
Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
Aukning í komum fólks með andlega vanlíðan veldur áskorunum á bráðamóttöku. Skortur á rými og óhentugt umhverfi fyrir viðkvæma sjúklinga skapa erfiðleika fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Okkur gengur svo sem ágætlega en svo er það bara hvað tekur við. Það er flókið,“ segir hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni.