Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Þorpunum sem er hagrætt

Seyð­is­fjörð­ur er í dag það sem Stöðv­ar­fjörð­ur var í byrj­un þess­ar­ar ald­ar. Seyð­firð­ing­ar glíma við sömu stöðu, vegna sömu að­stæðna og sömu lof­orða, ná­kvæm­lega sömu manna og Stöð­firð­ing­ar áð­ur. Heim­ild­in rýndi í sög­ur tveggja þorpa og ræddi við íbúa beggja.

Þótt hvorki sé snjór né frost, er augljóst að í september er kominn vetur á Stöðvarfirði. Ferðamannastraumurinn er næstum uppurinn þetta árið og aðeins einstaka þreyttur ferðalangur slæðist inn á Saxa, gistihús og veitingastað. Eina staðinn á Stöðvarfirði þar sem fá má mat og gistingu utan hásumarsins. Eigandinn flutti úr Hafnarfirði nýverið; keypti frekar Saxa en Mótel Venus við Borgarfjörð, þann syðri. Gistiheimilin höfðu ámóta veltu en það á Stöðvarfirði fékkst fyrir mun minna. Vertinn á Saxa er einn af yngri mönnum þorpsins, sem var annars hálf mannlaust, þennan fimmta föstudag september. Árshátíð eldri borgarafélagsins á fjörðunum var haldin þetta kvöld í Neskaupstað og um fjórðungur Stöðfirðinga á leið þangað á ball. 

Stöðvarfjörður er eitt þorpanna sem talið er sérstaklega brothætt. Þar sem einu sinni var blómleg útgerð og frystihús er nú lítil atvinnustarfsemi og bæjarbúar eldast hratt. Um helmingur er eldri en fimmtíu ára og ekki nema tólf börn …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Sigurður Sigurðsson skrifaði
  Kom fyrst til Stövarfjarðar um73-74, man eftir að við komum á Olíuskipinu Litlafelli um hádegisbilið og það var fjöldi manns sem sat undir vegg frystihússins í hádegishléi, sól og flott veður. Síðasta skiptið var á Stapafelli mörgum árum seinna eð olíu sem var dælt á tank sem var notaður sem birgðatankur fyrir Fáskrúðsfjörð, bryggjan var þá vel gróin og við hittum/sáum einn mann þarna. Olíuafgreiðslumaðurinn frá Fáskrúðsfirði.
  0
 • Ágústa Halldórsdóttir skrifaði
  Sorgleg staða byggða sem stórútgerðir og kvótalög hafa rifið niður, en bjartsýnin hjá fólkinu bjargar frá eyðibyggð.
  0
 • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
  Kvótakerfið á níunda áratugnum var nauðsyn, en það var framsalið sem stuttu síðar
  var sett á EKKI.
  0
  • Ásgeir Överby skrifaði
   Kvótakerfið sem slíkt var ekki nauðsýn. Það átti einfaldlega að færa togarana út fyrir 30 mílur og gefa veiðar frjálsar fyrir innan. Um 1980 var þorksstofninn 2x stærri en í dag. Kvótakerfið hefur ekkert gert til að bæta hann. Hinsvegar hefur það bætt hag fámenns hóps manna svo um munar með prentun peninga út á óveiddan fisk í sjó.
   3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegsskýrslan 2023

Það sem við vitum um samþjöppun kvótans
GreiningSjávarútvegsskýrslan 2023

Það sem við vit­um um sam­þjöpp­un kvót­ans

Ljóst má vera að til­raun­ir stjórn­mála­manna um að ýta und­ir hag­ræð­ingu í sjáv­ar­út­vegi með setn­ingu kvóta­kerf­is í upp­hafi tí­unda ára­tug­ar­ins hafi heppn­ast. Gögn Fiski­stofu sýna að stærstu út­gerð­irn­ar í dag fari með yf­ir 70 pró­sent afla, en sömu út­gerð­ir, eða fyr­ir­renn­ar­ar þeirra, að­eins með rúm­lega 30 pró­sent í upp­hafi kerf­is­ins. Tak­mark­að­ar upp­lýs­ing­ar eru til stað­ar um þró­un fyr­ir­tækja inn­an kerf­is­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár