Fimmtán stærstu útgerðarfélög landsins í dag fengu úthlutað ríflega 70 prósent allra fiskveiðiheimilda í upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs. Árið 1991, við úthlutun á fyrsta heila fiskveiðiári núverandi kvótakerfis, áttu þessar sömu útgerðir og fyrirrennarar þeirra aðeins 32 prósent í úthlutuðum afla. Þetta sýna gögn úr fórum Fiskistofu, sem síðan í maí hefur birt opinberlega upplýsingar og söguleg gögn um úthlutanir, landanir og veiðar einstakra skipa og fyrirtækja.
Gögnin eru þó mörgum takmörkunum háð og ljóst að upplýsingar eru að einhverju marki óskráðar eða ranglega skráðar í grunninum. Engu að síður gefa upplýsingarnar nokkuð glögga mynd af því hvernig markmið með setningu kvótakerfisins, að ná fram hagræðingu í fiskveiðum við Ísland, hefur náðst.
Enginn yfir fimm prósent í upphafi
Samkvæmt samantekt Fiskistofu á úthlutuðum afla til einstakra fyrirtækja og svo upplýsingum um heildarúthlutun hvers fiskveiðiárs, var ekkert fyrirtæki með yfir fimm prósent aflahlutdeild árið 1991. Það sem nú heitir Ísfélagið, sem er …
Athugasemdir (3)