
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
Þær eru kýldar og teknar hálstaki. Kynferðisleg áreitni gagnvart starfsfólki bráðamóttökunnar er algengt. „Algengara en við tölum um,“ segir hjúkrunarfræðingur. Starfsfólk á vaktinni hefur verið lamið, það er káfað á því og hrækt á það. Hótanir sem starfsfólk verður fyrir eru bæði um líflát og nauðganir. Í sumum tilvikum er ofbeldið það alvarlegt að starfsfólk hefur hætt störfum eftir alvarlegar árásir.