­ris­ans. Bald­vin á 49 pró­sent hlut í K&B ehf. en Katla systir hans 48,9 pró­sent. Faðir þeirra, Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja, á 2,1 pró­sent hlut.

Eignir K&B ehf. voru metnar á 304,4 milljónir evra, um 45 milljarða króna, í lok árs 2021. Á móti þeim eignum voru langtímaskuldir upp á alls 210,4 milljónir evra, 31 milljarð króna. Eigið fé félagsins var því um 14 milljarðar króna fyrir rúmu ári síðan. 

Langtímaskuldin er við Eignarhaldsfélagið Stein, sem er í eigu foreldra Baldvins og Kötlu, Þorsteins Más og Helgu S. Guðmundsdóttur. Það félag var lengi stærsti eigandi Samherja hf. en hlutur foreldranna var færður til barnanna í maí 2020. Þegar leitað var svara um hvernig sú tilfærsla hafði átt sér stað fengust þau svör hjá Björgólfi Jóhanns­­syni, þá ann­­ars for­­stjóra Sam­herja, að ann­­ars vegar hefðu börnin fengið fyr­ir­fram­greiddan arf, og hins vegar væri um sölu milli félaga að ræða. 

Samhliða sölunni veitti Eignarhaldsfélagið Steinn seljendalán fyrir öllum kaupunum. Samkvæmt ársreikningi á K&B ehf. að greiða 8,4 milljónir evra á ári af láninu á hverju ári, eða um 1,3 milljarða króna. Á árinu 2021 greiddi félagið hins vegar enga slíka greiðslu heldur einungis vaxtagjöld upp á um 200 milljónir króna. 

„Við telj­um að fé­lagið sé vel komið í hans hönd­um og þeirra stjórn­­enda sem hafa starfað þar“
Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja tjáir sig um viðskiptin við Baldvin Þorsteinsson

Tilfærsla milli kynslóða

Samherja var skipt upp í tvö fyrirtæki árið 2018. Eftir það var þorri inn­­­­­­­­­­­­­lendrar starf­­­­­­­sem­i Sam­herja og starf­­­­­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­­­­­sem­i og hluti af fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­starf­­­­­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Holding ehf. Stærsta eign síð­ar­nefnda félags­ins var dótt­ur­fé­lagið Alda Seafood

Saman áttu þessi tvö félög, Sam­herji hf. og Sam­herji Holding, eigið fé upp á um 160 millj­­arða króna í lok árs 2021. Þor­­steinn Már er for­­stjóri bæði Sam­herja hf. og Sam­herja Holding

Til­­kynnt var um það um miðjan maí 2020 að stærstu eigendur Samherja hf. væru að færa stóran hluta af eign­­­ar­haldi á Sam­herja hf., sem heldur utan um inn­lendu starf­sem­ina, til barna sinna. Þorsteinn og Helga færðu, líkt og áður sagði, sinn hlut til K&B ehf., í eigu barna þeirra.

ForstjóriÞorsteinn Már Baldvinsson hefur fært eign sína í Samherjasamstæðunni að mestu til barna sinna.

Útgerð­ar­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­son færði sinn hlut til sinna barna og eftir það eiga Hall­­­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín Krist­jáns­­­börn, sam­an­lagt um 41,5 pró­­­sent hluta­fjár í Sam­herja, en ekk­ert þeirra meira en 8,5 pró­­sent hlut hvert. Þar á eftir kemur félagið Bliki ehf. með 11,9 pró­­­­sent hlut, sem er líka í eigu Sam­herj­a­fjöl­skyld­unn­ar.

Verðmætasta eign Samherja hf. eru aflaheimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu. 

Erlenda starfsemin seld til Baldvins

Í lok árs í fyrra greindi Morgunblaðið frá því að Baldvin hefði keypt Öldu Seafood af Samherja Holding. Í blaðinu var haft eftir Þorsteini Má að ástæðan fyrir söl­unni væru kyn­slóða­skipti sem átt hefði sér stað innan Sam­herja, og að salan á Öldu væri eðli­legt fram­hald af því. „Við telj­um að fé­lagið sé vel komið í hans hönd­um og þeirra stjórn­­enda sem hafa starfað þar.“

Alda Seafood heldur utan um erlenda starf­semi Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, fyr­ir­tæki á sviði veiða, vinnslu og sölu sjá­v­­­ar­af­­urða í Evr­­ópu og Norð­­ur­-Am­er­íku. Fjár­fest­inga­fé­lagið Sæból til­heyrir líka Öldu. Það félag á tvö dótt­­­­­ur­­­­­fé­lög, Esju Shipping Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­­­­­festi á Kýp­­­­­ur. Þau félög héldu meðal ann­­­­­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­­­­­íu, þar sem sam­­­­­stæðan og stjórn­­­­­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­­­­­ast yfir ódýran kvóta.

Auk þess á Sæból þrjú dótt­ur­fé­lög í Fær­eyj­um, þar á meðal Spf Tindhólm.

Alda Seafood er því risa­stórt félag. Bók­fært virði þess í lok árs 2021 var 361 milljón evr­ur, eða um 55,3 millj­arðar króna á gengi dags­ins í dag. Í frétt Morg­un­blaðs­ins var ekki greint frá því á hvaða verði Bald­vin keypti Öldu Seafood né hvernig kaupin voru fjár­mögn­uð. 

Utan Öldu var stærsta eign Sam­herja Holding 32,79 pró­sent hlutur í Eim­skip. Sá hlutur var færður í eign­ar­halds­fé­lagið Seley ehf. sem er í eigu sömu aðila og hafa átt Sam­herja Holding

Með söl­unni á Öldu var búið að koma sjáv­ar­út­vegs­hluta Sam­herj­a­sam­stæð­unnar að mestu til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Og nær allar eignir Sam­herja Holding, félags­ sem er til rann­sóknar í Namibíu og á Íslandi vegna gruns um mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu, hafa verið færðar ann­að.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • MB
  Magnús Bjarnason skrifaði
  Áhugaverð greining. Erfitt að átta sig á þessum flóknu fléttum. Það veldur stundum ruglingi þegar bornar saman upphæðir í evrum við upphæðir í krónum.
  0
 • Hlynur Jörundsson skrifaði
  Reyndar miðast ábyrgðin við tíma gjörningsins og keðjuabyrgðin bara lengir listann
  0
 • Hlynur Jörundsson skrifaði
  Keðjuabyrgðin gerir því Öldu ábyrga fyrir peningaþvætti vegna Namibíu málsins
  0
 • Hlynur Jörundsson skrifaði
  Var kypur fyrirtækjunum ekki lokað í ágúst 2022 ? Open corporates register.
  0
 • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
  Geta kvótakóngarnir arfleitt börn sín af því sem þeir eiga ekki?
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
5
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
8
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
„Enginn sem tekur við af mér“
9
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
10
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
8
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
9
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár